Sveitarstjórn fundur nr. 186
Miðvikudaginn 11. júní 2025 kl. 17:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.
Fundarmenn: Axel Grettisson oddviti, Jón Þór Benediktsson, Ásrún Árnadóttir, Sunna María Jónasdóttir og Jónas Þór Jónasson.
Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri
Þetta gerðist:
1. Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 10.6.2025
Fundargerðin lögð fram og er hún í 7 liðum og þarfnast 6 liðir afgreiðslu sveitarstjórnar.
a) Í lið 1, breyting á Aðalskipulagi Hörgársveitar vegna Blöndulínu 3 (2308005).
Fyrir fundinum liggur tillaga á vinnslustigi, unnin af Óskari Erni Gunnarssyni hjá Landmótun dags. 30.09.2024 vegna breytingar á aðalskipulagi Hörgársveitar vegna Blöndulínu 3.
Sveitarstjórn samþykkti að vísa vinnslutillögu um breytingu á aðalskipulagi Hörgársveitar vegna Blöndulínu 3 í kynningu skv. 2. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
b) Í lið 2, Möðruvallaafrétt - Umsókn um stofnun Þjóðlendu (2505038).
Fyrir fundinum liggur erindi þar sem Forsætisráðuneytið óskar eftir stofnun þjóðlendu skv. úrskurði óbyggðarnefndar í máli nr. 1/2009. Sveitarstjórn lýsir yfir mikilli undrun sinni á ásælni ríkisins í afréttarlönd þar sem hún gæti haft áhrif á framtíðar nýtingu þeirra.
Sveitarstjórn samþykkti þó fyrir sitt leyti afmörkun þjóðlendunnar skv. þeim uppdrætti sem fylgir umsókninni enda verði nýting á svæðinu varðandi sauðfjárbeit áfram með þeim hætti sem bændur hafa nýtt.
c) Í lið 3, Ytri-Bægisá 1 og 2 og Garðshorn – Umsókn um framkvæmdaleyfi til efnistöku í óskiptu landi (2504003).
Fyrir fundinum liggur erindi þar sem sótt er um að taka efni úr námu sem opinn er neðan Þjóðvegar 1, og á mótum Hörgardalsvegar.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í umsóknina en bendir á að fyrirhugaðar framkvæmdir kunna að falla undir lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Ef leyfa á nýtt efnistökusvæði af þessari stærðargráðu þarf fyrst að liggja fyrir matsskylduákvörðun Skipulagsstofnunar eða umhverfismat áður en umsóknin verði tekin til afgreiðslu.
d) Í lið 4, Árskógssandur - stækkun íbúðarsvæðis - breyting á aðalskipulagi - Kynning tillögu á vinnslustigi (breyting á aðalskipulagi mál nr. 692/2025 í skipulagsgátt) (2505039).
Dalvíkurbyggð óskar umsagnar Hörgársveitar vegna kynningar tillögu á vinnslustigi að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna stækkunar á íbúðarsvæði 706-ÍB sunnan og austan Aðalbrautar á Árskógssandi. Samhliða aðalskipulagsbreytingu er unnið að nýju deiliskipulagi fyrir svæðið.
Sveitarstjórn samþykkti að gera ekki athugasemdir við skipulagstillöguna.
e) Í lið 5, Reynihlíð 20-26 - breyting á DSK, bílastæði (2506001).
Fyrir fundinum liggur umsókn lóðarhafa um staðsetningu nýrra bílastæða við húsin nr. 20 og 22 við Reynihlíð samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti.
Sveitarstjórn samþykkti að hafna erindinu.
f) Í lið 6, Spónsgerði L152348 - afmörkun og hnitsetning landspildu (2506005)
Merkjalýsing vegna afmörkunar og hnitsetningu á landspildu innan Spónsgerði lögð fram til staðfestingar.
Sveitarstjórn samþykkti að ekki verði gerð athugasemd við framlagða merkjalýsingu og samþykkti hana á grundvelli reglugerðar um merki fasteigna nr. 160/2024, enda liggi fyrir þinglýst kvöð um aðgengi og lagnaleiðir.
2. Fundargerð atvinnu- og menningarnefndar frá 26.5.2025
Fundargerðin lögð fram og er hún í 4 liðum og þarfnast 1 liður afgreiðslu sveitarstjórnar.
a. Í lið 4, félagsmiðstöðin
Nýtt nafn og umræður um starfsfyrirkomulag næsta skólaár.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að næsta haust verði farið af stað með starf fyrir ungmenni 16+.
Sveitarstjórn samþykkti að málið verði skoðað betur og könnun verði gerð um hugsanlega þátttöku.
3. Fundargerð fjallskilanefndar frá 9.6.2025
Fundargerðin lögð fram.
4. Fundargerð skólanefndar TE frá 150. fundi
Fundargerðin lögð fram.
5. Fundargerð afgreiðslufundar SBE frá 95. fundi
Fundargerðin lögð fram.
6. Fundargerð stjórnar Norðurorku frá 310. fundi
Fundargerðin lögð fram.
7. Fundargerðir stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga frá fundum 979 og 980
Fundargerðirnar lagðar fram.
8. SSNE þjónustusamningur varðandi Áfangastaðastofu Norðurlands
Lögð fram drög að þjónustusamningi milli Hörgársveitar og SSNE varðandi Áfangastaðastofu Norðurlands. Einnig lagður fram grunnsamningur við Ferðamálastofu.
Sveitarstjórn samþykkti þjónustusamninginn.
9. Kveldúlfur – umsókn um styrk
Lögð fram umsókn styrk og kostnaðaráætlun vegna tónlistarhátíðar á Hjalteyri.
Sveitarstjórn samþykkti að hafna erindinu.
10. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, umsókn um gistileyfi, umsögn
Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II-H, frístundahús að Lundi 1 (Neðri-Rauðalæk) í Hörgársveit.
Sveitarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti að rekstrarleyfið verði veitt.
11. Umsóknir um upprekstur 2025
Lagður fram listi yfir framkomnar umsóknir um heimild til uppreksturs.
Sveitarstjórn samþykkti að veita leyfi fyrir hagagöngu til eins árs á grundvelli fyrirliggjandi umsókna enda liggi fyrir samþykki viðkomandi landeiganda.
12. Lónsvegur 9 og 11, drög að samningi um úthlutun lóðanna
Lögð fram drög að samningi við BB byggingar ehf kt. 550501-2280 um úthlutun lóðanna Lónsvegur 9 og 11.
Sveitarstjórn samþykkti samninginn.
13. Afnotasamningur túna
Umræður um túnleigu. Lagður fram samningur um túnleigu að Ytri-Bakka.
Sveitarstjórn samþykkti að segja upp núverandi samningi og hefja viðræður við leigutaka um nýjan samning.
Jón Þór Benediktsson vék af fundi undir þessum lið.
14. Deiliskipulag Hjalteyri og Lónsbakka
Framhald umræðu um framtíðar skipulag.
15. Göngu- og hjólastígur
Umræður um stöðu mála.
Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 21:00