Skipulags- og umhverfisnefnd, fundur nr. 57
Skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar
57. fundur
Fundargerð
Mánudaginn 29. apríl 2019 kl. 9:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.
Fundarmenn: Jón Þór Benediktsson formaður, Ásgeir Már Andrésson, Jóhanna María Oddsdóttir, Agnar Þór Magnússon og Jónas Þór Jónasson (vm) í skipulags- og umhverfisnefnd, Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri.
1. Aðalskipulag Hörgársveitar
Lögð var fram tillaga að skipulagslýsingu. Skipulagsfulltrúi fór yfir lýsinguna með nefndinni.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að fram fari kynning á skipulagslýsingu samkv. 1. málsgr. 30. greinar skipulagslaga nr.123/2010.
2. Glæsibær, skipulag
Skipulagsfulltrúi fór yfir stöðu mála.
3. Umsókn um á framkvæmdaleyfi vegna malarnáms í Hörgá á svæði 6.
Lögð fram umsókn frá landeigendum á svæði 6, ásamt fylgigögnum.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar þar sem öll gögn liggja ekki fyrir.
4. Norðurorka, Hjalteyrarlögn umsókn um aðalskipulagsbreytingu
Lagt fram svar Skipulagsstofnunar um óverulegar aðalskipulagsbreytingar sem lýtur að breyttri legu aðveituæðar frá Hjalteyri milli Óss og Skipalóns.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að framkvæmd verði óveruleg breyting á aðalskipulagi samkv.2. málsg. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 enda fellur breytingin að viðmiðum sem lýst er í gr. 4.8.3. í skipulagsreglugerð nr. 90 frá 2013.
5. Ytri-Bakki, deiliskipulag
Auglýsingatíma er lokið, Nefndin fjallaði um erindi sem barst á auglýsingartímabili deiliskipulagstillögu fyrir Ytri-Bakka sem lauk 26. apríl s.l. Eitt erindi barst og afgreiðir nefndin það á eftirfarandi hátt:
Sendandi Vegagerðin
Athugasemd: Sendandi ítrekar athugasemd sem gerð var við skipulagslýsingu vegna útfærslu vegamóta þar sem heimreið að Ytri-Bakka kvíslast í tvennt. Sendandi bendir á að umrædd vegamót séu ekki samkvæmt kröfum í dag og geta skapað hættu. Sendandi fer fram á að vegamótin verði útfærð á þann hátt að þau uppfylli öryggiskröfur, en ella að vegamótunum verði hliðrað út fyrir mörk skipulagssvæðis svo úrbætur á vegamótunum síðar muni ekki kalla á deiliskipulagsbreytingu.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn skipulagsmörkum verði hnikað til svo að umrædd vegamót lendi utan skipulagssvæðis, en með því móti verða breytingar á gatnamótunum seinna meir ekki skipulagsskyld framkvæmd.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að að skipulagsfulltrúa verði falið að láta breyta skipulagstillögu eins og ofan greinir og fullnusta gildistöku skipulagsins samkv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Jón Þór Benediktsson vék af fundi undir þessum lið.
6. Syðra-Brekkukot, ósk um gerð deiliskipulags
Lögð fram tillaga að skipulagslýsingu.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að fram fari kynning á skipulagslýsingu samkv. 2. málsgr. 40. greinar skipulagslaga nr.123/2010.
7. Lónsbakki, umræður um deiliskipulag
Lagðar fram til skoðunar hugmyndir skipulagshöfundar að breytingu á lóðunum nr. 17 og 19 við Reynihlíð úr raðhúsalóðum í einbýlishúsalóðir.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að vinna málið áfram í samræmi við framlagðar hugmyndir.
8. Syðri-Bakki, umsókn um stækkun lóðar
Lagt fram erindi frá eiganda jarðarinnar, Ríkiseignum þar sem óskað er eftir stækkun á tveimur lóðum á l.nr.221588 og l.nr. 222186 samkvæmt uppdrætti.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að samykkja breytingu á stærð lóðanna með l.nr.221588 og l.nr. 222186 samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti.
9. Engimýri, umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar
Lögð fram umsókn ásamt fylgigögnum um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar að Engimýri l.nr. 152435.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfið verði veitt. Mælst verði til þess að skógræktarsvæðið verði afgirt.
10. Norðurorka, umsókn um gerð deiliskipulags á vinnslusvæði Hjalteyri
Lögð fram umsókn ásamt fylgigögnum þar sem óskað er heimildar til gerðar deiliskipulags á vinnslusvæði Norðurorku á Hjalteyri.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að heimild verði veitt til að deiliskipuleggja svæðið og að skipulagslýsing verði lögð fram.
Agnar Þór Magnússon vék af fundi.
11. Meltunga, umsókn um byggingarreit
Lögð fram umsókn vegna byggingareits fyrir aðstöðuhýsi/gestahýsi í landi Meltungu l.nr. 224563.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að heimila byggingarreitinn samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti enda verði aflað viðeigandi undanþágu vegna fjarlægðarmarka.
12. Björg, umsókn um byggingarreit
Lögð fram umsókn vegna byggingareits fyrir að Björgum lóð l.nr. 199944.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að heimila byggingareitinn fyrir gestahús.
13. Umsókn um heimild til skottsölu Hjalteyri
Lögð fram umsókn um heimild til skottsölu í landi Hjalteyrar sumarið 2019.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að heimildin verði veitt enda verði starfsemin í sátt við aðra þjónustu sem fyrir er á svæðinu.
14. Skógarhlíð 13, frávik frá deiliskipulagi
Skipulagsfulltrúi kynnir ósk um breytingar á skilmálum lóðarinnar Skógarhlíð 13, þar sem óskað er eftir að fá að byggja 333 fm. hús, en deiliskipulag gerir ráð fyrir 300 fm. húsi.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að fallist verði á það frávik frá deiliskipulagi sem fram kemur í erindi sendanda á grundvelli gr. 5.8.4. í skipulagsreglugerð 90/2013.
15. Reynihlíð 15, umsókn um lóð
Lóðin var auglýst á heimasíðu sveitarfélagsins og í N4 dagskránni og rann umsóknarfrekstur út 23.4.2019. Ein umsókn barst, frá Bögg ehf.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn í samræmi við gr. 3.2 í reglum um lóðaúthlutanir að ganga til samninga við Bögg ehf um uppbyggingu á lóðinni nr.15 við Reynihlíð.
16. Akureyrarbær, kynning á aðalskipulagsbreytingu Krossaneshagi
Lagt fram erindi frá Akureyrarbæ þar sem kynnt aðalskipulagsbreytingin er kynnt.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við breytinguna.
17. Syðri-Bakki, umsókn um byggingarreit fyrir gróðurhús
Lögð fram umsókn frá eiganda Syðri-Bakka l.nr.221588 ásamt fylgigögnum.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.
18. Umsókn um lóð Hjalteyri fyrir bátahúsið
Lögð fram umsókn ásamt fylgigögnum frá Samúel Björnssyni og Örnu Einarsdóttur um að fá lóð á Hjalteyri fyrir svokallað “Bátahús” sem stendur á Akureyri og hefur stöðuleyfi þar til 1.7.2019.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að gengið verði til samninga við umsækjendur um lóðina.
19. Þjóðskrá Íslands, erindi er varðar staðföng
Erindið var til umræðu á síðasta fundi og upplýsti skipulagsfulltrúi um vinnu við lagfæringu á staðföngum.
Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 11:45