Sveitarstjórn fundur nr.184

08.05.2025 08:30

Fimmtudaginn 8. maí 2025 kl. 08:30 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla .
Fundarmenn: Axel Grettisson oddviti, Jón Þór Benediktsson, Ásrún Árnadóttir, Sunna María Jónasdóttir og Jónas Þór Jónasson.
Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri

 

Þetta gerðist:

1. Ársreikningur Hörgársveitar 2024, síðari umræða
Lagður fram ársreikningur fyrir árið 2024 til síðari umræðu en fyrri umræða um ársreikninginn fór fram 8.apríl 2025. Fyrir fundinum lá einnig endurskoðunarskýrsla frá PwC og staðfestingarbréf sem var yfirfarið á fundinum og er oddvita og sveitarstjóra falið að undirrita bréfið. Rúnar Bjarnason og Aðalheiður Eiríksdóttir frá PricewaterhouseCoopers komu á fundinn og fóru yfir ársreikninginn og svöruðu fyrirspurnum um hann.
Samkvæmt ársreikningnum urðu rekstrartekjur A hluta alls 1.326,7 millj. kr. og rekstrargjöld 1.210,1 millj. kr. á árinu 2024. Fjármagnsliðir A hluta voru neikvæðir um 58,4 millj. kr. Heildarrekstrarniðurstaða A hluta á árinu varð því jákvæð upp á 58,2 millj. kr. Hlutdeild í samstarfsverkefnum B-hluta var jákvæð um 28,9 millj. kr.
Eigið fé A hluta í árslok er 1.109,0 millj. kr. og jókst um 60,9 millj. frá árinu áður. Veltufé frá rekstri A hluta á árinu var 143,6 millj. kr. eða 10,8% af heildartekjum. Handbært fé í árslok var 10,5 millj. kr.
Nettó fjárfesting A hluta í varanlegum rekstrarfjármunum var 258,0 millj. kr. á árinu og skuldir og skuldbindingar voru í árslok kr. 946,2 millj. kr. og hækkuðu á árinu vegna lántöku til fjárfestinga og hækkunar verðbóta vegna verðbólgu. Skuldahlutfall Hörgársveitar A-hluta í árslok 2024 er 71,3% og skuldaviðmið 62,1%.
Sveitarstjórn samþykkti ársreikning Hörgársveitar fyrir árið 2024 og staðfesti hann með undirritun sinni.

2. Fundargerð stjórnar Norðurorku frá 309. fundi
Fundargerðin lögð fram.

3. Fundargerð aðalfundar Norðurorku ehf frá 9.4.2025
Fundargerðin lögð fram.

4. Fundargerðir stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga frá 977. og 978. fundi.
Fundargerðin lögð fram.

5. Fundargerð stjórnar MN frá 17.3.2025
Fundargerðin lögð fram.

6. Flugklasinn, drög að áskorun
Lagt fram erindi frá Flugklasanum með drögum að áskorun til stjórnvalda frá sveitarfélögum á Norðurlandi.
Sveitarstjórn Hörgársveitar tekur undir áskorunina.

7. Hjalteyri - viðburðarleyfi
Lagt fram erindi varðandi hugmyndir um tónlistarhátíð á Hjalteyri 12. júlí 2025.
Sveitarstjórn samþykkti að vísa erindinu til atvinnu- og menningarnefndar og stjórnar Hjalteyrar ehf. til umfjöllunar.

8. Fundargerð aðalfundar Hrauns í Öxnadal ehf frá 5.5.2025
Fundargerðin lögð fram ásamt ársskýrslu og ársreikningi 2024.

9. Göngu- og hjólastígur
Umræður um stöðu framkvæmda.

 

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 10:20