Sveitarstjórn fundur nr. 169
Sveitarstjórn Hörgársveitar 169. fundur
Fundargerð
Miðvikudaginn 24. júlí 2024 kl. 08:30 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til auka fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.
Fundarmenn: Axel Grettisson oddviti, Jón Þór Benediktsson, Ásrún Árnadóttir, Sunna María Jónasdóttir og Jónas Þór Jónasson
Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri
Þetta gerðist:
- Fundargerð fjallskilanefndar frá 20.06.2024
Fundargerðin lögð fram.
- Fundargerðir afgreiðslufunda SBE frá 73. og 74. fundi
Fundargerðirnar lagðar fram.
- Fundargerð stjórnar SSNE frá 64. fundi
Fundargerðin lögð fram.
- Fundargerð stjórnar HNE frá 236. fundi
Fundargerðin lögð fram.
- Fundargerðir stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga frá 948, 949 og 950. fundi
Fundargerðirnar lagðar fram.
- Samningur um sameiginlegt þjónustusvæði um málefni fatlaðra,
síðari umræða.
Lögð fram drög að samningi.
Sveitarstjórn samþykkti samninginn og felur sveitarstjóra að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins.
- Erindi frá Landsneti v. Blöndulínu 3
Lagður fram tölvupóstur frá Landsneti til landeigenda á línuleið Blöndulínu 3 í Hörgársveit varðandi fyrirkomulag samninga og greiðslna.
- Flugklasinn, erindi v. fjárstuðnings
Erindið lagt fram. Sveitarstjórn þakkar fyrir samantektina sem fram kemur í erindinu og tekur vel í að haldinn verði sameiginlegur fundur um málið að loknum sumarfríum sveitarstjórna á svæðinu þar sem mismunandi sviðsmyndir í samstarfinu verða ræddar.
- Líforkuver, staða mála og fyrirspurnir
Umræður um stöðu mála og fyrirspurnir er bárust frá Líforkuveri ehf.
Sveitarstjórn ítrekar vilja sinn til þess að líforkuverið rísi á Dysnesi.
- Umsóknir um hagagönguleyfi 2024
Lagður fram listi yfir framkomnar umsóknir um heimild til uppreksturs.
Sveitarstjórn samþykkti að veita leyfi fyrir hagagöngu til eins árs á grundvelli fyrirliggjandi umsókna.
- Samb. ísl. sveitarfélaga, minnisblað v. gjaldfrjálsra skólamáltíða
Lagt fram minnisblað ásamt viðauka um áætluð framlög frá ríkinu á árinu 2024.
Sveitarstjórn samþykkti að skólamáltíðir við Þelamerkurskóla verði gjaldfrjálsar frá ágúst 2024 í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag ríkisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 09:40