Skipulags- og umhverfisnefnd, fundur nr. 64

25.08.2020 10:00

Skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar

64. fundur

Fundargerð

Þriðjudaginn 25. ágúst 2020 kl. 10:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar saman til fundar í húsnæði félagsmiðstöðvar í heimavist Þelamerkurskóla.

Fundarmenn: Jón Þór Benediktsson formaður, Jóhanna María Oddsdóttir, Ásgeir Már Andrésson (í fjarfundi), Inga Björk Svavarsdóttir og Agnar Þór Magnússon í skipulags- og umhverfisnefnd, Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

 Fundargerð ritaði Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri.

1. Aðalskipulagsbreytingar

Skipulagsfulltrúi kynnti athugasemd frá Skipulagsstofnun varðandi skógrækt og breytta landnotkun. Skv. tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hörgársveitar sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar 30. apríl 2020 skulu þrjú skógræktarsvæði færð inn á aðalskipulag. Skv. 6. gr. jarðalaga nr. 81/2004 ber að leysa umrædd svæði úr landbúnaðarnotum samhliða skipulagsbreytingu.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að 48 ha svæði í landi Geirhildargarða sbr. uppdrátt af skógræktarsvæði dags. 2018-05-04 sé leyst úr landbúnaðarnotum skv. 6. gr. jarðalaga nr. 81/2004.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að 116,7 ha svæði í landi Engimýri sbr. uppdrátt af skógræktarsvæði sem fylgir umsókn dags. 2017-09-26 sé leyst úr landbúnaðarnotum skv. 6. gr. jarðalaga nr. 81/2004.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að 36,6 ha svæði í landi Grjótgarði sbr. uppdrátt af skógræktarsvæði sem fylgir umsókn dags. 2017-04-11 sé leyst úr landbúnaðarnotum skv. 6. gr. jarðalaga nr. 81/2004.

Jafnframt leggur skipulags- og umhverfisnefnd til við sveitarstjórn að skilyrt verði að umrædd skógræktarsvæði verði girt af.

2. Efnistaka úr Hörgár svæði 2, umsókn um framkvæmdaleyfi

Lögð fram umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku ásamt fylgigögnum, en afgreiðslu var frestað á fundi nefndarinnar í desember 2019.

Nefndin  heldur áfram umfjöllun um umsókn landeigenda Hlaða og Möðruvalla um framkvæmdaleyfi til efnistöku á svæði 2 í Hörgá. Erindinu fylgja öll tilskilin fylgigögn.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt enda samræmist veiting framkvæmdaleyfis samþykktu aðalskipulagi. Skilyrt er að fyrir liggi endurnýjað leyfi frá Fiskistofu.

Leyfið gildi fyrir 45.000 m3 og efnistöku skal lokið og efnið farið af svæðinu fyrir 1. október 2022.

3. Efnistaka úr Hörgár svæði 6, umsókn um framkvæmdaleyfi

Lögð fram umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku ásamt fylgigögnum, en afgreiðslu var frestað á fundi nefndarinnar í desember 2019.

Nefndin  heldur áfram umfjöllun um umsókn landeigenda Krossastaða, Auðbrekku, Hólkots og Laugalands um framkvæmdaleyfi til efnistöku á svæði 6 í Hörgá. Erindinu fylgja öll tilskilin fylgigögn.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt enda samræmist veiting framkvæmdaleyfis samþykktu aðalskipulagi. Skilyrt er að fyrir liggi endurnýjað leyfi frá Fiskistofu.

Leyfið gildi fyrir 85.000 m3 og efnistöku skal lokið og efnið farið af svæðinu fyrir 1. október 2022.

4. Steðji lóð 7 við götu C, breyting á húsagerð

Lögð fram umsókn og fylgigögn þar sem óskað er eftir breytingu frá húsagerð frá því sem skilyrt er í deiliskipulagi og hús með einhalla þaki verði leyft á lóðinni nr 7. við götu C.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt og heimilað verði að víkja frá skipulagsskilmálum þannig að hús lendi að hluta utan byggingarreits, mænisstefna verði NV-SA og að þakið verði einhalla. Skipulagsnefnd telur að breytingin uppfylli skilyrði um óverulega deiliskipulagsbreytingu í 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga og að falla skuli frá grenndarkynningu skv. 3. gr. 44. gr. sömu laga.

5. Umsókn um lóðina Búðagata 4, Hjalteyri

Umsóknin lögð fram.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að úthluta lóðinni Búðagata 4, Hjalteyri til Ragnheiðar Ólafsdóttur kt. 150255-4309.

6. Umsókn um lóðina Búðagata 2, Hjalteyri

Umsóknin lögð fram.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að úthluta lóðinni Búðagata 2, Hjalteyri til Dagmars Þorsteinsdóttur kt. 200975-4999 og Magnúsar J Magnússonar kt. 070273-3229.

7. Skógrækt í landi Hallfríðarstaða, umsókn um framkvæmdaleyfi

Umsóknin lögð fram ásamt fylgigögnum

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði heimilt að gefa út framkvæmdaleyfi enda liggi fyrir jákvæð umsögn Minjastofnunar.

8. Brekkuhús 15b, breyting

Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild til byggingar vindfangs við Brekkuhús 15b.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að erindinu verði vísað í grenndarkynningu samkv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9. Norðurorka, umsókn um framkvæmdaleyfi

Lögð fram umsókn ásamt fylgigögnum þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðra framkvæmda á vegum Norðurorku í Skjaldarvík.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði heimilt að gefa út framkvæmdaleyfi.

10. Ytri-Bakki, byggingareitur

Lögð fram umsókn þar sem óskað er heimildar til að byggja íbúðarhús í landi Ytri-Bakka.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að umbeðinn byggingareitur samkv. meðfylgjandi uppdrætti verði samþykktur.

Jón Þór Benediktsson vék af fundi undir þessum lið.

11. Sveitarfélagið Skagafjörður, beiðni um umsögn

Lögð fram ósk um umsögn við vinnslutillögu að aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við vinnslutillöguna.

12. Vegagerðin, Hörgárdalsvegur umsókn um framkvæmdaleyfi

Lögð fram umsókn um framkvæmdaleyfi vegna nýbyggingar Hörgárdalsvegar (815) frá Hólkoti að Skriðu.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði heimilt að gefa út framkvæmdaleyfi, enda liggi fyrir leyfi Fiskistofu.  Áréttað er að verki loknu verði vel gengið frá efnistökusvæðum og umhverfi vegarins í samræmi við núverandi gróður á svæðinu.

13. Skipulagsstofnun - Blöndulína 3 – beiðni um umsögn

Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun ásamt tillögu að matsáætlun frá Landsneti. Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa að umsögn sem var til umfjöllunar á fundinum.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að meðfylgjandi umsögn verði send Skipulagsstofnun.

14. Tréstaðir, orlofshús lóð

Lagt fram erindi þar sem sótt er um heimild til að deiliskipuleggja lóðina.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.

15. Efnisnámur í sveitarfélaginu - framkvæmdaleyfi

Fram hefur komið að efnisflutningur úr námum, án framkvæmdaleyfa fyrir efnisflutningum út fyrir land námanna, hefur farið fram. Slíkur efnisflutningur GBL 17 ehf úr efnisnámu í Glæsibæ var m.a. stöðvaður með atbeina lögmanns þann 21. ágúst sl.  

Skipulags- og umhverfisnefnd lítur slíkt mjög alvarlegum augum og bendir sveitarstjórn á, að ef til slíkra brota kemur hefur sveitarstjórn heimild til riftunar á framkvæmdaleyfi og að efnisflutningar úr leyfislausum námum er brot á lögum og reglum.

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 13:00