Sveitarstjórn fundur nr.182
Þriðjudaginn 8. apríl 2025 kl. 18:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla .
Fundarmenn: Axel Grettisson oddviti, Jón Þór Benediktsson, Ásrún Árnadóttir, Sunna María Jónasdóttir og Jónas Þór Jónasson
Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri
Þetta gerðist:
1. Ársreikningur Hörgársveitar 2024, fyrri umræða
Ársreikningurinn lagður fram til fyrri umræðu.
Sveitarstjórn samþykkti að vísa ársreikningi Hörgársveitar fyrir árið 2024 til síðari umræðu.
2. Fundargerðir afgreiðslufunda SBE frá 88. og 90. fundi
Fundargerðirnar lagðar fram.
3. Fundargerð stjórnar Norðurorku frá 308. fundi
Fundargerðin lögð fram.
4. Fundargerð eigendafundar Norðurorku frá 27. mars 2025
Fundargerðin lögð fram.
5. Eignarhaldsfélag Brunabótafélags Íslands, erindi
Lögð fram fundargerð fulltrúaráðsfundar EBÍ frá 19.3.2025. Þá var lagt fram erindi þar sem fram kemur að frá upphafi næsta kjörtímabils munu öll sveitarfélög sem aðild eiga að EBÍ, eiga fulltrúa í fulltrúaráði félagsins.
6. Forsætisráðuneytið, stofnun landsvæða innan þjóðlendna
Lögð fram erindi með umsókn um stofnun fasteignar (þjóðlendu) fyrir Heiðarfjall og Seldalsfjall.
Sveitarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti afmörkun á þeim uppdráttum sem fylgja umsóknunum.
7. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, umsókn um gistileyfi, umsögn
Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II-C, minna gistiheimili að Grjótgarði.
Sveitarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti að rekstrarleyfið verði veitt.
8. Samningur um uppbyggingu 3. áfanga í Hagabyggð
Lagður fram samningur milli Hörgársveitar og GLB17 ehf. um uppbyggingu íbúðabyggðar í landi Glæsibæjar 3. áfanga.
Sveitarstjórn samþykkti samninginn.
9. Göngu- og hjólastígur
Umræða um stöðu framkvæmda.
10. Vinnuskóli 2025
Lögð fram tillaga að starfsemi vinnuskóla sumarið 2025.
Sveitarstjórn samþykkti að laun í vinnuskóla sumarið 2025 verði 1.651 kr./klst. fyrir börn f. 2011, 1.811 kr./klst. fyrir börn f. 2010 og 2.175 kr./klst. fyrir börn f.2009. Orlof er innifalið.
11. Hjalteyrarvegur 15 – umsókn
Lögð fram umsókn um lóðina.
Sveitarstjórn samþykkti að Guðbirni Þór Ævarssyni kt. 211056-7899 verði úthlutuð lóðin nr. 15 við Hjalteyrarveg.
12. Brekkuhús 6 – umsókn
Lögð fram umsókn um lóðina.
Sveitarstjórn samþykkti að Halldóri Brynjari Halldórssyni kt. 160984-2369 verði úthlutuð lóðin nr. 6 við Brekkuhús, Hjalteyri.
Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 19:30