Sveitarstjórn fundur nr. 176
Sveitarstjórn Hörgársveitar 176. fundur
Fundargerð
Föstudaginn 13. desember 2024 kl. 16:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar í Bitrugerði .
Fundarmenn: Axel Grettisson oddviti, Jón Þór Benediktsson, Ásrún Árnadóttir, Sunna María Jónasdóttir og Jónas Þór Jónasson
Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri
Þetta gerðist:
- Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 10.12.2024
Fundargerðin er í 8 liðum og þarfnast 7 liðir afgreiðslu sveitarstjórnar.
- a) Í lið 1, Reynihlíð/Lónsbakkahverfi - L223515 - RARIK - Umsókn um lóð fyrir dreifistöð (2411011)
Erindi frá Rarik, þar sem óskað er eftir lóð undir dreifistöð við Lónsbakka í tengslum við styrkingu á dreifikerfi RARIK í Hörgársveit. Óskað er eftir óverulegri breytingu á deiliskipulagi á svæðinu, þannig að hægt verði að stofna lóð undir dreifistöðina vestan lóðar B. Jensen.
Sveitarstjórn samþykkti að óveruleg breyting verði gerð á deiliskipulaginu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem lóð verður stofnuð á tilgreindu svæði og vísa erindinu í grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabilið ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Erindið telst samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabilinu.
- b) Í lið 2, Glæsibær, Hagabyggð - aðal- og deiliskipulag áfangi III (2301004)
Lögð er fram, til umræðu umsögn Skipulagsstofnunar vegna beiðni um undanþágu frá skipulagsreglugerð. Eftirfarandi skilaboð bárust frá Innviðaráðuneytingu: „Ráðuneytið vill veita umsækjanda tækifæri til að bregðast við þeim sjónarmiðum sem koma fram í umsögninni áður en afstaða er tekin til beiðninnar. Óskað er eftir því að svar berist eigi síðar en 9. desember“. Frestur var gefinn til 15.desember, þannig að hægt væri að funda um málið.
Tillaga hefur borist frá skipulagshönnuði, þar sem gert er ráð fyrir að lóðir verði amk 100m. frá Dagverðareyrarvegi (816) þannig að fallið hefur verið frá beiðni um undanþágu frá skipulagsreglugerð og óskað eftir að afgreiðsla skipulagsbreytingarinnar verði fullnustaðar.
Sveitarstjórn samþykkti uppfærð deiliskipulagsgögn dags.6.12.2024 þar sem komið er á móts við athugasemd Skipulagsstofnunar skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að skipulagsfulltrúa verði falið að fullnusta gildistöku skipulagsins.
- c) Í lið 4, Bitrugerði L152463 - Umsókn um stofnun lóðarinnar Bitrugerði 3 (2411009)
Eigendur óska eftir stofnun lóðar fyrir nýbyggingu einbýlishúss í landi Bitrugerðis L152463. Áætluð stærð byggingar er 230 m². Meðfylgjandi er uppdráttur af fyrirhugaðri lóð.
Sveitarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti stofnun lóðar samkvæmt framlögðum uppdrætti og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að fullnusta stofnun lóðarinnar með afgreiðslu merkjalýsingar.
Jónas Þór Jónasson vék af fundi undir þessum lið.
- d) Í lið 5, Hafnasamlag Norðurlands - tillaga að götunöfnum á Dysnesi (2410001)
Erindi varðandi tillögu að götunöfnum á Dysnesi sem frestað var á 106. fundi nefndarinnar, þann 23. október sl. Nú liggur fyrir óformlegt álit íslenskufræðings á orðinu Dys og er þess farið á leit að nefndin taki „annan snúning“ á tillögunni.
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu og óskar eftir samvinnu við eiganda svæðisins um götunöfn.
- e) Í lið 6, Þrastarhóll 2 - umsókn um stofnun lóðar/landspildu (2411008)
Erindinu var frestað á fundi nefndarinnar þann 13.nóvember sl. Fyrir liggur umsókn um stofun lóðar/landspildu úr landi Þrastarhóls 2 (L218424).
Sveitarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti stofnun lóðar samkvæmt framlögðum uppdrætti og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að fullnusta stofnun lóðarinnar með afgreiðslu merkjalýsingar.
Axel Grettisson vék af fundi undir þessum lið.
- f) Í lið 7, Hjalteyrarvegur 13 - beiðni um breytingu frá deiliskipulagsskilmálum (2411001)
Erindi sem frestað var á síðasta fundi nefndarinnar, byggingarfulltrúa barst byggingarleyfisumsókn vegna byggingar húss að Hjalteyrarvegi 13 (L238070). Búið er að breyta hönnun byggingarinnar þannig að hún sé innan við skilgreindan byggingarreit á deiliskipulagi en byggingarmagn er ennþá meira en leyfilegt er skv. deiliskipulagi. Óskað er eftir óverulegri breytingu á deiliskipulagi vegna aukins nýtingarhlutfalls.
Sveitarstjórn samþykkti óverulega breytingu á deiliskipulaginu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar erindinu í grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabilið ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Erindið telst samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabilinu.
- g) Í lið 8, Glæsibær, Hagabyggð - deiliskipulag áfangi II (2412004)
Óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi á lóðarmörkum, byggingarreitum og nýtingarhlutfalli lóðanna að Hagaskógi 9 og 11. Þá er smávægilegt misræmi lóðarmarka og staðsetningar göngustígs leiðrétt.
Sveitarstjórn samþykkti óverulega breytingu á deiliskipulaginu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar erindinu í grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr 123/2010 Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabilið ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Erindið telst samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabilinu.
- Fundargerð kjörstjórnar frá 26.11.2024
Fundargerðin lögð fram
- Fundargerð afgreiðslufundar SBE frá 84. fundi
Fundargerðin lögð fram
- Fundargerð stjórnar Tónlistarskóla Eyjafjarðar frá 2.12.2024
Fundargerðin lögð fram
- Fundargerðir stjórnar SSNE frá 67. og 68. fundi
Fundargerðirnar lagðar fram.
- Fundargerð stjórnar Hafnarsamlags Norðurlands frá 292. fundi
Fundargerðin lögð fram
- Fundargerð stjórnar Norðurorku frá 304. fundi
Fundargerðin lögð fram.
- Fundargerðir stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga 956. 957. 958. og 959.fundi
Fundargerðirnar lagðar fram.
- Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, umsókn um rekstrarleyfi, umsögn
Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II-H, frístundahús að Tungukoti.
Sveitarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti að rekstrarleyfið verði veitt.
- Samningur um sameiginlega barnaverndarþjónustu, síðari umræða
Samningurinn lagður fram til síðari umræðu.
Sveitarstjórn samþykkti samninginn fyrir sitt leyti og felur sveitarstjóra að undirrita hann.
- Erindi frá SSNE - Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2025-2029
Erindið lagt fram.
Sveitarstjórn líst vel á fyrirliggjandi sóknaráætlun og gerir ekki athugasemd við áætlunina.
- Fjárhagsáætlun Hörgársveitar 2025-2028, síðari umræða
Fjárhagsáætlun aðalsjóðs, eignasjóðs og veitna fyrir árin 2025-2028 var tekin til síðari umræðu. Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun þessara ára. Þá var lögð fram greinargerð sveitarstjóra varðandi tillögu að fjárhagsáætlun.
Sveitarstjórn samþykkti framlagða tillögu að fjárhagsáætlun sveitarsjóðs og stofnana hans fyrir árin 2025-2028.
Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir að á árinu 2025 verði rekstrartekjur A-hluta 1.365 millj. kr., að heildarrekstrarkostnaður verði 1.327 millj. kr. Heildar rekstrarafgangur verði því 38 millj.kr.
Veltufé frá rekstri verði 128 millj. kr.
Áætlað er að til framkvæmda og annarra eignabreytinga á árinu verði varið 260 millj. kr. Þar bera hæst framkvæmdir við endurbyggingu heimavistarálmu Þelamerkurskóla sem og framkvæmdir við göngu- og hjólastíg og framkvæmdir við gatnagerð og frágang svæða í Lónsbakkahverfi og að Lækjarvöllu m. Áætlað er að gatnagerðargjöld og endurgreiðslur vegna fjárfestinga nemi 110 millj. kr. og því er áætlað að 150 millj. króna fari í fjárfestingar nettó á árinu 2025.
Ný lántaka er áætluð 125 millj. kr. á árinu 2025.
Þá er áætlað að handbært fé í árslok 2025 verði 68 millj. kr.
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 gerir ráð fyrir að afgangur af rekstri verði 38 millj. kr., á árinu 2027 verði hann 44 millj. kr. og 52 millj. kr. á árinu 2028.
Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 17:55