Sveitarstjórn fundur nr. 174

14.11.2024 08:30

Sveitarstjórn Hörgársveitar 174. fundur

Fundargerð

Fimmtudaginn 14. nóvember 2024 kl. 08:30 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.
Fundarmenn: Axel Grettisson oddviti, Jón Þór Benediktsson, Ásrún Árnadóttir, Sunna María Jónasdóttir og Jónas Þór Jónasson
Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri

Þetta gerðist:

  1. Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 13.11.2024

Fundargerðin er í 9 liðum og þarfnast 7 liðir afgreiðslu sveitarstjórnar.

  1. a) Í lið 2, hringtorg við Lónsveg – umræða um hugmyndir Vegagerðarinnar að breytingum (2408004)

Fyrir fundinum lá tillaga að breytingu á deiliskipulagi þéttbýlis Lónsbakka sem nær til sama svæðis og breyting sem samþykkt var í sveitarstjórn 08.05.2024 (breytingablað nr. 13). Samkvæmt þessari tillögu er fallið frá gerð undirganga norðan hringtorgs auk breytingar á útfærslu stíga, lóða og lagna. Deiliskipulagstillagan er unnin af Teikna, dags. 04.11.2024 (breytingablað nr. 15).

Sveitarstjórn samþykkti deiliskipulagstillöguna sem óverulega breytingu á deiliskipulagi þéttbýlis Lónsbakka skv. 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin er gerð í samráði við hagsmunaaðila og því er fallið frá grenndarkynningu sbr. ákvæði 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga og er skipulagsfulltrúa falið að fullnusta deiliskipulagsbreytinguna.

  1. b) Í lið 3, Norðurorka – umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir færslu á lögnum út fyrir væntanlegt hringtorg við Lónsveg

Norðurorka sækir um framkvæmdaleyfi fyrir færslu á lögnum út fyrir væntanlegt hringtorg við Lónsveg sbr. meðfylgjandi gögn.

Sveitarstjórn samþykkti umsóknina og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi innan sveitarfélagsmarka Hörgársveitar fyrir færslu lagna út fyrir væntanlegt hringtorg við Lónsveg.

  1. c) Í lið 4, Gáseyri – umsókn um framkvæmdaleyfi til sandtöku (2401001)

Tekin fyrir að nýju framkvæmdaleyfisumsókn Gáseyrarinnar ehf. vegna efnistöku að Gáseyri (L152495) við ósa Hörgár. Sótt er um leyfi til að taka allt að 50.000 m3 af sandi á 2,5 ha svæði á 3 árum úr sandnámu á staðnum.

Sveitarstjórn samþykkti að ekki verði veitt heimild fyrir nýrri efnistöku fyrr en skýrsla um úttekt á efnistöku í Hörgársveit í tengslum við endurskoðun aðalskipulags liggur fyrir.

  1. d) Í lið 5, Hraun í Öxnadal L152440 – nýtt deiliskipulag (2410010)

Hraun í Öxnadal ehf. sækir um heimild til að vinna deiliskipulag fyrir jörðina Hraun (L152440) samkvæmt meðfylgjandi skipulagslýsingu unna af Landslagi, dags. 18.10.2024 auk fylgigagna.

Sveitarstjórn samþykkti að Hrauni í Öxnadal ehf. verði heimilað að vinna deiliskipulag fyrir jörðina Hraun og að skipulagslýsingunni verði vísað í kynningarferli samkvæmt 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  1. e) Í lið 6, Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045 – umsagnarbeiðni (2410008)

Dalvíkurbyggð óskar umsagnar Hörgársveitar um skipulagslýsingu vegna endurskoðunar Aðalskipulags Dalvíkurbyggðar 2025-2045. Skipulagslýsing unnin af Yrki arkitektum, dags. 06.09.2024 fylgir erindinu.

Sveitarstjórn samþykkti að gera ekki athugasemd við skipulagslýsinguna.

  1. f) Í lið 7, Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 endurskoðun – umsagnarbeiðni (2411005)

Akureyrarbær óskar umsagnar Hörgársveitar vegna endurskoðunar á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 og fylgir skipulagslýsing dags. 23.10.2024 erindinu. Umsagnarfrestur er til 04.12.2024.

Sveitarstjórn Hörgársveitar bendir á að ekki sé heppilegt að ráðgerð sé stækkun á atvinnusvæði (AT8) á kostnað íbúðarsvæðis sem liggur við sveitarfélagamörk Hörgársveitar. Eins verði horft til þess að gert verði ráð fyrir íbúðarsvæði meðfram strandlengjunni við Krossanes í átt að sveitarfélagamörkum Hörgársveitar. Ekki er gerð athugasemd við skipulagslýsinguna að öðru leyti.

  1. g) Í lið 8, Hjalteyrarvegur 13 L238070 – beiðni um breyttan byggingarreit (2411001)

Byggingarfulltrúa hefur borist byggingarleyfisumsókn vegna byggingar húss að Hjalteyrarvegi 13 (L238070) en byggingin fer út fyrir skilgreindan byggingarreit á deiliskipulagi auk þess sem byggingarmagn er meira en skv. deiliskipulagi.

Sveitarstjórn samþykkti að fresta afgreiðslu erindisins og byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjendur miðað við umræður á fundinum.

  1. Fundargerð fræðslunefndar frá 12.11.2024

Fundargerðin lögð fram en ekkert í henni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.

  1. Fundargerðir kjörstjórnar frá 18.10. og 5.11.2024

Fundargerðirnar lagðar fram.

  1. Fundargerðir afgreiðslufunda SBE frá 81. og 82. fundi

Fundargerðirnar lagðar fram.

  1. Fundargerðir stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga frá 953. og 954. fundi

Fundargerðirnar lagðar fram.

  1. Fundargerð stjórnar Norðurorku frá 303. fundi

Fundargerðin lögð fram.

  1. Fundargerðir frá aðalfundi Samt. sjávarútvegssveitarf. og stjórnar frá 82. og 83. fundi

Fundargerðirnar lagðar fram.

  1. Hraun í Öxnadal ehf, aðalfundarboð

Boðað er til aðalfundar mánudaginn 18. nóvember n.k.

Sveitarstjórn samþykkti að Ásrún Árnadóttir verði fulltrúi Hörgársveitar á fundinum.

  1. Stígamót, styrkbeiðni

Erindið lagt fram og vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.

  1. Samningur um sameiginlega barnaverndarþjónustu - drög

Drögin lögð fram til umræðu og kynningar.

  1. Fjárhagsáætlun 2025 og viðauki 3 2024

Umræður og yfirferð vegna verkefna við viðhald, búnaðarkaup og framkvæmdir.

Lagt fram nýtt minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga er varðar uppfærðar forsendur fjárhagsáætlana 2025-2028. Lögð fram tillaga að viðauka 03 við fjárhagsáætlun 2024.

Sveitarstjórn samþykkti viðauka 03 við fjárhagsáætlun ársins 2024 sem gerir ráð fyrir að rekstrarniðurstaða ársins verði jákvæð sem nemur 40.705 þús.kr. og handbært fé í árslok verði 42.708 þús.kr.

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 10:35