Skipulags- og umhverfisnefnd, fundur nr. 54
Skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar
54. fundur
Fundargerð
Mánudaginn 22. október 2018 kl. 9:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.
Fundarmenn: Jón Þór Benediktsson formaður, Ásgeir Már Andrésson, Agnar Þór Magnússon Sigríður Guðmundsdóttir (vm) og Jónas Þór Jónasson (vm) í skipulags- og umhverfisnefnd, Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri.
1. Byggingareitur fyrir borholuhús Arnarholti
Lögð fram umsókn frá Norðurorku þar sem óskað er eftir heimild fyrir byggingarreit fyrir borholuhúsi mhl.04 á lóðinni nr. L195514 Arnarholti sbr. meðfylgjandi afstöðumynd.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að heimila byggingarreit fyrir borholuhúsi mhl. 04 á lóðinni nr. L195514 Arnarholti sbr. meðfylgjandi afstöðumynd, en í framhaldinu verði farið fram á að svæðið verði deiliskipulagt.
2. Aðalskipulag Hörgársveitar
Umræður um lagfæringu á aðalskipulagi í framhaldi af samþykkt á síðasta fundi nefndarinnar. Nefnarmönnum afhent útprentuð greinargerð aðalskipulags. Ákveðið að nefndarmenn og starfsmenn listi upp fyrir næsta fund þau atriði sem þurfa lagfæringar.
3. Lóðir Reynihlíð
Lögð fram erindi frá þremur aðilum þar sem þeir leita samkomulags við Hörgársveit vegna uppbyggingar í 1. áfanga Reynihlíðar, Lónsbakka.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn í samræmi við gr. 3.4 í reglum um lóðaúthlutanir að ganga til samninga við eftirtalda aðila um upp-byggingu á lóðum í 1. áfanga Reynihlíðar:
a) Bögg ehf. vegna parhúslóða við Reynihlíð 2,4,6,8,10 og 12
b) ÁK smíði ehf vegna fjölbýlishúsalóða við Reynihlíð 9,11 og 13.
c) Byggingarfélagið Mími og Helga Snorrason vegna raðhúsalóða við Reynihlíð 14,16 og 18.
Ásgeir Már Andrésson vék af fundi við afgreiðslur liðar 3.b.
4. Erindi frá íbúum Birkihlíð 3
Lagt fram erindi frá íbúum í Birkihlíð 3 þar sem þau lýsa yfir áhyggjum sínum á að fyrirhugaðar framkvæmdir við Reynihlíð hafi áhrif á lóðir sem fyrir eru í hverfinu við Lónsbakka.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að álit hönnuðar hverfisins verði fengið á málinu.
5. Erindi frá eigendum Ægisgarðs, Hjalteyri
Lagt fram erindi þar sem áform um uppsetning garðhúss undir 15 fm að Ægisgarði eru kynnt.
Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 10:25