Sveitarstjórn fundur nr. 177

09.01.2025 08:30

Sveitarstjórn Hörgársveitar 177. fundur

Fundargerð

Fimmtudaginn 9. janúar 2025 kl. 08:30 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla .
Fundarmenn: Axel Grettisson oddviti, Jón Þór Benediktsson, Ásrún Árnadóttir, Sunna María Jónasdóttir og Jónas Þór Jónasson
Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri

Þetta gerðist:

  1. Fundargerð fræðslunefndar frá 7.1.2025

Fundargerðin er í 5 liðum og þarfnast 2 liðir afgreiðslu sveitarstjórnar.

  1. a) Í lið 2, breyting á skóladagatali

Lögð fram beiðni um að sú breyting verði gerð á skóladagatali Álfasteins 2024-2025 að 6. og 7. mars 2025 verði lokunardagar vegna styttingar vinnutíma starfsfólks. Þessa daga er vetrarfrí í Þelamerkurskóla.

Sveitarstjórn samþykkti að skóladagatali Álfasteins 2024-2025 verði breytt og gert verði ráð fyrir lokunardögum 6. og 7. mars 2025 vegna styttingar vinnutíma starfsfólks.

  1. b) Í lið 5, skólabygging – nöfn

Umræða um nöfn í álmum og rýmum í Þelamerkurskóla.

Nemendur sendu inn tillögur. Tillögur nemenda voru ræddar á starfsmannafundi. Ákveðið að leggja fram tillögu um eftirfarandi nöfn:

-Nýbygging: Árbakki (efri og neðri)

-Gamli kennslugangur: Skógar

-Námsrými fyrir neðan Torgið: Túnið og Turninn.

Tillaga um stofuheiti: Eldri kennslurýmin haldi sínum númerum frá 01-19, neðri Árbakki fái númer 20-29 og efri Árbakki fái númer 30-39.

Sveitarstjórn samþykkti þessi nöfn á álmum og rýmum Þelamerkurskóla.

  1. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra frá 239. fundi

Fundargerðin lögð fram.

  1. Fundargerð stjórnar Norðurorku frá 305. fundi

Fundargerðin lögð fram.

  1. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, umsóknir um tækifærisleyfi, umsagnir
  2. a) Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um tækifærisleyfi til skemmtanahalds vegna þorrablóts á Melum í Hörgársveit þann 25.1.2025.

Sveitarstjórn samþykkti að gera ekki athugasemd fyrir sitt leyti við að leyfið verði veitt.

  1. b) Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um tækifærisleyfi til skemmtanahalds vegna þorrablóts í Íþróttamiðstöðinni Þelamörk, Hörgársveit þann 8.2.2025.

Sveitarstjórn samþykkti að gera ekki athugasemd fyrir sitt leyti við að leyfið verði veitt.

Axel Grettisson vék af fundi undir þessum lið.

  1. Gjaldskrá SBE 2025

Lögð fram uppfærð gjaldskrá, dags. 13. des. 2024.

Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkti gjaldskrána fyrir sitt leyti.

  1. Lánasjóður sveitarfélaga, lánasamningur

Í samræmi við fjárhagsáætlun 2025 voru lögð fram drög að lánasamningi uppá 75 milljónir sem koma til greiðslu í janúar 2025.

Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 75.000.000,- , með lokagjalddaga þann 20. febrúar 2039, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.

Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Er lánið tekið til fjármögnunar á framkvæmdum við grunnskóla í sveitarfélaginu sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Snorra Finnlaugssyni, sveitarstjóra Hörgársveitar, kt. 210260-3829, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hörgársveitar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 09:35