Sveitarstjórn fundur nr. 171
Sveitarstjórn Hörgársveitar 171. fundur
Fundargerð
Miðvikudaginn 4. september 2024 kl. 17:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.
Fundarmenn: Axel Grettisson oddviti, Jón Þór Benediktsson, Ásrún Árnadóttir, Sunna María Jónasdóttir og Jónas Þór Jónasson
Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri
Þetta gerðist:
- Hraun í Öxnadal
Hanna Rósa Sveinsdóttir stjórnarformaður Hrauns í Öxnadal ehf og Gunnar Már Gunnarsson verkefnastjóri mættu til fundar við sveitarstjórn til umræðna um málefni Hrauns.
- Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 02.09.2024
Fundargerðin er í 6 liðum og þarfnast 2 liðir afgreiðslu sveitarstjórnar.
- a) Í lið 2, beiðni um breytingu á Aðalskipulagi Hörgársveitar vegna Blöndulínu 3 (2308005)
Erindi sem frestað var á seinasta fundi nefndarinnar. Skipulagslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024 vegna Blöndulínu 3 var kynnt milli 1. og 29. júlí sl. og bárust 14 umsagnir á kynningartímabilinu. Skipulagshönnuður mætti á fund nefndarinnar og fór yfir þær athugasemdir og umsagnir sem bárust.
Sveitarstjórn samþykkti að fela skipulagshöfundi að vinna áfram að aðalskipulagstillögu sem hægt verði að kynna á vinnslustigi, út frá þeim umsögnum sem bárust við kynningu skipulagslýsingar og þeirri umræðu sem fram fór á fundi skipulags- og umhverfisnefndar.
- b) Í lið 5, Neðri-Rauðilækur land L212751 – stofnun tveggja nýrra lóða (2408014)
Tryggur ehf. sækir um stofnun tveggja lóða úr norðvestur horni lands Neðri-Rauðalækjar lands (L212751). Sótt er um að lóðirnar fái staðföngin Lundur 1 (stærð 2.961 fermetrar) og Lundur 2 (stærð 2.586 fermetrar). Merkjalýsing unnin af Hákoni Jenssyni dags. 28.08.2024 fylgir erindinu.
Sveitarstjórn samþykkti erindið með því skilyrði að fyrir liggi umboð allra þinglýstra eigenda Neðri-Rauðalæks land (L212751) fyrir stofnun lóðanna og að tryggð verði þinglýst kvöð um aðkomurétt að lóðunum skv. afstöðumynd og eftir samkomulagi við jarðeigendur.
- Glæsibær, Hagabyggð – aðal- og deiliskipulag áfangi III (2301004)
Umræður og afgreiðsla sem frestað var á síðasta fundi sveitarstjórnar.
Lagður fram tölvupóstur frá Vegagerðinni dagsettur 29.8.2024 þar sem fram kemur að ákveðið hafi verið að frumhanna breytingar á gatnamótum Dagverðareyrarvegar (816) og Hringvegar (1) sem er fyrsta skref að breytingum þar til batnaðar og sömuleiðis nauðsynlegt til að meta kostnað við framkvæmdina.
Sveitarstjórn samþykkti að auglýstum aðal- og deiliskipulagstillögum verði breytt eins og fram kemur í afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar frá 13. ágúst 2024 á athugasemdum 1a, 3a, og 3d og samþykkti svo breyttar skipulagstillögur skv. 1. mgr. 32. gr. og 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að fullnusta gildistöku skipulaganna.
- Fundargerð fræðslunefndar frá 03.09.2024
Fundargerðin lögð fram en ekkert í henni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
- Fundargerð afgreiðslufundar SBE frá 77. fundi
Fundargerðin lögð fram.
- Fundargerð stjórnar Norðurorku frá 300. fundi
Fundargerðin lögð fram.
- Hjalteyri ehf. – aðalfundargerð og hlutafjáraukning
Lögð fram aðalfundargerð Hjalteyrar ehf sem og ársreikningur 2023. Þá var kynnt samþykkt sem gerð var á aðalfundinum um hlutafjáraukingu í Hjalteyri ehf þannig að hlutafé verði aukið um 13.146.000,- kr. Hlutaféð er boðið hluthöfum á genginu 1.
Sveitarstjórn samþykkti að Hörgársveit kaupi hlutafé í Hjalteyri ehf. fyrir kr. 3.454.545,- og lýsir yfir áhuga á að kaupa óráðstafað hlutafé fyrir allt að kr. 2.000.000,-.
- UMSE, ósk um viðræður
Lagt fram bréf þar sem óskað er eftir viðræðum um framtíðar samning.
Sveitarstjórn samþykkti að óska eftir fundi með formanni og framkvæmdastjóra UMSE sem og fulltrúum Ungmennafélagsins Smárans til viðræðna um málið.
- Kleifar fiskeldi ehf, erindi vegna lagareldis
Lagt fram bréf þar sem kynnt eru áform um lagareldi m.a. í Eyjafirði auk þess sem fundur um málið föstudaginn 6. september n.k. er kynntur. Lagt fram til kynningar.
Sveitarstjórn Hörgársveitar ítrekar fyrri andstöðu sína við sjókvíaeldi við innanverðan Eyjafjörð.
Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 19:05