Skipulags- og umhverfisnefnd fundur nr. 86

25.10.2022 08:30

Skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitarfundur

86. Fundargerð

Þriðjudaginn 25. október 2022 kl. 08:30 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins.

Fundarmenn: Jón Þór Benediktsson formaður, Agnar Þór Magnússon varaformaður, Sunna María Jónasdóttir, Ásrún Árnadóttir og Bjarki Brynjólfsson í skipulags- og umhverfisnefnd, Sigríður Kristjánsdóttir skipulagsfulltrú, Vigfús Björnsson byggingarfulltrúi og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri.

 

1. Dalvíkurlína 2

Skipulagstillögu á vinnslustigi var vísað í kynningarferli á síðasta fundi. Tvær athugasemdir bárust. Fundað hefur verið með landeigendum og var farið yfir hvað þar kom fram. Ákveðið að funda með þeim sem sendu inn athugasemdir.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að eftir að fundað verði með þeim sem gerðu athugasemdir, verði vinnu við skipulagsbreytinguna haldið áfram. Nefndin leggur til að áformum Norðurorku um hitaveitulögn frá Arnarholti að sveitarfélagamörkum við Dalvíkurbyggð auk tilheyrandi göngu- og hjólastígs verði bætt við skipulagsverkefnið. Stefnt verði að því að fullmótuð skipulagstillaga liggi fyrir á næsta fundi nefndarinnar.

2. Göngu- og hjólastígur

Umræður um legu stígsins. Unnið verði áfram að verkefninu í tengslum við Dalvíkurlínu 2 og Hjalteyrarlögn við Lónsbakka. Mótuð verði tillaga að legu göngu- og hjólastígs meðfram fyrirhugaðri hitaveitulögn frá Arnarholti að sveitarfélagamörkum við Dalvíkurbyggð.

3. Norðurorka, hitaveitulögn frá Hjalteyri að sveitarfélagamörkum við Dalvíkurbyggð

Lagt fram erindi frá Skipulagsstofnun þar sem óskað er umsagnar um framkvæmdina sem og matskyldu.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að senda umsögn þar sem meðal annars komi fram að Hörgársveit telji framkvæmdina ekki matskylda.

4. Efnistaka í Skriðu, umsókn um framkvæmdaleyfi

Lagt fram erindi þar sem sótt erum framkvæmdaleyfi vegna efnistöku og landmótunar í landi Skriðu. Um er að ræða efnistöku á svæði E8 í aðalskipulagi.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfið verði veitt enda liggi fyrir samþykki allra landeigenda sem eiga hlutdeild í efnistökusvæði E8.

5. Hjalteyrarvegur 16, nafnabreyting umsækjanda

Lagt fram erindi þar sem sótt er um nafnabreytingu á umsókn um lóðina Hjalteyrarvegur 16. En Páll Rúnar Pálsson hefur staðfest að hann hefur fallið frá umsókn sinni.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að í stað Lene Zachariassen og Páli Rúnari Pálssyni, verði Lene Zachariassen kt. 240661-7649 og Nikola Zdenko Peros kt. 200277-2289 skráðir lóðarhafar á lóðinni Hjalteyrarvegur 16, enda verði búið að gefa út byggingarleyfi fyrir hús á lóðinni innan árs frá úthlutun.

6. Arnarholtsvegur 7, umsókn um lóð

Lögð fram umsókn þar sem sótt er um frístundahúsalóðina Arnarholtsveg 7, Hjalteyri.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að Sean Thomasi Fraser kt. 220269-2809 og Sharron Andreu Fraser kt. 020371-3159 verði úthlutuð lóðin nr. 7 við Arnarholtsveg, Hjalteyri.

7. Lækjarvellir 1, breyting á starfsemi

Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn vegna umsókna um byggingarleyfi vegna breyttrar notkunar á tveimur bilum við Lækjarvelli 1. Um er að ræða létta atvinnustarfsemi og verður skráningu breytt úr geymsluhúsnæði í atvinnuhúsnæði.

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við breytinguna.

8. Skipulagsstofnun, bréf vegna endurskoðunar aðalskipulags

Lagt fram erindi frá Skipulagsstofnun með fyrirspurn um áform um endurskoðun aðalskipulags.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að farið verði í endurskoðun aðalskipulags og skipulagsfulltrúa verði falið að svara erindinu.

9. Glæsibær, erindi vegna efnislosunar og landmótunar

Lagt fram erindi frá eigendum Glæsibæjar varðandi efnislosun og landmótun í landi Glæsibæjar.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við þá fyrirhuguðu landmótun í landi Glæsibæjar sem kynnt er í erindinu.

10. Glæsibær 2, umsókn um byggingareit

Lögð fram umsögn sóknarnefndar vegna umsóknar eigenda Glæsibæjar 2 um samþykki við byggingarreit fyrir aðstöðuhús/geymslu á lóðinni Glæsibær 2. Sóknarnefnd setur sig ekki upp á móti fyrirhugaðri framkvæmd enda verði passað er uppá að húsið verði ekki lýti á staðnum og falli að ásýnd kirkjunnar eftir því sem hægt er.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að erindið verði grenndarkynnt. Heimilt er að stytta grenndarkynningartímabil ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki verði gerð athugasemd. Ef ekki koma athugasemdir á grenndarkynningartímabilinu þá telst erindið samþykkt með þeim skilyrðum að veggir verði hvítmálaðir og þak rauðmálað í samræmi við kirkjuna.

11. Hagabyggð, áfangi 3

Kynntar voru hugmyndir sem eigendur Hagabyggðar hafa um frekari uppbyggingu í Glæsibæ. Málið verður til frekari umfjöllunar á næsta fundi nefndarinnar.

12. Útgáfa framkvæmdaleyfa og eftirlit með bakkavörnum

Umræður um bakkavarnir í Hörgá og skilyrði í framkvæmdaleyfum fyrir efnistöku.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að ráðinn verði eftirlitsaðili með efnistöku og bakkavörnum í sveitarfélaginu og samþykkti að við útgáfu framkvæmdaleyfa og við efnistöku úr Hörgá verði alltaf hugað að bakkavörnum hennar.

13. Ofanflóðahætta í Hörgársveit

Umræður um ofanflóðahættur í sveitarfélaginu.

Skipulags- og umhverfisnefnd beinir því til sveitarstjórnar að óskað verði eftir því við Veðurstofuna að Hörgársveit fái kynningu á þeim skýrslum sem til eru um ofanflóðahættur í sveitarfélaginu sem allra fyrst.

 

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 11:25