Skipulags- og umhverfisnefnd, fundur nr. 51

09.05.2018 10:00

Miðvikudaginn 9. maí 2018 kl. 10:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

Fundarmenn: Jón Þór Benediktsson formaður, Jóhanna María Oddsdóttir og Stefán Magnússon (vm) í skipulags- og umhverfisnefnd, Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri.

  1. Deiliskipulag Hjalteyrar
    Skipulagshöfundur Árni Ólafsson mætti til fundar við nefndina.  Skipulagsfulltrúi og skipulagshöfundur fóru yfir þær athugsemdir sem bárust frá Skipulagsstofnun og lagðar voru fram tillögur að svörum við þeim.
    Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að gerðar verði þær lagfæringar á skipulagsuppdrætti og greinargerð sem fram koma í fylgiskjali fundargerðar og að skipulagsfulltrúa verði falið að senda Skipulagsstofnun deiliskipulag Hjalteyrar svo breytt.

  2. Breytingar á aðalskipulagi vegna Glæsibæjar
    Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkti þann 15. mars 2018 að kynna skipulagslýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Hörgársveitar 2012 – 2024 fyrir almenningi á grundvelli 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Alls nær skipulagsbreytingin til 33,2 ha lands.
    Lýsingin var kynnt frá 19. mars 2018 til og með 4. apríl 2018.
    Framlagt er samantektarskjal skipulagsfulltrúa, dagsett í apríl 2018 um innsendar athugasemdir og umsagnir sem bárust við lýsinguna ásamt viðbrögðum við þeim.
    Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að ekki verði haldið áfram með vinnslu við aðalskipulagsbreytinguna þar sem ekki liggur fyrir heimild um lausn landsins úr landbúnaðarnotkun samkv. 6. gr. jarðarlaga nr. 81 frá 2004.

  3. Ósk um framlengingu á framkvæmdaleyfi
    Lagt fram erindi frá Vegagerðinni þar sem óskað er eftir framlengingu á framkvæmdaleyfi frá 2017 vegna Dagverðareyrarvegar, en leyfið gildir til 08.05.2018.
    Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að framlengja leyfið til 08.05.2019.

  4. Umsókn um frístundalóð Hjalteyri
    Lögð fram umsókn frá Páli Rúnari Pálssyni og Lene Zachariassen um frístundahúsalóðina Hvammsveg 5, Hjalteyri.
    Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að Páli Rúnari Pálssyni kt. 131261-3309 og Lene Zachariassen kt. 240661-7649 verði úthlutuð frístundahúsalóðin Hvammsvegur 5, Hjalteyri.

  5. Erindi frá eigendum landspildna úr Ósi
    Lagt fram erindi frá eigendum landspildna úr Ósi með lnr. 192713 og 221153. Erindið kemur í framhaldi af samþykki sveitarstjórnar um að heimila skráningu þriggja frístundahúsalóða að Ósi land D, lnr.223281.  Lagt fram til kynningar.

  6. Umsókn um heimild til byggingu gestahúsa Ytri-Bakka
    Lagt fram erindi ásamt uppdráttum þar sem óskað er eftir að heimild til að byggja tvö 15 fm gestahús á lóð Ytri-Bakka.
    Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að heimildin verði veitt með fyrirvara um breytingu á lóðarmörkum.
    Jón Þór Benediktsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

  7. Umsókn um stöðuleyfi Mið-Samtúni
    Lagt fram erindi ásamt uppdráttum þar sem óskað er eftir tímabundnu stöðuleyfi fyrir 10 vinnubúðaeiningum í landi Mið-Samtúns.
    Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að fresta afgreiðslu málsins og felur skipulagsfulltrúa að óska frekari gagna í samræmi við reglur um stöðuleyfi.

  8. Umsókn um stöðuleyfi Hallgilsstöðum
    Lagt fram erindi ásamt uppdrætti þar sem óskað er eftir tímbundnu stöðuleyfi fyrir 10 vinnubúðaeiningum í landi Hallgilsstaða.
    Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að fresta afgreiðslu málsins og felur skipulagsfulltrúa að óska frekari gagna í samræmi við reglur um stöðuleyfi.

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 12:32