Sveitarstjórn fundur nr. 175

28.11.2024 12:30

Sveitarstjórn Hörgársveitar 175. fundur

Fundargerð

Fimmtudaginn 28. nóvember 2024 kl. 12:30 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.
Fundarmenn: Axel Grettisson oddviti, Jón Þór Benediktsson, Ásrún Árnadóttir, Sunna María Jónasdóttir og Jónas Þór Jónasson
Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri

Þetta gerðist:

  1. Fundargerð félagsmála- og jafnréttisnefndar frá 19.11.2024

Fundargerðin lögð fram.

  1. Fundargerð atvinnu- og menningarnefndar frá 20.11.2024

Fundargerðin lögð fram.

  1. Fundargerðir kjörstjórnar frá 12.11. og 19.11.2024

Fundargerðirnar lagðar fram.

  1. Fundargerð afgreiðslufundar SBE frá 83. fundi

Fundargerðin lögð fram.

  1. Fundargerð stjórnar Tónlistarskóla Eyjafjarðar frá 13.11.2024

Fundargerðin lögð fram.

  1. Fundargerðir stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga 955. fundi

Fundargerðin lögð fram.

  1. Ungmennaráð, skipun fimm fulltrúa til tveggja ára

Samkvæmt reglum um Ungmennaráð Hörgárveitar skipar sveitarstjórn fimm fulltrúa í ráðið.
Sveitarstjórn skipar eftirtalin ungmenni í ráðið til 30. september 2026:
Tilnefnd af Þelamerkurskóla:

Aðalfulltrúar:                                                              Varafulltrúar:

Hjördís Emma Arnarsdóttir 7. bekk.                          Lára Rún Keel Kristjánsdóttir 10. bekk.

Ylva Sól Agnarsdóttir 8. bekk.                                   Efemía Birna Björnsdóttir 9. bekk.

Jósef Orri Axelsson 10. bekk.

Tilnefnd af Ungmennfélaginu Smáranum:

Aðalfulltrúi:                                                                Varafulltrúi:

Anna Lovísa Arnarsdóttir                                          Helena Arna Hjaltadóttir

Tilnefndir af sveitarstjórn:

Lárus Sólon Biering Ottósson                                   Úlfur Sær Bastiansson Stange

  1. Bjarmahlíð, rekstrarframlög sveitarfélaga 2025

Í samræmi við fyrri ákvarðanir samþykkti sveitarstjórn að framlag Hörgársveitar til Barmahlíðar verði kr. 200.000,- fyrir árið 2025.

  1. Samningur um sameiginlega barnaverndarþjónustu, fyrri umræða

Sveitarstjórn samþykkti að vísa samningnum til síðari umræðu.

  1. Gjaldskrár, tillaga vegna ársins 2025
  2. a) Rætt um álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2025.
    Sveitarstjórn samþykkti að álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2025 verði óbreytt 14,97%.
  1. b) Rætt um álagningarreglur fasteignagjalda fyrir árið 2025 og afsláttarreglur fasteignaskatts vegna elli- og örorkulífeyrisþega.
    Sveitarstjórn samþykkti að álagningarhlutfall fasteignaskatts fyrir árið 2025 skv. a-lið verði 0,40%, skv. b-lið 1,32% og skv. c-lið 1,40% af fasteignamati.
    Þá samþykkti sveitarstjórn að 2. gr. gjaldskrár fráveitna í Hörgársveit verði þannig að holræsagjald fráveitu á Hjalteyri og á skipulögðum atvinnusvæðum verði 0,18% af fasteignamati og ennfremur að vatnsgjald Vatnsveitu Hjalteyrar verði kr. 15.585,- á hverja íbúð og hvert frístundahús. Rotþróargjöld verði eftir stærðum rotþróa.
    Fráveitugjald og vatnsgjald í þéttbýlinu við Lónsbakka verði samkvæmt gjaldskrá Norðurorku.
    Sorphirðugjald heimila verði kr. 71.500,- sorphirðugjald frístundahúsa verði kr. 22.350,- enda sé þjónusta þar ekki veitt á vetrum, sorphirðugjald vegna búrekstrar verði 145,- kr. fyrir hverja sauðkind, 780,- kr. fyrir hvern nautgrip, 560,- kr. fyrir hvert hross og 770,- kr. fyrir hvert svín.
    Reglum um afslátt tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti verð breytt á þann hátt að þær geri ráð fyrir að tekjumörk afsláttar breytist í samræmi við breytingu á launavísitölu milli viðmiðunarára.
  1. c) Rætt um aðrar gjaldskrár fyrir árið 2025
    Sveitarstjórn samþykkti að frá 1. janúar 2025 kosti hver klst. frá kl. 08:00-16:00 í vistun í Álfasteini 4.725- kr. á mánuði og hver klst. fyrir kl. 08:00 og eftir kl. 16:00 kosti kr. 8.480,- . Fullt fæði í leikskóla kosti 10.395,- kr. á mánuði. Afsláttarreglur í leikskóla verði óbreyttar frá árinu 2024.
    Skólamáltíðir nemenda á skólatíma verði fríar en mötuneytisgjald í Þelamerkurskóla annarra en nemenda verði 866,- kr. á dag. Vistunargjald í Frístund verði kr. 675 á dag og síðdegishressing í Frístund kr. 160 á dag. Vistunargjald í Frístund á lokunardögum verði kr. 2.500,- og fæðisgjald á lokunardögum verði kr. 1.140,- Aðrar gjaldskrár fyrir útleigu á húsnæði og húsbúnaði í Þelamerkurskóla hækki í samræmi við áætlaðar hækkanir í fjárhagsáætlun 2025 sem eru um 3,9% milli áranna 2024 og 2025.
    Sveitarstjórn samþykkti að á árinu 2025 verði stakt gjald fyrir fullorðinn í sund kr. 1.250,- og kr. 310,- fyrir börn. Aðrar hækkanir á gjaldskrá íþróttamiðstöðvar verði að jafnaði um 3,9% milli áranna 2024 og 2025.
    Sveitarstjórn samþykkti að á árinu 2025 eigi íbúar sveitarfélagsins og fastráðnir starfsmenn sveitarfélagsins kost á lýðheilsustyrk í formi árskorts í sund í Jónasarlaug án greiðslu.
    Þá samþykkti sveitarstjórn að styrkur til niðurgreiðslu þátttökugjalda barna frá fimm ára aldursári til og með sautjánda aldursárs í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi verði kr. 52.000,- fyrir árið 2025.
    Hækkanir á gjaldskrá fyrir akstursþjónustu verði að jafnaði um 3,9% milli áranna 2024 og 2025.

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 13:50