Sveitarstjórn fundur nr.179

27.02.2025 08:30

Fimmtudaginn 27. febrúar 2025 kl. 08:30 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.
Fundarmenn: Axel Grettisson oddviti, Jón Þór Benediktsson, Ásrún Árnadóttir, Sunna María Jónasdóttir og Jónas Þór Jónasson
Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri

Þetta gerðist:

1. SSNE heimsókn
Á fundinn mættu Albertína Friðbjörg Elíasdóttir framkvæmdastjóri SSNE og Elva Gunnlaugsdóttir verkefnastjóri og kynntu þær starfsemi SSNE og áherslur.

2.Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 25.02.2025
Fundargerðin er í 7 liðum og þarfnast 6 liðir afgreiðslu sveitarstjórnar.

a) Í lið 2, Syðra-Brekkukot 2 L235743 - Sumarhús 1 - Umsókn um stækkun á byggingarreit (2501009)
Fyrir fundinum liggur fyrir erindi frá Klakki gistingu ehf. þar sem óskað er eftir stækkun á byggingarreit í landi Syðra-Brekkukots 2, Hörgársveit vegna sumarhúss nr. 1 samkv. meðfylgjandi afstöðu- og grunnmynd.
Sveitarstjórn samþykkti að vísa erindinu í grenndarkynningu skv 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabilið ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabilinu telst erindið samþykkt.
Axel Grettisson vék af fundi undir þessum lið.

b) Í líð 3, Engimýri I - L152435 - Umsókn um byggingarreit (2502021)
Erindi hefur borist frá landeiganda í Engimýri I , þar sem óskað er eftir byggingarreit fyrir allt að 60m² sumarhúsi, samkv. meðfylgjandi umsókn/afstöðumynd dags. 12.02.2025.
Sveitarstjórn samþykkti að óska eftir skýrari uppdrætti þar sem fram komi skýr aðkomuleið og umsögn Vegagerðinnar liggi fyrir. Þegar það liggur fyrir verði erindinu vísað í grenndarkynningu skv 1. mgr. 44 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabilið ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabilinu telst erindið samþykkt.

c) Í lið 4, Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 – breyting: Holtahverfi - ÍB17 og VÞ17, nr. 0821/2024 - kynning tillögu á vinnslustigi – umsagnarbeiðni (2502018)
Akureyrarbær óskar umsagnar Hörgársveitar samkv. 2.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, vegna breytingar á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 og fylgir tillaga á vinnslustigi dags. 05.02.2025 erindinu.
Sveitarstjórn samþykkti að gera ekki athugasemd skipulagstillöguna.

d) Í lið 5, Brekkuhús 1 - beiðni um breytingu á byggingarreit (2408003)
Fyrir fundinum liggur erindi frá lóðarhafa í Brekkuhúsum 1a, Drótt ehf. þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi vegna fyrirhugaðra viðbygginga við suður- og norðurenda Brekkuhúsa 1a og 1b.
Afgreiðslu frestað og óskað eftir frekari upplýsingum frá umsækjendum.

e) Í lið 6, Stórabrekka L152349 - afmörkun og hnitsetning landspildu (2502023)
Merkjalýsing vegna afmörkunar og hnitsetningu á landspildu innan Stórubrekku lögð fram til staðfestingar.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við framlagða merkjalýsingu og að hún verði samþykkt á grundvelli reglugerðar um merki fasteigna nr. 160/2024, þegar umsögn Vegagerðar liggur fyrir.
Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri vék af fundi undir þessum lið.

f) Í lið 7, Hjalteyri – deiliskipulag
Umræða um fjölgun frístundalóða og tjaldsvæði á Hjalteyri.
Sveitarstjórn samþykkti að hafin verði vinna við að fjölga frístundalóðum í landi sveitarfélagsins á Hjalteyri og skoða uppbyggingu á því tjaldsvæði sem er á deiliskipulagi.

3. Fundargerð afgreiðslufundar SBE frá 86. og 87. fundi
Fundargerðirnar lagðar fram.

4. Fundargerð stjórnar Tónlistarskóla Eyjafjarðar frá 148. fundi
Fundargerðin lögð fram.

5. Fundargerðir stjórnar SSNE frá 69. og 70. fundi
Fundargerðirnar lagðar fram.

6. Fundargerð stjórnar Hafnarsamlags Norðurlands frá 293. og 294. fundi
Fundargerðirnar lagðar fram.

7. Fundargerð stjórnar Norðurorku frá 306. fundi
Fundargerðin lögð fram.

8.Fundargerð Svæðisskipulagsnefndar frá 16. fundi
Fundargerðin lögð fram ásamt fjárhagsáætlun 2025 og sérstöku erindi er varðar framtíðarfyrirkomulag skipulags- og byggingarmála, dags. 28. jan. 2025.
Sveitarstjórn Hörgársveitar er ánægð með núverandi fyrirkomulag skipulags- og byggingarmála og telur það henta Hörgársveit vel. Sveitarstjórn telur vert að endurskoða samtalsvettvang sveitarfélaganna við Eyjafjörð varðandi skipulagsmál og leggja svæðisskipulagið niður.

9. Fundargerð HNE frá 240. fundi
Fundargerðin lögð fram.

10. Fundargerðir stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga frá 960. til 969.fundar
Fundargerðirnar lagðar fram.

11. Miðstöð sjúkraflugs - erindi
Erindið lagt fram.
Sveitarstjórn Hörgársveitar tekur heilshugar undir þær áhyggjur sem settar eru fram í erindinu og telur mikilvægt að þjónusta Reykjavíkurflugvallar verði ekki skert í framtíðinni.

12. Kvennaathvarf umsókn um styrk
Sveitarstjórn samþykkti að styrkja Kvennaathvarfið í samræmi við íbúafjölda sveitarfélagsins. Styrkurinn rúmast innan fjárhagsáætlunar 2025.

13. Grófin geðrækt - erindi
Sveitarstjórn samþykkti að styrkja Grófina. Styrkurinn rúmast innan fjárhagsáætlunar 2025.

14. Vegagerðin – bréf v. Hjalteyrarvegar 811
Lagt fram bréf frá Vegagerðinni þar sem farið er yfir að Vegagerðin hafi tilkynnt fyrirhugaða breytingu á afmörkun Hjalteyrarvegar í bréfi dags. 14. október 2024. Breytingin fólst í því að fella 1,0 km langan kafla vegarins á milli Bakkavegar og hafnarsvæðis úr tölu þjóðvega.
Þessum áformum mótmælti Hörgársveit í tölvupósti dags. 13. nóvember 2024 á þeim forsendum að Hjalteyrarhöfn væri mikilvæg, m.a. fyrir ferðaþjónustu. Vegagerðin hefur nú tekið málið til skoðunar og breytt afstöðu sinni til málsins á þann hátt að vegur 811 muni ná að hafnarsvæðinu þannig að endapunktur hans verði við Búðagötu þar sem ekið er inn á hafnarsvæði skv. skilgreiningu þess í aðalskipulagi sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn fagnar niðurstöðu Vegagerðarinnar og gerir ekki athugasemd við hana.

15. Vegagerðin – hringtorg við Lónsveg
Lögð fram tilkynning frá Vegagerðinni varðandi útboð á framkvæmdum við hringtorg á gatnamótum þjóðvegar 1 og Lónsvegar. Tvö tilboð bárust og var lægra tilboðið 22% yfir kostnaðaráætlun.
Sveitarstjórn hvetur Vegagerðina til að leita allra leiða til að framkvæmdir geti hafist sem allra fyrst og að þeim verði lokið eins og til stóð 1. nóvember 2025.

16. Samþykkt um gatnagerðargjald í þéttbýli í Hörgársveit
Lögð fram drög að samþykkt fyrir gatnagerðargjald í þéttbýli í Hörgársveit.
Sveitarstjórn staðfesti samþykktina og felur sveitarstjóra að annast gildistöku hennar.

17. Nýjar lóðir við Lónsveg
Umræður um framkvæmdir, fyrirkomulag og úthlutun lóða. Lagt fram yfirlit yfir áætluð gatnagerðargjöld og byggingarréttargjöld.

18. SSNE erind vegna líforkuvers
Erindið lagt fram.
Sveitarstjórn Hörgársveitar styður eindregið uppbyggingu líforkuvers á Dysnesi og hvetur til þess að famgangi verkefnisins verði hraðað eins og kostur er.

18. Trúnaðarmál

 

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 11:35