Sveitarstjórn fundur nr.180
Fimmtudaginn 13. mars 2025 kl. 08:30 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla .
Fundarmenn: Axel Grettisson oddviti, Jón Þór Benediktsson, Ásrún Árnadóttir, Sunna María Jónasdóttir og Jónas Þór Jónasson
Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri
Þetta gerðist:
1. Fundargerð fræðslunefndar frá 3. mars 2025
Fundargerðin lögð fram og er hún í 9 liðum og þarfnast 3 liðir afgreiðslu sveitarstjórnar.
a) Í lið 2, tillaga skólastjóra um fyrirkomulag stjórnunar Þelamerkurskóla skólaárið 2025-2026
Sveitarstjórn samþykkti að stjórnendateymi við Þelamerkurskóla skólaárið 2025-2026 verði með eftirfarandi hætti að tillögu skólastjóra:
Auk skólastjóra verði:
a) Deildarstjóri ráðinn í 50% starfshlutfall við stjórnun á móti hefðbundinni kennslu og verði hann staðgengill skólastjóra.
b)Verkefnastjóri tæknimála ráðinn í 20% starfshlutfall á móti hefðbundinni kennslu.
c)Tengiliður farsældar verði í 20% starfshlutfalli ásamt því að vera í 20% starfshlutfalli verkefnastjóra stoðteymis.
d) Staða skólaritara haldist óbreytt í 70% starfshlutfalli.
b) Í lið 5, Álfasteinn “Betri vinnutími´” frá ágúst 2025
Sveitarstjórn samþykkti að frá og með ágúst 2025 verði leikskólanum Álfasteini lokað kl. 14:15 á föstudögum vegna útfærslu á „betri vinnutíma“. Fyrirkomulag þetta hefur verið kynnt fyrir starfsmönnum og fulltrúum foreldra.
c) Í lið 6, Álfasteinn, sumarfrí – sumarafleysingar – aðlaganir barna
Sveitarstjórn samykkti að sumarið 2025 verði teknir upp valkvæðir skráningardagar í tvær vikur fyrir lokun og í eina viku eftir lokun leikskólans. Skráningar fari fram fyrir miðjan apríl og verði bindandi. Ekki verða innheimt dvalargjöld fyrir þá daga sem börn mæta ekki samkvæmt skráningardögum. Leikskólastjóra er falið að kynna þetta fyrirkomulag fyrir starfsmönnum og foreldrum. Til framtíðar hætti börn í elsta árgangi í leikskólanum við sumarlokun en sveitarfélagið komi á úrræði fyrir yngstu grunnskólabörnin fyrir skólabyrjun í ágúst.
2. Fundargerð stjórnar Norðurorku frá 307. fundi
Fundargerðin lögð fram.
3. Fundargerðir stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga frá 964., 970. og 971. fundi
Fundargerðirnar lagðar fram.
4. Landsbyggðin lifi - erindi
Lagt fram erindi er varðar verkefni sem leitast við að efla byggð í dreifbýli og smærri samfélögum.
5. Vegagerðin, bréf vegna umferðarhraða
Lagt fram bréf frá Vegagerðinni þar sem kynnt er að Vegagerðin hafi ákveðið breytingu á hámarkshraða í Hörgársveit. Breytingin er að hámarkshraði á þjóðvegi 1 við Þelamerkurskóla verður lækkaður niður í 70 km/klst. á um 600 metra kafla. Eftir það í átt að Akureyri í 80 km/klst. að Blómsturvallavegi/Hlíðarvegi þar sem hraðinn verður lækkaður niður í 70 km/klst. að Akureyrarbæ. Ennfremur er ákveðið að hámarkshraði á hliðarvegum út frá þjóðvegi 1 á þessum kafla verði lækkaður samhliða þessu.
Sveitarstjórn fagnar þessari ákvörðun Vegagerðarinnar.
6. Drög að samningi við Vegagerðina vegna göngu- og hjólastíga
Lögð fram drög að samningi milli Vegagerðarinnar og Hörgársveitar um fullnaðarhönnun, framkvæmd og fjármögnun 1. áfanga göngu- og hjólreiðastígs norðan Lónsbakka.
Sveitarstjórn samþykkti samninginn og felur sveitarstjóra að undirrita hann fyrir hönd Hörgársveitar.
7. Hringtorg við Lónsveg – drög að verksamningi
Lögð fram drög að verksamningi Vegagerðarinnar, Hörgársveitar og Norðurorku við Nesbræður ehf um framkvæmd hringtorgs á gatnamótum þjóðvegar 1 og Lónsvegar.
Sundurliðað tilboð fylgir verksamningi. Verkinu skal lokið 1. nóvember 2025.
Sveitarstjórn samþykkti samninginn og felur sveitarstjóra að undirrita hann fyrir hönd Hörgársveitar.
8. Drög að verklagsreglum vegna númerslausra bíla og annarra lausamuna
Lögð fram drög að verklagsreglum Hörgársveitar og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, vegna númerslausra bíla og annarra lausamuna.
Sveitarstjórn samþykkti að fela sveitarstjóra og forstöðumanni þjónustumiðstöðvar að klára útfærslu á verklagsreglunum í samvinnu við HNE.
9. Íbúðalóðir
Framhald umræðu um framkvæmdir, fyrirkomulag, gjöld og úthlutun lóða.
Sveitarstjórn samþykkti að auglýsa fjölbýlishúsalóðirnar við Lónsveg nr. 9 og 11.
10. Trúnaðarmál
Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 10:00