Sveitarstjórn fundur nr. 175
Sveitarstjórn Hörgársveitar 175. fundur
Fundargerð
Fimmtudaginn 28. nóvember 2024 kl. 12:30 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.
Fundarmenn: Axel Grettisson oddviti, Jón Þór Benediktsson, Ásrún Árnadóttir, Sunna María Jónasdóttir og Jónas Þór Jónasson
Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri
Þetta gerðist:
- Fundargerð félagsmála- og jafnréttisnefndar frá 19.11.2024
Fundargerðin lögð fram.
- Fundargerð atvinnu- og menningarnefndar frá 20.11.2024
Fundargerðin lögð fram.
- Fundargerðir kjörstjórnar frá 12.11. og 19.11.2024
Fundargerðirnar lagðar fram.
- Fundargerð afgreiðslufundar SBE frá 83. fundi
Fundargerðin lögð fram.
- Fundargerð stjórnar Tónlistarskóla Eyjafjarðar frá 13.11.2024
Fundargerðin lögð fram.
- Fundargerðir stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga 955. fundi
Fundargerðin lögð fram.
- Ungmennaráð, skipun fimm fulltrúa til tveggja ára
Samkvæmt reglum um Ungmennaráð Hörgárveitar skipar sveitarstjórn fimm fulltrúa í ráðið.
Sveitarstjórn skipar eftirtalin ungmenni í ráðið til 30. september 2026:
Tilnefnd af Þelamerkurskóla:
Aðalfulltrúar: Varafulltrúar:
Hjördís Emma Arnarsdóttir 7. bekk. Lára Rún Keel Kristjánsdóttir 10. bekk.
Ylva Sól Agnarsdóttir 8. bekk. Efemía Birna Björnsdóttir 9. bekk.
Jósef Orri Axelsson 10. bekk.
Tilnefnd af Ungmennfélaginu Smáranum:
Aðalfulltrúi: Varafulltrúi:
Anna Lovísa Arnarsdóttir Helena Arna Hjaltadóttir
Tilnefndir af sveitarstjórn:
Lárus Sólon Biering Ottósson Úlfur Sær Bastiansson Stange
- Bjarmahlíð, rekstrarframlög sveitarfélaga 2025
Í samræmi við fyrri ákvarðanir samþykkti sveitarstjórn að framlag Hörgársveitar til Barmahlíðar verði kr. 200.000,- fyrir árið 2025.
- Samningur um sameiginlega barnaverndarþjónustu, fyrri umræða
Sveitarstjórn samþykkti að vísa samningnum til síðari umræðu.
- Gjaldskrár, tillaga vegna ársins 2025
- a) Rætt um álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2025.
Sveitarstjórn samþykkti að álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2025 verði óbreytt 14,97%.
- b) Rætt um álagningarreglur fasteignagjalda fyrir árið 2025 og afsláttarreglur fasteignaskatts vegna elli- og örorkulífeyrisþega.
Sveitarstjórn samþykkti að álagningarhlutfall fasteignaskatts fyrir árið 2025 skv. a-lið verði 0,40%, skv. b-lið 1,32% og skv. c-lið 1,40% af fasteignamati.
Þá samþykkti sveitarstjórn að 2. gr. gjaldskrár fráveitna í Hörgársveit verði þannig að holræsagjald fráveitu á Hjalteyri og á skipulögðum atvinnusvæðum verði 0,18% af fasteignamati og ennfremur að vatnsgjald Vatnsveitu Hjalteyrar verði kr. 15.585,- á hverja íbúð og hvert frístundahús. Rotþróargjöld verði eftir stærðum rotþróa.
Fráveitugjald og vatnsgjald í þéttbýlinu við Lónsbakka verði samkvæmt gjaldskrá Norðurorku.
Sorphirðugjald heimila verði kr. 71.500,- sorphirðugjald frístundahúsa verði kr. 22.350,- enda sé þjónusta þar ekki veitt á vetrum, sorphirðugjald vegna búrekstrar verði 145,- kr. fyrir hverja sauðkind, 780,- kr. fyrir hvern nautgrip, 560,- kr. fyrir hvert hross og 770,- kr. fyrir hvert svín.
Reglum um afslátt tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti verð breytt á þann hátt að þær geri ráð fyrir að tekjumörk afsláttar breytist í samræmi við breytingu á launavísitölu milli viðmiðunarára.
- c) Rætt um aðrar gjaldskrár fyrir árið 2025
Sveitarstjórn samþykkti að frá 1. janúar 2025 kosti hver klst. frá kl. 08:00-16:00 í vistun í Álfasteini 4.725- kr. á mánuði og hver klst. fyrir kl. 08:00 og eftir kl. 16:00 kosti kr. 8.480,- . Fullt fæði í leikskóla kosti 10.395,- kr. á mánuði. Afsláttarreglur í leikskóla verði óbreyttar frá árinu 2024.
Skólamáltíðir nemenda á skólatíma verði fríar en mötuneytisgjald í Þelamerkurskóla annarra en nemenda verði 866,- kr. á dag. Vistunargjald í Frístund verði kr. 675 á dag og síðdegishressing í Frístund kr. 160 á dag. Vistunargjald í Frístund á lokunardögum verði kr. 2.500,- og fæðisgjald á lokunardögum verði kr. 1.140,- Aðrar gjaldskrár fyrir útleigu á húsnæði og húsbúnaði í Þelamerkurskóla hækki í samræmi við áætlaðar hækkanir í fjárhagsáætlun 2025 sem eru um 3,9% milli áranna 2024 og 2025.
Sveitarstjórn samþykkti að á árinu 2025 verði stakt gjald fyrir fullorðinn í sund kr. 1.250,- og kr. 310,- fyrir börn. Aðrar hækkanir á gjaldskrá íþróttamiðstöðvar verði að jafnaði um 3,9% milli áranna 2024 og 2025.
Sveitarstjórn samþykkti að á árinu 2025 eigi íbúar sveitarfélagsins og fastráðnir starfsmenn sveitarfélagsins kost á lýðheilsustyrk í formi árskorts í sund í Jónasarlaug án greiðslu.
Þá samþykkti sveitarstjórn að styrkur til niðurgreiðslu þátttökugjalda barna frá fimm ára aldursári til og með sautjánda aldursárs í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi verði kr. 52.000,- fyrir árið 2025.
Hækkanir á gjaldskrá fyrir akstursþjónustu verði að jafnaði um 3,9% milli áranna 2024 og 2025.
Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 13:50