Sveitarstjórn fundur nr. 172
Sveitarstjórn Hörgársveitar 172. fundur
Fundargerð
Fimmtudaginn 3. október 2024 kl. 17:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.
Fundarmenn: Axel Grettisson oddviti, Jón Þór Benediktsson, Ásrún Árnadóttir, Sunna María Jónasdóttir og Jónas Þór Jónasson
Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri
Þetta gerðist:
- Dysnes, uppbygging og líforkuver
Umræður um aðkomu sveitarfélagsins vegna uppbyggingar Hafnarsamlags Norðurlands á athafnasvæðinu á Dysnesi. Lagður fram tölvupóstur frá Líforkuveri ehf og lagt fram minnisblað lögmanns sveitarfélagsins. Lögmaður sveitarfélagsins Ólafur Rúnar Ólafsson kom til fundar við sveitarstjórn og fór yfir málið.
Sveitarstjórn ítrekar enn og aftur jákvæðni gagnvart verkefninu og lýsir yfir vilja til áframhaldandi viðræðna við þá aðila sem að því koma.
- Fundargerð afgreiðslufundar SBE frá 78. fundi
Fundargerðin lögð fram.
- Fundargerð stjórnar SSNE frá 65. fundi
Fundargerðin lögð fram.
- Fundargerð Heilbrigðisnefndar frá 237. fundi
Fundargerðin lögð fram.
- Fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga frá 65. fundi
Fundargerðin lögð fram.
- Öruggara Norðurland, erindi
Lagt fram erindi þar sem kynnt er svæðisbundið samráð sveitarfélaga og annarra aðila um varnir gegn ofbeldi og öðrum afbrotum á Norðurlandi eystra. Erindinu fylgja drög að samstarfsyfirlýsingu.
Sveitarstjórn samþykkti að Hörgársveit gerist aðili að samstarfinu.
- Valdís Ingibjörg Jónsdóttir, erindi vegna lausagöngu búfjár
Erindið lagt fram.
Sveitarstjórn samþykkti að fela sveitarstjóra og lögmanni sveitarfélagsins að leita lausna með land- og fjáreigendum á svæðinu.
- Laxós ehf, erindi
Erindi til sveitarfélaga við Eyjafjörð varðandi sjókvíaeldi með ófrjóan lax og sértækt skiptieldi með silung og eðlilegan lax. Erindið lagt fram.
Sveitarstjórn Hörgársveitar ítrekar fyrri andstöðu sína við sjókvíaeldi við innanverðan Eyjafjörð.
- Staðarbakki, umsókn um afmörkun byggingarreits fyrir fjárhús
Lagt fram erindi um afmörkun byggingarreits vegna fyrirhugaðrar byggingar fjárhúss. Erindinu fylgir uppdráttur og yfirlýsing allra fasteignaeigenda að Staðarbakka um samþykki.
Sveitarstjórn samþykkti afmörkun byggingarreits fyrir fjárhús í landi Staðarbakka 3 landnúmer L-152410 samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti.
- Fjárhagsáætlun 2025, forsendur og fleira
Farið var yfir forsendur og vinnu við fjárhagsáætlun 2025-2028.
Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 19:50