Sveitarstjórn fundur nr. 169

24.07.2024 08:30

Sveitarstjórn Hörgársveitar 169. fundur

Fundargerð

Miðvikudaginn 24. júlí 2024 kl. 08:30 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til auka fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

Fundarmenn: Axel Grettisson oddviti, Jón Þór Benediktsson, Ásrún Árnadóttir, Sunna María Jónasdóttir og Jónas Þór Jónasson

Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri

Þetta gerðist:

  1. Fundargerð fjallskilanefndar frá 20.06.2024

Fundargerðin lögð fram.

  1. Fundargerðir afgreiðslufunda SBE frá 73. og 74. fundi

Fundargerðirnar lagðar fram.

  1. Fundargerð stjórnar SSNE frá 64. fundi

Fundargerðin lögð fram.

  1. Fundargerð stjórnar HNE frá 236. fundi

Fundargerðin lögð fram.

  1. Fundargerðir stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga frá 948, 949 og 950. fundi

Fundargerðirnar lagðar fram.

  1. Samningur um sameiginlegt þjónustusvæði um málefni fatlaðra,

síðari umræða.

Lögð fram drög að samningi.

Sveitarstjórn samþykkti samninginn og felur sveitarstjóra að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins.

  1. Erindi frá Landsneti v. Blöndulínu 3

Lagður fram tölvupóstur frá Landsneti til landeigenda á línuleið Blöndulínu 3 í Hörgársveit varðandi fyrirkomulag samninga og greiðslna.

  1. Flugklasinn, erindi v. fjárstuðnings

Erindið lagt fram. Sveitarstjórn þakkar fyrir samantektina sem fram kemur í erindinu og tekur vel í að haldinn verði sameiginlegur fundur um málið að loknum sumarfríum sveitarstjórna á svæðinu þar sem mismunandi sviðsmyndir í samstarfinu verða ræddar.

  1. Líforkuver, staða mála og fyrirspurnir

Umræður um stöðu mála og fyrirspurnir er bárust frá Líforkuveri ehf.

Sveitarstjórn ítrekar vilja sinn til þess að líforkuverið rísi á Dysnesi.

  1. Umsóknir um hagagönguleyfi 2024

Lagður fram listi yfir framkomnar umsóknir um heimild til uppreksturs.

Sveitarstjórn samþykkti að veita leyfi fyrir hagagöngu til eins árs á grundvelli fyrirliggjandi umsókna.

  1. Samb. ísl. sveitarfélaga, minnisblað v. gjaldfrjálsra skólamáltíða

Lagt fram minnisblað ásamt viðauka um áætluð framlög frá ríkinu á árinu 2024.

Sveitarstjórn samþykkti að skólamáltíðir við Þelamerkurskóla verði gjaldfrjálsar frá ágúst 2024 í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag ríkisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 09:40