Sveitarstjórn fundur nr. 173
Sveitarstjórn Hörgársveitar 173. fundur
Fundargerð
Þriðjudaginn 29. október 2024 kl. 15:30 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.
Fundarmenn: Axel Grettisson oddviti, Jón Þór Benediktsson, Ásrún Árnadóttir, Sunna María Jónasdóttir og Jónas Þór Jónasson
Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri
Þetta gerðist:
- Mönnun og barngildi í Álfasteini 2024
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson frá Ásgarði mætti á fundinn og fór yfir skýrslu um mönnun og barngildi í Álfasteini. Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með greinargóða skýrslu og góða kynningu. Jóhanna María Oddsdóttir formaður fræðslunefndar mætti jafnframt á fundinn undir þessum lið.
- Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 23.10.2024
Fundargerðin er í 11 liðum og þarfnast 10 liðir afgreiðslu sveitarstjórnar.
- a) Í lið 1, Hraun, stjórnunar og verndaráætlun
Davíð Örvar Hansson frá Umhverfisstofnun og Gunnar Már Gunnarsson verkefnastjóri fyrir Hraun í Öxnadal mættu á fund skipulags- og umhverfisnefndar og fóru yfir hugmyndir um stjórnunar- og verndaráætlun fyrir fólkvanginn í Hrauni í Öxnadal.
Sveitarstjórn samþykkti tillögu nefndarinnar um að hvatt verði til þess að stjórnunar- og verndaráætlun fyrir fólkvanginn í Hrauni í Öxnadal verði tekin á dagskrá og vinna við hana verði hafin sem fyrst.
- b) Í lið 2, Skógarhlíð 43 L173473 – umsókn um stækkun lóðar (2408010)
Erindi sem frestað var á síðasta fundi nefndarinnar, lóðarhafar Skógarhlíðar 43 óska eftir því að lóðin verði stækkuð til norðurs, samanber meðfylgjandi teikningu.
Sveitarstjórn samþykkti að vísa erindinu í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabilið ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við framkvæmdina. Ef ekki berast andmæli á grennarkynningartímabilinu teljist áformin samþykkt.
- c) Í lið 3, Rarik – lóð undir dreifistöð á Lónsbakka (2408015)
Erindi sem frestað var á seinasta fundi nefndarinnar og skipulagsfulltrúa falið að afla skriflegs samþykkis lóðarhafa og umsagnar Vegagerðarinnar. RARIK ohf. sækir um lóð undir dreifistöð við Lónsbakka í tengslum við styrkingu á dreifikerfi RARIK í Hörgársveit. Gert er ráð fyrir að núverandi spennistöð (S034) við Skógarhlíð verði færð inn í þessa nýju dreifistöð. Meðfylgjandi er lóðarblað dags. 21.08.2024 og teikning af fyrirhuguðu húsi fyrir dreifistöð dags. 11.04.2024.
Sveitarstjórn samþykkti byggingarreit með kvöðum fyrir dreifistöð Rarik og aðkomu að honum samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti. Jafnframt er því beint til lóðareiganda að sótt verði um afmörkun sér lóðar fyrir dreifistöðina.
- d) Í lið 4, Hrappsstaðir L146945 – fyrirspurn um vegtengingu, lögheimilisskráningu o.fl. (2409007)
Tekin fyrir fyrirspurn frá Bergþóru Ósk Guðmundsdóttur um vegtengingu, lögheimilisskráningu auk annarrar þjónustu sveitarfélagsins vegna áforma hennar um að byggja heilsárshús í landi Hrappsstaða (L146945).
Sveitarstjórn samþykkti að hafna erindinu enda Hrappstaðir ekki innan sveitarfélagamarka Hörgársveitar.
- e) Í lið 6, Landsnet – beiðni um efnistökusvæði vegna framkvæmda við Blöndulínu 3 (2410002)
Tekin fyrir beiðni frá Landsneti um að fá nokkur efnistökusvæði sett inn á Aðalskipulag Hörgársveitar vegna framkvæmda við Blöndulínu 3, samhliða aðalskipulagsbreytingu fyrir Blöndulínu 3.
Sveitarstjórn samþykkti að vísa erindinu í vinnslu við endurskoðun aðalskipulags.
- f) Í lið 7, Moldhaugaháls – umsókn um framkvæmdaleyfi vegna jarðvinnu á geymslusvæði (2410003)
Skútaberg ehf. sækir um framkvæmdaleyfi til að hefja jarðvinnu á geymslusvæði nr. 19 á Moldhaugahálsi samkvæmt samþykktu deiliskipulagi, sbr. meðfylgjandi gögn.
Sveitarstjórn samþykkti framkvæmdaleyfisumsókn Skútabergs ehf., til að hefja jarðvinnu á geymslusvæði nr. 19 á Moldhaugahálsi samkvæmt samþykktu deiliskipulagi. Bent er á að hafa verði samráð við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra um mengunarvarnir á svæðinu og skal landeigandi leggja fram áætlun um innra eftirlit til samþykktar hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra áður en framkvæmdaleyfið verður gefið út. Þá er lögð áhersla á að umgengni á svæðinu og ásýnd þess verði góð, sbr. kafla 3.12 í greinargerð deiliskipulagsins, og að frágangi á 1. áfanga geymslusvæðisins (19-A) verði lokið fyrir 1. janúar 2026, þ.á.m. jarðvegsmönum og trjágróðri. Frágangi á öllu geymslusvæðinu (áföngum 19-A, 19-B og 19-C) skal þá jafnframt vera lokið í árslok 2031. Jarðvegsmanir skulu gerðar og trjágróðri komið fyrir (fyrir árslok 2025) til að minnka sjónræn áhrif af starfseminni á svæðinu eins og frekast er kostur, þ.e. af námunni, geymslusvæðinu og öðrum búnaði sem fylgir starfseminni. Með þessari bókun uppfærist tímalína framkvæmda er varðar svæði 19 og ásýnd heildarsvæðisins. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við ofangreind skilyrði.
- g) Í lið 8, Brekkuhús 1 – beiðni um breytingu á deiliskipulagi (2408003)
Fyrir liggja uppfærðar teikningar af Brekkuhúsi 1 vegna beiðni um breytingu á deiliskipulagi en fyrri tillögu var hafnað á fundi sveitarstjórnar 15. ágúst 2024.
Sveitarstjórn samþykkti að þar sem umsóknin er ekki í samræmi við skilmála núverandi deiliskipulags er varðar byggingarmagn þá er umsókninni hafnað.
- h) Í lið 9, Skútar - Moldhaugaháls – umsókn um framkvæmdaleyfi á byggingarreitum 17, 27 og 29 (2410004)
Skútaberg ehf. sækir um framkvæmdaleyfi samkvæmt samþykktu deiliskipulagi Skúta til að setja niður gáma til sorpflokkunar á byggingarreit nr. 17 (gámasvæði). Jafnframt er sótt um framkvæmdaleyfi til að jarðvegsskipta undir bílastæði á byggingarreitum nr. 27 og 29 (bílastæði fyrir bíla, vagna og vinnuvélar).
Sveitarstjórn samþykkti umsóknir um framkvæmdaleyfi til að setja niður gáma til sorpflokkunar á byggingarreit nr. 17 (gámasvæði) og til að jarðvegsskipta á reitum nr. 27 og 29 fyrir bílastæði fyrir bíla, vagna og vinnuvélar, í reglulegri notkun verði samþykktar. Lögð er áhersla á að umgengni á svæðinu og ásýnd þess verði góð, sbr. kafla 3.12 í greinargerð deiliskipulagsins. Jarðvegsmanir skulu gerðar og trjágróðri komið fyrir (fyrir árslok 2025) til að minnka sjónræn áhrif af starfseminni á svæðinu eins og frekast er kostur, þ.e. af námunni, geymslusvæðinu og öðrum búnaði sem fylgir starfseminni. Með þessari bókun uppfærist tímalína framkvæmda er varðar ásýnd heildarsvæðisins. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við ofangreind skilyrði.
- i) Í lið 10, Skútar- Moldhaugaháls – beiðni um breytingu á deiliskipulagi vegna byggingarreita 8, 9, 10 og 11 (2410005)
Skútaberg ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi Skúta þar sem byggingarreitir 8, 9, 10 og 11 yrðu stækkaðir. Byggingarmagn héldist óbreytt.
Sveitarstjórn samþykkti stækkun byggingarreita 8-11 sem óverulega breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn telur að erindið varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og málshefjanda sjálfs og því er fallið frá grenndarkynningu sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kallað verði eftir breytingarblaði deiliskipulagsbreytingarinnar og er skipulagsfulltrúa falið að fullnusta deiliskipulagsbreytinguna þegar fullnægjandi gögn berast.
- j) Í lið 11, Skútar – Moldhaugaháls – beiðni um breytingu á deiliskipulagi vegna byggingarreits 3 (2410006)
Skútaberg ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi Skúta þar sem byggingarreitur nr. 3 yrði lengdur um 3 m. Jafnframt er óskað eftir því að fá að auka byggingarmagn á byggingarreitnum úr 480 m² í 690 m².
Sveitarstjórn samþykkti stækkun byggingarreits 3 og aukningu byggingarmagns sem óverulega breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn telur að erindið varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og málshefjanda sjálfs og því er fallið frá grenndarkynningu sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kallað verði eftir breytingarblaði deiliskipulagsbreytingarinnar og er skipulagsfulltrúa falið að fullnusta deiliskipulagsbreytinguna þegar fullnægjandi gögn berast.
- Fundargerðir afgreiðslufunda SBE frá 79. og 80. fundi
Fundargerðirnar lagðar fram.
- Fundargerð Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar frá 15. fundi
Fundargerðin lögð fram.
- Fundargerð Heilbrigðisnefndar frá 238. fundi
Fundargerðin lögð fram.
- Fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga frá 952. fundi
Fundargerðin lögð fram.
- Fundargerð Almannavarnarnefndar frá 16.10.2024
Fundargerðin lögð fram.
- Fundargerð stjórnar Norðurorku frá 302. fundi
Fundargerðin lögð fram.
- Fundargerð framkvæmdaráðs í málaflokki fatlaðs fólks frá 1. fundi
Fundargerðin lögð fram.
- Markaðsstofa Norðurlands, erindi er varðar Flugklasann Air 66N
Erindið lagt fram.
Sveitarstjórn samþykkti að styrkja verkefnið fyrir árið 2025 um sem nemur 500 kr. á íbúa.
- Vegagerðin, erindi er varðar Hjalteyrarveg 811
Lagt fram erindi frá Vegagerðinni dags. 14.10.2024, þar sem kynnt er fyrirhuguð niðurfelling á kafla Hjalteyrarvegar (811-02) af þjóðvegaskrá. “Um er að ræða 1,0 km langan kafla vegarins á milli Bakkavegar og Hafnarsvæðis. Gert er ráð fyrir að vegkaflinn falli af vegaskrá frá og með 1. desember 2024 og verður veghald hans þá ekki lengur á ábyrgð Vegagerðarinnar frá og með þeim tíma” segir í erindinu. Við meðferð málsins var aflað afstöðu Hafnarsamlags Norðurlands vegna hafnarsvæðisins á Hjalteyri. Þar kemur fram að vegna starfsemi og umferðar um athafnasvæði hafnarinnar sé mikilvægt að ávallt sé gott aðgengi að höfninni við öll skilyrði. Undir þetta tekur sveitarstjórn. Í verksmiðjuhúsunum austast og við enda Hjalteyrarvegar er nokkuð fjölbreytt og umfangsmikil starfsemi, menningar- og ferðatengd. Verksmiðjurnar eru nú sem fyrr hluti af atvinnusvæði sveitarfélagins. Verður að telja það ótækt að Vegagerðin miði við það eitt hvort tiltekin afmörkuð starfsemi eins og hvalaskoðun sé rekin frá svæðinu á einum tíma til annars, svo sem stofnunin vísar til í rökstuðning fyrir áformum sínum. Fullyrða má að ef Vegagerðin leggur af vetrarþjónustu og annað veghald að atvinnusvæðinu við Hjalteyri er með afgerandi hætti unnið gegn nýtingu svæðisins og komið varanlega í veg fyrir að unnt verði að byggja upp og viðhalda starfsemi á svæðinu á heilsársgrunni. Á Hjalteyri er til að mynda í raun eina höfnin í sveitarfélaginu sem raunhæft er að byggð sé upp atvinnustarfsemi og athafnalíf í kringum. Þá er til þess að líta að úrbóta er þörf á Hjalteyrarvegi sem er í afar bágbornu ástandi og viðhaldi hefur ekki verið sinnt. Er ótækt að Vegagerðin afsali sér eignarhaldi og ábyrgð á veginum og veghaldi í því ástandi sem hann er nú. Hvoru tveggja er að bundið slitlag er í mjög vondu ásigkomulagi og öryggisvegrið og frágangur er í óforsvaranlegu ástandi. Við blasir að við þessar aðstæður getur Vegagerðin vart hlaupist undan merkjum og þar með undan ábyrgð á ástandi vegarins, og um leið varpað þeirri ábyrgð yfir á sveitarfélagið.
Sveitarstjórn hafnar alfarið fyrirhuguðum áformum Vegagerðarinnar sem kynntar eru í bréfi hennar frá 14.10.2024 og með því haldist Hjalteyrarvegur óbreyttur á vegaskrá að afleggjara að Búðagötu og felur sveitarstjóra að koma þeim sjónarmiðunum á framfæri við stofnunina.
- Skógræktarfélag Íslands, erindi er varðar vörsluskyldu búfjár
Erindið lagt fram.
- Viðauki 01 og 02 við fjárhagsáætlun 2024
Lögð fram tillaga að viðaukum 01 og 02 við fjárhagsáætlun 2024.
Sveitarstjórn samþykkti viðaukana og gerir viðauki 02 við fjárhagsáætlun ársins 2024 ráð fyrir að rekstrarniðurstaða ársins verði jákvæð sem nemur 54.705 þús.kr. og handbært fé í árslok verði 56.708 þús.kr.
- Fjárhagsáætlun 2025 - 2028, fyrri umræða
Tillaga að fjárhagsáætlun lögð fram og rædd.
Sveitarstjórn samþykkti að vísa tillögunni til síðari umræðu.
- Áskorun til sveitarstjórna varðandi skólastarf
Lagt fram erindi til sveitarstjórna á Norðurlandi eystra frá fulltrúum BKNE, FSNE, FL og FSL.
- Glæsibær, Hagabyggð – aðal- og deiliskipulag áfangi III (2301004)
Fyrir fundinum liggja afgreiðslubréf Skipulagsstofnunar vegna yfirferðar stofnunarinnar á aðal- og deiliskipulagstillögum fyrir Glæsibæ skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sem samþykktar voru í sveitarstjórn Hörgársveitar 4. september sl. Bréfin eru dagsett 24. og 25. október 2024. Í ábendingum stofnunarinnar um aðalskipulagsbreytinguna er bent á að taka verði saman viðbrögð sveitarstjórnar við umsögn Skipulagsstofnunar við athugun fyrir auglýsingu dags. 30. maí 2024. Sveitarstjórn bendir á að umrætt bréf var tekið til umfjöllunar sveitarstjórnar 13. júní sl. þar sem ábendingum Skipulagsstofnunar var svarað. Sveitarstjórn áréttar jafnframt að íbúðarsvæði ÍB2 er ekki skilgreint sem þéttbýli í skipulagstillögunni sem um ræðir sbr. 2. málslið 28. töluliðar 2. gr. skipulagslaga og vísar ábendingu Skipulagsstofnunar í endurskoðun Aðalskipulags Hörgársveitar sem er í vinnslu. Sveitarstjórn samþykkir að umfjöllun um minjar og að kaflinn um Landsskipulagsstefnu í greinargerð aðalskipulagstillögu verði uppfærð m.t.t. ábendinga Skipulagsstofnunar. Í ábendingum stofnunarinnar um deiliskipulagið er bent á að tillagan uppfylli ekki ákvæði d-liðar gr. 5.3.2.5. skipulagsreglugerðar nr 90/2013 vegna fjarlægðar íbúðarhúsa frá vegi. Sveitarstjórn telur að ákvæði umræddrar skipulagsreglugerðar eigi ekki við á svæðinu þar sem ársdagsumferð um Dagverðareyrarveg (vegnr 816) við Hagatún er aðeins um 285 bílar og því lítil hávaða-, loft- og ljósmengun frá umferð. Sveitarstjórn samþykkir að óska undanþágu frá Innviðaráðuneyti frá gr. 5.3.2.5.d. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 vegna fjarlægðar fjögurra byggingarreita í um 70 m fjarlægð frá miðlínu Dagverðareyrarvegar. Jafnframt leggur sveitarstjórn til að bætt verði við skilmálum í deiliskipulagið að mögulegt sé að hafa hljóðvarnir (s.s. jarðvegsmanir) á milli Dagverðareyrarvegar og næstu byggingarreita. Skipulagsstofnun bendir á skörun milli 1., 2. og 3. áfanga deiliskipulags íbúðarbyggðar í landi Glæsibæjar. Sveitarstjórn leggur til að skipulagsmörk áfanganna þriggja verði leiðrétt og telur að breytingin teljist óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. og ekki talin þörf á grenndarkynningu sbr. 44. gr. Sveitarstjórn leggur til að fallið sé frá áætlun um snjósöfnunarsvæði norðan við Hagatún í deiliskipulagstillögunni þar sem reynsla síðustu ára sýnir að snjósöfnunarsvæði sem fyrir eru í aðliggjandi áföngum 1 og 2 duga vel fyrir alla áfangana. Þá samþykkir sveitarstjórn ábendingar Skipulagsstofnunar um að mörk deiliskipulags nái utan um gangstíg sem sýndur er á aflögðum aðkomuvegi sunnan við deiliskipulagið og að vísað verði í gildandi aðalskipulagsuppdrátt í gögnum og felur skipulagshönnuði að uppfæra gögnin m.t.t. ofangreindra ábendinga.
Sveitarstjórn samþykkti breytingu á Aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024 og nýtt deiliskipulagi fyrir 3. áfanga íbúðarbyggðar í Glæsibæ samkvæmt 1. mgr. 32. gr. og 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með ofangreindum breytingum og felur skipulagsfulltrúa að fullnusta gildistöku skipulaganna.
Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 18:45