Skipulags- og umhverfisnefnd, fundur nr. 52
Þriðjudaginn 10. júlí 2018 kl. 10:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.
Fundarmenn: Jón Þór Benediktsson formaður, Agnar Þór Magnússon, Jóhanna María Oddsdóttir, Ásgeir Már Andrésson og Inga Björk Svavarsdóttir í skipulags- og umhverfisnefnd, Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri.
1. Erindisbréf nefndarinnar, ákvörðun um fundartíma
Lagt fram erindisbréf skipulags- og umhverfisnefndar og rætt um fundartíma nefndarinnar.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að reglulegir fundardagar nefndarinnar verði á mánudögum kl. 09:00 í sömu viku og reglulegir sveitarstjórnarfundir, annan hvorn mánuð. Jafnframt mælir nefndin með því við sveitarstjórn að í erindisbréfinu verði tilvitnanir í lög og reglugerðir uppfærðar.
2. Breytingar á aðalskipulagi vegna Glæsibæjar
Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir stöðu mála í framhaldi af samþykkt sveitarstjórnar frá 14.6.2018, en óskað hefur verið eftir umsögn ráðunautar hjá RML um viðkomandi land þar sem leggja skal mat á stærð lands, staðsetningu lands, ræktunarskilyrði, ræktun sem þegar er þar stunduð eða er fyrirhuguð og hvort breyting á landnotkun hafi áhrif á aðliggjandi landbúnaðarsvæði.
3. Efnistaka Spónsgerði,umsögn til Skipulagsstofnunar vegna matskyldu
Sveitarstjórn samþykkti þann 14.6.2018 að umrædd framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum og fól skipulags- og byggingarfulltrúa að senda umsögn þar af lútandi til Skipulagsstofnunar. Skipulags- og byggingarfulltrúi lagði fram drög að umsögn sem unnin var á grundvelli samþykktar sveitarstjórnar.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti umsögnina og fól sveitarstjóra að senda hana til Skipulagsstofnunar.
4. Hlaðir - efnistaka, framkvæmdaleyfi
Lögð fram umsókn frá Skútabergi ehf og landeigendum að Hlöðum um framlengingu á framkvæmdaleyfi frá 2015 þar sem veitt var leyfi til efnistöku á 49.900 m3 af efni í landi Hlaða, en gildistími framkvæmdaleyfisins er útrunninn. Jafnframt var lögð fram afstöðumynd af efnistökusvæðinu og upplýsingar um þegar tekið magn sem er um 24.000 m3.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti með vísan til samþykktar sveitstjórnar frá 20. mars 2013, að leggja til við sveitarstjórn að framlengja framkvæmdaleyfið í eitt ár til 31.12.2018.
5. Þverá Hörgársveit, stofnun lóða
Lögð fram umsókn frá landeigendum að Þverá í Hörgársveit þar sem sótt er um stofnun tveggja lóða á Þverá Hörgársveit samkvæmt meðfylgjandi hnitsettum uppdrætti.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að heimilt verði að stofna tvær lóðir að Þverá Hörgársveit samkvæmt meðfylgjandi hnitsettum uppdrætti, þ.e. undir íbúðarhús (Þverá 2) 2157722 nr 3 0101 og sambyggð geymsla 2157722 nr. 17 stærð lóðar 1.052 fm. Frístundalóð (Þverá 3) 2157722 nr. 20 0101 fyrir sumarhús að stærð 1,46 ha. Fyrirvari verði gerður um kvaðir er varðar aðgengi og lagnarétt fyrir nýstofnaðar lóðir.
6. Byggingaáform í landi Óss-landspildu D
Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir stöðu mála varðandi byggingaráform í landi Óss-landspildu D. Uppdrættir hafa verið lagðir fram til byggingarfulltúa en eru ekki tilbúnir til samþykktar.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að framkvæma grenndarkynningu þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
7. Ytri-Bakki gestahús, heimild til deiliskipulagsgerða
Lagt fram erindi ásamt uppdráttum þar sem sótt er um stöðuleyfi til eins árs fyrir tveim bjálkahúsum í landi Ytri-Bakka D-lóð nr 186560. Jafnframt er óskað eftir heimild til að vinna deiliskipulag á lóðinni til frambúðar.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að vísa umsókn um stöðuleyfi í grenndar-kynningu ásamt því að veita heimild til að vinna að deiliskipulagi á lóðinni nr. 186560.
Jón Þór Benediktsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
8. Umsókn um stöðuleyfi Mið-Samtúni
Lögð fram frekari gögn í framhaldi af samþykkt frá síðasta fundi nefndarinnar.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að vísa umsókn um stöðuleyfi í grenndarkynningu enda telur nefndin að um hagsmuni nærliggjandi lóðarhafa sé að ræða.
Inga Björk Svavarsdóttir vék af fundi undir þessum lið.
9. Umsókn um stöðuleyfi Hallgilsstöðum
Lögð fram frekari gögn í framhaldi af samþykkt frá síðasta fundi nefndarinnar.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að veita stöðuleyfi á gámaeiningum til geymslu til eins árs sem staðsettir verði vestan við skemmuhús. Verði áform um varanlega staðsetningu að ræða að þeim tíma loknum skal sækja um lögboðin leyfi. Nefndin telur sýnt að umsóknin varði ekki hagsmuni annarra en umsækjanda og sveitarfélagsins og því skuli umsókninni ekki vísað í grenndarkynningu.
Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 12:14