Skipulags- og umhverfisnefnd, fundur nr. 75

30.08.2021 09:00

Skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar

75. fundur

Fundargerð

Mánudaginn 30. ágúst 2021 kl. 09:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins.

Fundarmenn: Jón Þór Benediktsson formaður, Jóhanna María Oddsdóttir, Ásgeir Már Andrésson, Inga Björk Svavarsdóttir og Agnar Þór Magnússoní skipulags- og umhverfisnefnd, Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri.

1. Tengir, leyfi fyrir ljósleiðara í Bakkaseli

Lögð fram umsókn frá Tengi þar sem sótt er um fyrir hönd Orkufjarskipta að fá að leggja ljósleiðara í gegnum land Bakkasels samkvæmt samningsdrögum og uppdrætti sem fylgja með umsókninni.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að leyfið verði veitt.

2. Umsókn um lóð Hjalteyri

Lögð fram umsókn um frístundahúsalóðina, Arnarholtsveg 7 Hjalteyri.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að Söru Sigmundsdóttur kt. 140593-2229 og David Olaf Stöckel kt. 300387-4389, verði úthlutuð lóðin nr. 7 við Arnarnarholtsveg Hjalteyri.

3. Lónsbakki, deiliskipulag

Framhald umræðu um deiliskipulagstillögu í þéttbýlinu við Lónsbakka.

4. Skútar, deiliskipulag

Framhald umræðu.  Lagt fram uppkast vegna yfirferðar og umsagnar á drögum að deiliskipulagi frá Árna Ólafssyni.  Ákveðið var að halda vinnufund með Árna Ólafssyni næstu daga þar sem farið verður yfir málið.

5. Sveitarfélagið Skagafjörður, umsögn v. aðalskipulags

Lögð fram tillaga að aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 til umsagnar og eða athugasemda.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að senda umsögn varðandi þau atriði þar sem tillagan skarast við aðalskipulag Hörgársveitar.

6. Garðhús í Reynihlíð og Víðihlíð

Rætt um staðsetningu garðhúsa.

Skipulags- og umhverfisnefnd ákvað að miða skuli við að garðhús verði ekki staðsett framan við framlínu íbúðarhúsa.

7.  Umferðarhraði á Hjalteyri

Rætt var um umferðarhraða á Hjalteyri og hugsanlegar aðgerðir til úrbóta með umferðarþrengingum.

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 11:30