Sveitarstjórn fundur nr. 168
Sveitarstjórn Hörgársveitar 168. fundur
Fundargerð
Fimmtudaginn 13. júní 2024 kl. 17:30 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar í Bitrugerði.
Fundarmenn: Axel Grettisson oddviti, Jón Þór Benediktsson, Ásrún Árnadóttir, Sunna María Jónasdóttir og Jónas Þór Jónasson
Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri
Þetta gerðist:
- Fundargerð skipulags og umhverfisnefndar frá 11.6.2024
Fundargerðin er í 13 liðum og þarfnast 11 liðir afgreiðslu sveitarstjórnar.
- a) Í lið 1, Undraland – byggingarleyfisumsókn (2403018)
Skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar ákvað á fundi sínum 7. maí sl. að leggja til við húsbyggjanda að hliðra staðsetningu fyrirhugaðs húss á lóðinni Undralandi. Fyrir liggur andsvar húsbyggjanda við ákvörðuninni.
Í andsvari kemur fram að ekki sé hægt að verða við tillögu nefndarinnar um samþykki fyrir hliðrun á húsinu og eftir atvikum lóðarmörkum til austurs.
Sveitarstjórn samþykkti að byggingarreitur haldist óbreyttur miðað við upphaflega umsókn húsbyggjanda.
- b) Í lið 2, Blómsturvellir – beiðni um viðbótar efnislosun (2402005)
Erindi sem frestað var á seinasta fundi þar sem málshefjanda var gefinn kostur á að koma með úrræði til úrbóta vegna athugasemda sem fram komu í grenndarkynningu á viðbótar efnislosun á Blómsturvöllum. Fyrir liggja tillögur að úrbótum.
Sveitarstjórn samþykkti umsókn um efnislosun uppá 10.000 m3 með þeim skilyrðum sem fyrir liggja að úrbótum og að ekki verði heimild fyrir frekara magni.
- c) Í lið 3, Aðalskipulag Skagafjarðar endurskoðun – umsagnarbeiðni (2405003)
Skagafjörður óskar umsagnar Hörgársveitar vegna kynningar skipulags- og matslýsingar fyrir endurskoðun á Aðalskipulagi Skagafjarðar skv. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lýsingin er unnin af VSÓ ráðgjöf, dags apríl 2024 og er umsagnarfrestur til 13. júní næstkomandi.
Sveitarstjórn bendir á að í Aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024 er kveðið á um að nýjar rafmagnslínur í sveitarfélaginu skuli lagðar í jörð og að það ákvæði í skipulagslýsingu Skagafjarðar um að Blöndulína 3 verði annað hvort loftlína eða jarðstrengur samræmist því ekki fyllilega skipulagslýsingu aðlægs sveitarfélags. Ekki verði gerðar aðrar athugasemdir við lýsinguna.
Sveitarstjórn samþykkti að fela skipulagsfulltrúa að koma umsögn í samræmi við ofangreint á framfæri.
- d) Í lið 4, Hringtorg á gatnamótum Hringvegar og Lónsvegar – umsókn um framkvæmdaleyfi (2405005)
Fyrir fundinum liggur erindi frá Vegagerðinni þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi vegna hringtorgs við gatnamót Norðurlandsvegar (Þjóðvegar 1) við Lónsveg. Erindinu fylgja yfirlitsmyndir dags. 22. apríl 2024, ræsateikningar dags. 5. apríl 2024 og þversniðs- og deiliteikningar dags. 15. maí 2024.
Sveitarstjórn samþykkti erindið, enda verði það tryggt að framkvæmdin verði unnin á sem skemmstum tíma og mögulegt er og aðgengi íbúa verði tryggt á framkvæmdatíma. Ásamt því að umferðaröryggi verði í forgangi og tryggt að umferðahraði verði tekinn niður.
- e) Í lið 5, Glæsibær, Hagabyggð – aðal- og deiliskipulag 3. áfanga (2301004)
Fyrir fundinum liggur afgreiðslubréf Skipulagsstofnunar dags. 30. maí 2024 vegna yfirferðar skipulagstillögu fyrir 3. áfanga Hagabyggðar í landi Glæsibæjar fyrir auglýsingu skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í bréfinu koma fram fimm athugasemdir sem varða aðalskipulagstillöguna ein er varðar deiliskipulagstillöguna og fjallar sveitarstjórn um þær í þeirri röð sem á eftir fer:
- athugasemd: Samræmi skipulagstillögu við svæðisskipulag varðandi varðveislu landbúnaðarlands.
Afgreiðsla: Sveitarstjórn bendir á að svæðið sem um ræðir hafi við gildistöku Aðalskipulags Hörgársveitar 2012-2024 verið skilgreint sem skógræktarsvæði og hafi því verið leyst úr landbúnaðarnotum við gildistöku þess skipulags.
2. athugasemd: Úrlausn úr landbúnaðarnotkum skv. jarðalögum.
Afgreiðsla: Sveitarstjórn vísar til afgreiðslu á 1. athugasemd.
3. athugasemd: Samræmi við nýja landsskipulagsstefnu m.t.t. áherslu um loftslagsáhrif.
Afgreiðsla: Sveitarstjórn bendir á að svæðið sem um ræðir sé í u.þ.b. 7 til 10 km akstursfjarlægð frá meginkjarna atvinnu og þjónustu í landshlutanum. Ferðaþörf íbúa á svæðinu teljist því vera hófleg og muni auk þess fara minnkandi með tímanum í takt við uppbyggingu til norðurs frá Akureyri í samræmi við stefnu svæðisskipulags. Sveitarstjórn telur að með því að stækka skipulagssvæðið sé verið að koma til móts við nýja landsskipulagstefnu um loftlagsáhrif svo sem með sameiginlegum veitum og stofnlögnum.
4. athugasemd: Þéttbýlisskilgreining.
Afgreiðsla: Sveitarstjórn áréttar að íbúðarsvæði ÍB2 er ekki skilgreint sem þéttbýli í skipulagstillögunni sem um ræðir sbr. 2. málslið 28. töluliðar 2. gr. skipulagslaga. - athugasemd: Deiliskipulagsgerð.
Um er að ræða aðalskipulagstillögu en ekki deiliskipulag og á athugasemdin því ekki við í þessu tilfelli. Í deiliskipulagi verði hinsvegar leitað mótvægisaðgerða til að mæta þeim athugasemdum sem um er rætt.
6. athugasemd: Samræmi breytingarblaðs við gildandi skipulagsuppdrátt.
Afgreiðsla: Sveitarstjórn samþykkti að breytingarblað aðalskipulags verði leiðrétt í samræmi við athugasemdina.
Sveitarstjórn samþykkti að aðalskipulagstillagan verði uppfærð í samræmi við afgreiðslu á 6. athugasemd og að svo breytt skipulagstillaga verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
- f) Í lið 6, Lón – fjarskiptamastur Íslandsturna á þaki viðbyggingar (2405000)
Íslandsturnar hf. sækja um byggingarleyfi vegna uppsetningar fjarskiptamasturs á viðbyggingu sláturhúss B. Jensen, Lóni.
Sveitarstjórn samþykkti að heimila staðsetningu fjarskiptamasturs á viðbyggingu sláturhúss B.Jensen, Lóni og vísar umsókninni til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
- g) Í lið 7, Skriða – umsókn um breytingu á aðalskipulagi vegna efnistöku (2403023)
Erindi sem frestað var á seinasta fundi: landeigandi Skriðu, Skriðuhestar ehf., óska eftir breytingu á Aðalskipulagi Hörgársveitar á þann hátt að skilgreint verði efnistökusvæði í landi Skriðu á landi sem skilgreint er sem landbúnaðarsvæði í núgildandi aðalskipulagi, samanber meðfylgjandi afstöðumynd og framkvæmdalýsingu, dags. 22.03.2024.
Sveitarstjórn samþykkti að ekki verði veitt heimild fyrir nýrri efnistöku fyrr en skýrsla um úttekt á efnistöku í Hörgársveit í tengslum við endurskoðun aðalskipulags liggur fyrir.
- h) Í lið 8, Gáseyri – umsókn um framkvæmdaleyfi til sandtöku (2401001) Framkvæmdaleyfisumsókn ásamt fylgigögnum frá Gáseyrin ehf. vegna efnistöku að Gáseyri (L152495) við ósa Hörgár, norðan við bæinn Gásir og sunnan landamerkja Skipalóns. Sótt er um leyfi til að taka allt að 50.000 m3 af sandi á 3 árum úr sandnámu á staðnum og er ætlunin að nota efnið við framkvæmdir vegna Dalvíkurlínu 2, Móahverfis á Akureyri o.fl. framkvæmda.
Sveitarstjórn samþykkti að ekki verði veitt heimild fyrir nýrri efnistöku fyrr en skýrsla um úttekt á efnistöku í Hörgársveit í tengslum við endurskoðun aðalskipulags liggur fyrir.
- i) Í lið 10. Beiðni um breytingu á Aðalskipulagi Hörgársveitar vegna Blöndulínu 3 (2308005) Erindi sem frestað var á seinasta fundi nefndarinnar. Lögð fram aðalskipulagslýsing unnin af Landmótun í apríl 2024 vegna undirbúnings Landsnets við lagningu Blöndulínu 3. Jafnframt fylgir yfirlit yfir þær jarðir á leið Blöndulínu 3 þar sem landeigendur hafa staðfest við Landsnet að þeir séu sáttir við legu hennar á sinni jörð.
Sveitarstjórn samþykkti að skipulagslýsingin verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Ásrún Árnadóttir og Jónas Þór Jónasson véku af fundi og tóku Ásgeir Már Andrésson og Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir sæti þeirra á fundinum undir þessu lið .
- j) Í lið 11, Hagabrekka 5 – umsókn um breytingu á deiliskipulagi (2406003)
Steinmar H. Rögnvaldsson sækir um fyrir hönd Böggs ehf. um breytingu á deiliskipulagi íbúðarbyggðar í landi Glæsibæjar. Breytingin tekur til lóðarinnar Hagabrekku 5 (L231692) en sótt er um að fá að byggja 25 fermetra stakstætt gufubað/saunu sunnan við núverandi íbúðarhús, samanber meðfylgjandi aðaluppdrætti. Byggingin nær út fyrir byggingarreit á deiliskipulagi.
Sveitarstjórn samþykkti að óska eftir deiliskipulagsuppdrætti þar sem byggingarreitur fyrir staksætt hús verði sýndur. Erindinu verði vísað í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabilið ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við framkvæmdina. Ef ekki berast andmæli á grennarkynningartímabilinu teljist áformin samþykkt.
- k) Í lið 12, Syðri-Reistará – skráning lóðar (2405002)
Eigandi jarðarinnar Syðri-Reistarár (L152345) sækir um stofnun íbúðarhúsalóðar úr jörðinni sem fengi staðfangið Syðri-Reistará 3. Meðfylgjandi er merkjalýsing unnin af Margréti M. Róbertsdóttur hjá EFLU dags. 06.06.2024. Jafnframt er sótt um byggingarreit fyrir íbúðarhús á lóðinni.
Sveitarstjórn samþykkti erindið, enda verði tryggð kvöð um aðkomurétt að lóðinni skv. afstöðumynd og eftir samkomulagi við jarðeigendur.
Sveitarstjórn samþykkti jafnframt að umsókninni um byggingarreit fyrir einbýlishús á lóðinni Reistará 3 verði vísað í grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabilið ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við framkvæmdina. Ef ekki berast andmæli á grennarkynningartímabilinu teljist áformin samþykkt.
- Fundargerð atvinnu- og menningarnefndar frá 29.05.2024
Fundargerðin lögð fram.
- Fundargerðir kjörstjórnar frá 22.5. og 29.5 2024
Fundargerðirnar lagðar fram.
- Fundargerðir afgreiðslufunda SBE frá 71. og 72. fundi
Fundargerðirnar lagðar fram.
- Fundargerð stjórnar Norðurorku frá 299. fundi
Fundargerðin lögð fram.
- Þinggerð ársþings SSNE 2024
Þinggerðin lögð fram.
- Samningur um sameiginlegt þjónustusvæði um málefni fatlaðra,
síðari umræða.
Drög að samningi lögð fram til síðari umræðu. Afgreiðslu frestað.
- SSNE, samhæfð svæðaskipan farsældarráða
Erindið lagt fram. Sveitarstjórn líst vel á þá hugmynd að svæði farsældarráðs verði hið sama og starfssvæði SSNE.
- Úrvinnslumál og sorphirða
Framhald umræðna frá síðasta fundi. Lagt fram minnisblað sveitarstjóra um hugmyndir að breytingum á úrgangsmálum og söfnun sorps í Hörgársveit.
Sveitarstjórn samþykkti að hefja vinnu við útfærslu á sorphirðu í samræmi við minnisblaðið og umræður á fundinum, með það að markmiði að breytingar taki gildi 1.1.2025.
- Sýslumaðurinn Norðurlandi eystra, umsögn v. rekstrarleyfis gistingar
Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II-B, stærra gistiheimili að Arnarnesi.
Sveitarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti að rekstrarleyfið verði veitt.
- Lánasjóður sveitarfélaga, lánasamningur
Lögð fram drög að lánasamningi og fylgigögn, síðari hluti áætlaðrar lántöku 2024.
Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:
Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 90.000.000,- , með lokagjalddaga þann 20. febrúar 2039, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.
Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til fjármögnunar á framkvæmdum við grunnskóla sveitarfélagsins sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Snorra Finnlaugssyni, sveitarstjora, kt. 210260-3829 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hörgársveitar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Axel Grettisson oddviti vék af fundi og tók Ásrún Árnadóttir við stjórn fundarins.
- Umsókn um launalaust leyfi
Lagt fram erindi frá Ólöfu Hörpu Jósefsdóttur kennara við Þelamerkurskóla þar sem hún sækir um launalaust leyfi frá 1. ágúst 2024 til 31. júlí 2025 vegna annarra starfa.
Sveitarstjórn samþykkti að veita leyfið í samræmi við 4. grein reglna um veitingu launalauss leyfi starfsmanna Hörgársveitar.
Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 19:20