Skipulags- og umhverfisnefnd, fundur nr. 55
Skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar
55. fundur
Fundargerð
Þriðjudaginn 11. desember 2018 kl. 9:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.
Fundarmenn: Jón Þór Benediktsson formaður, Ásgeir Már Andrésson, Agnar Þór Magnússon, Jóhanna María Oddsdóttir og Inga Björk Svavarsdóttir í skipulags- og umhverfisnefnd, Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri.
1. Deiliskipulag Lónsbakka, breytingar
Skipulagshöfundur mætti á fundinn og fór yfir ásamt skipulagsfulltrúa, þær breytingar sem lagt er til að gerðar verði á deiliskipulaginu.
a) Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að
framlagðar tillögur að breytingum á deiliskipulagi við Reynihlíð og Víðihlíð sem fram koma á skjali merkt deiliskipulag Lónsbakka blað 03. dags. 11.12.2018 verði samþykktar sem óveruleg breyting í samræmi við 43. grein skipulagslaga 2. málsgr. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að fallið verði frá grenndarkynningu á breytingunum með vísan til 3. málsgr. 44 greinar skipulagslaga.
b) Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að
framlögð tillaga að breytingu á lóð fyrir fráveitumannvirki sem fram kemur á skjali merkt deiliskipulag Lónsbakka blað 04. dags. 10.12.2018 verði samþykkt sem óveruleg breyting í samræmi við 43 grein skipulagslaga 2 málsgr. Breytingin verði grenndarkynnt lóðarhafa nr.16 við Skógarhlíð.
c) Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að framlögð tillaga að breytingu á lóð fyrir leikskólann Álfastein sem fram kemur á skjali merkt deiliskipulag Lónsbakka blað 05. dags. 11.12.2018 verði samþykkt sem óveruleg breyting í samræmi við 43 grein skipulagslaga 2 málsgr.
2. Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna malarnáms í Hörgá í landi Hlaða og Möðruvalla
Lögð fram umsókn f.h. landeigenda Hlaða og Möðruvalla ásamt uppdrætti.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að fresta afgreiðslu málsins þar til frekari gögn liggja fyrir.
3. Umsókn um framkvæmdaleyfi frá Norðurorku vegna Hjalteyrarlagnar
Lögð fram umsókn ásamt uppdrætti.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að fresta afgreiðslu málsins þar sem tilgreind lagnaleið er ekki á aðalskipulagi sveitarfélagsins.
4. Umsögn um tilkynnt skógræktaráform í Engimýri
Lagt fram erindi frá Skipulagsstofnun þar sem óskað er umsagnar vegna fyrirhugaðrar skógræktar í landi Engimýrar.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að gefin verði jákvæð umsögn um skógrækt í Engimýri. Skipulagsfulltrúa verði falið að senda umsögnina til Skipulagsstofnunar.
5. Aðalskipulag Hörgársveitar
Lagt fram yfirlit frá formanni yfir þær lagfæringar sem þarf að gera á aðalskipulagi.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að ekki verði farið í formlega endurskoðun á aðalskipulagi Hörgársveitar heldur verið ráðist í tilteknar breytingar.
6. Lóðir Reynihlíð
Lögð fram drög að samningum um lóðir í 1.áfanga.
7. Fjárhagsáætlun 2019
Lagðar fram og kynntar þær tillögur er varða þá málaflokka sem heyra undir nefndina.
8. Umhverfisverðlaun Hörgársveitar
Skipulags- og umhverfisnefnd ákvað hverjir muni fá umhverfisverðlaun Hörgársveitar 2018.
Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 11:56