Skipulags- og umhverfisnefnd, fundur nr. 73

26.05.2021 08:30

Skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar

73. fundur

Fundargerð

Miðvikudaginn 26. maí 2021 kl. 08:30 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar saman til fundar í Þelamerkurskóla.

Fundarmenn: Jón Þór Benediktsson formaður, Jóhanna María Oddsdóttir, Jónas Þór Jónasson (vm), Ásgeir Már Andrésson og Agnar Þór Magnússon í skipulags- og umhverfisnefnd, Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri.

1. Umhverfisstefna Hörgársveitar

Á fundinn mætti (í fjarfundi) Sif Jóhannesdóttir verkefnisstjóri og farið var yfir lokadrög að umhverfis- og loftslagsstefnu Hörgársveitar.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að umhverfis- og loftlagsstefna Hörgársveitar verði samþykkt.

2. Lóðir við Reynihlíð

Farið var yfir möguleika sem til staðar eru vegna lóðanna Reynihlíð 20-26.

3. Lónsbakki, deiliskipulag

Lagðar fram hugmyndir frá skipulagshöfundi um áframhaldandi skipulag á svæðinu.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að vinna áfram að málinu.

4. Skútar, deiliskipulagsuppdráttur

Lögð fram frekari gögn er varða deiliskipulag fyrir starfssvæði Skútabergs að Skútum.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að vinna áfram með landeigendum að deili-skipulagsbreytingum og óska eftir fullunnum gögnum svo ásýndargreining geti farið fram.

5. Landgræðslan, beiðni um umsögn

Lagt fram erindi þar sem óskað er umsagnar vegna landgræðsluáætlunar. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

6. Stöðuleyfi

Rætt um umsóknir vegna stöðuleyfa.

7. Auðnir, umsókn um sameiningu jarða

Lögð fram umsókn vegna sameiningar jarðanna Bakka og Auðna.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.  Tryggt verði að lóð Bakkakirkju verði afmörkuð með hnitsettum uppdrætti á sér landnúmeri og að nafn kirkjunnar haldi sér sem Bakkakirkja.

8. Tréstaðir, afmörkun byggingarreits

Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir afmörkun byggingarreits.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt enda verði bætt úr misræmi milli uppdráttar og texta.

9. Umhverfisverðlaun Hörgársveitar 2021

Skipulags- og umhverfisnefnd ákvað hver skyldi hljóta verðlaunin í ár.

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 10:55