Skipulags- og umhverfisnefnd, fundur nr. 59

20.08.2019 09:00

Skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar

59. fundur

Fundargerð

Þriðjudaginn 20. ágúst 2019 kl. 9:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

Fundarmenn: Jón Þór Benediktsson formaður, Ásgeir Már Andrésson, Jóhanna María Oddsdóttir, Agnar Þór Magnússon og Inga Björk Svavarsdóttir í skipulags- og umhverfisnefnd, Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri.

1. Glæsibær, skipulag

Farið var yfir stöðu mála eftir fund með landeigendum. Lagt fram minnisblað um þróun og uppbyggingu í landi Glæsibæjar.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að áfram verði unnið að samningum við landeigendur um uppbyggingu og þjónustu.  Lögð verði áhersla á að aðalskipulagsbreyting verði í tveimur aðskildum áföngum með vísan til umsagnar svæðisskipulagsnefndar og Skipulagsstofnunar.

2. Bitra, erindi vegna landskipta

Lagt fram erindi ásamt uppdrætti þar sem óskað er eftir heimild til að stofna lóðir út úr Bitru, lnr.152462.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að heimilað verði samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti að:

a)    Stækka lóð nr. 179822 úr 3.330 m2 í 7.133 m2 sem fái nafnið Bitra 4

b)    Stofna nýja lóð að stærð 5.359 m2 sem fái nafnið Bitra 5

c)     Stofna nýja lóð að stærð 7.144 m2 sem fái nafnið Bitra 3.

Nefndin bendir á að reglugerð um eldishús nr. 520/2015 setur byggingarheimildum skorður á umræddri landareign.

3. Skógar, erindi vegna landskipta

Lagt fram erindi ásamt uppdrætti þar sem óskað er eftir heimild til að stofna nýjar lóðir út úr Skógum, lnr.152536.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að heimilað verði samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti að:

d)    Stofna nýja lóð að stærð 5.206 m2 sem fái nafnið Skógar 2.

e)    Stofna nýja lóð að stærð 7.752 m2 sem fái nafnið Heiðarlundur, en fer fram á að kvaðir um aðkomu og lagnaleiðir verði þinglýstar á umlykjandi land samhliða stofnun.

4. Efnistaka úr Hörgá, erindi vegna skilamála í framkvæmdaleyfi

Lagt fram erindi frá Þverá golf ehf, þar sem sótt er um breytingu á framkvæmdaleyfi vegna efnistöku á svæði 9 í Hörgá. Sótt er um heimild til að moka úr áreyrum á lokunartímabili sem stendur til 30.september.  Jafnframt er lögð fram umsögn Veiðifélags Hörgár frá 6. ágúst 2019 og umsögn Fiskistofu dags.19. ágúst 2019.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að umsókninni verði hafnað.

5. Syðra-Brekkukot, bréf Skipulagsstofnunar

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar og fór skipulagsfulltrúi yfir málið.

Skipulags- og umhverfisnefnd fjallaði um innkomið erindi og felur skipulagshönnuði að hafa hliðsjón af þeim athugasemdum sem fram komu við vinnslu skipulagstillögu.

6. Arnarholtsvegur 7 og 9, umsóknir um lóðir

Lagðar fram umsóknir um lóðirnar.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að ganga til samninga við Jón Ólafsson kt. 251160-2529 um úthlutun frístundahúsa lóðanna nr. 7 og 9 við Arnarholtsveg. 

7. Byggingarleyfi, hugmyndir um breytingar á skipulagi afgreiðslu leyfa

Skipulagsfulltrúi fór yfir málið með nefndinni, en hugmyndir eru uppi um breytingu á skipulagi.

Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í hugmyndir um breytingu á afgreiðslu leyfa og hvetur sveitarstjórn til að vinna að málinu þannig að innleiða megi nýtt fyrirkomulag um áramót.

8. Örnefni, leiðbeiningar handa sveitarfélögum

Erindið lagt fram til kynningar.

9. Akureyrarbær, beiðni um umsögn

Lögð fram beiðni um umsögn á tillögu að breytingum við Glerárskóla, Akureyri.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við breytinguna.

10. Ytri-Bakki skemma, erindi um afmörkun lóðar

Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir að heimila byggingarreit undir skemmu í landi Ytri-Bakka lnr. 186558 samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.

Jón Þór Benediktsson vék af fundi undir þessum lið.

11. Moldhaugar, Berghóll, skipulagsbreyting

Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild til að deiliskipuleggja lóð úr landi Moldhauga (L223520 – 7286m2).

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að fresta afgreiðsu og óska eftir fundi með umsækjanda.

12. Moldhaugar, skemma, skipulagsbreyting

Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir deiliskipulagsbreytingu á gildandi deiliskipulagi athafnasvæðis á Moldhaugnahálsi. Óskað er eftir að byggingarreitur fyrir skemmu verði fluttur ca. 200m til austurs, byggingarmagn aukið úr 1.000 í 1.200 fm. og umfang byggingareits verði 24x50 metrar í stað 20x50 m.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að heimilað verði minni háttar deiliskipulagsbreyting sbr. 1.og 2.  málsgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 og fallið verði frá grenndarkynningu á grundvelli 3. málsgr. 44 gr. sömu laga.

Lagður verði fram uppfærður uppdráttur.

13. Blöndulína 3

Rætt var um vinnu við skipulagslega meðferð á legu á Blöndulínu 3 og skipun starfshóps.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að skipaður verði starfshópur sem fyrst sem skili af sér áliti í upphafi næsta árs.

14. Akureyrarbær, beiðni um umsögn, Krossaneshagi

Lögð fram beiðni um umsögn á tillögu að breytingum Krossaneshaga, Akureyri.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að í umsögn komi fram áhyggjur af mengun frá væntanlegu iðnaðarsvæði og nálægð þess við friðlýstan fólkvang í Krossanesborgum.

15. Garðshorn Þelamörk, umsókn um stöðuleyfi

Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir tímabundnu stöðuleyfi fyrir 40 fm. sumarhús á hlaðinu í Garðshorni.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt og byggingarfulltrúa verði falið að gefa út stöðuleyfi.

Agnar Þór Magnússon vék af fundi undir þessum lið.

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 11:40