Skipulags- og umhverfisnefnd, fundur nr. 6

11.06.2007 20:00

Mánudaginn 11. júní 2007 kl. 20:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgárbyggðar saman til fundar í Þelamerkurskóla.

Á fundinum voru: Oddur Gunnarsson, Aðalheiður Eiríksdóttir, Birna Jóhannesdóttir,Yngvi Þór Loftsson, skipulagsráðgjafi, og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri.

 

Þetta gerðist:

 

1. Lækjarvellir, deiliskipulag

Frestur til að gera athugasemdir við tillögu að deiliskipulagi við Lækjarvelli rann út þann 30. maí sl. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt var að senda deiliskipulagið til yfirferðar hjá Skipulagsstofnun og auglýsa í framhaldi af því gildistöku þess í B-deild Stjórnartíðinda.

 

2. Íbúðabyggð á Gásum

Lagðar fram teikningar og minnisblað, dags. 30. maí 2007, frá Teiknistofu arkitekta (Árna Ólafssyni) varðandi íbúðabyggð á Gásum. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 8. janúar 2007 og hjá sveitarstjórn 17. janúar 2007. Sveitarstjórn gerði þá svohljóðandi bókun um málið: “Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og umhverfisnefndar um að ganga til viðræðna við Lífsval ehf. um hugsanlega íbúðabyggð að Gásum.”

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að óskað verði eftir nánari upplýsingum um fyrirætlanir landeiganda um fyrirkomulag uppbyggingar og reksturs gatna og veitukerfa svæðisins áður en hún tekur afstöðu til þess hvort teknar verði upp formlegar viðræður um málið.

Formaður nefndarinnar óskaði eftir að bókað væri að hann sé andvígur því að íbúðabyggð rísi á Gásum, þar sem þá sé verði að taka undir þéttbýli svæði sem skilgreint er fyrir mjólkurframleiðslu og skógrækt í drögum að aðalskipulagi sveitarfélagsins, það liggi langt frá öðrum þéttbýlissvæðum sveitarfélagsins og að betur liggi við að skipuleggja sjávarlóðir nær öðrum þéttbýlissvæðum í sveitarfélaginu.

 

3. Aðalskipulag fyrir Hörgárbyggð

Fyrr um daginn var fundur formanns nefndarinnar, skipulagsráðgjafa og sveitarstjóra með svæðisstjóra og deildarstjóra áætlana á Norðuraustursvæði Vegagerðarinnar um fyrirhugaðar vegtengingar í aðalskipulaginu. Einnig var fyrr um daginn fundur skipulagsráðgjafa og sveitarstjóra með reiðveganefnd hestamannafélaga í héraðinu um legu reiðleiða í skipulaginu.

Á fundinum var rætt um eftirfarandi þætti í væntanlegri aðalskipulagstillögu:

  • niðurstöður funda með fulltrúum Vegagerðarinnar
  • áherslur í mati á umhverfisáhrifum skipulagstillögunnar
  • svæði sem sýnd verða sem íbúðarsvæði í aðalskipulaginu og afmörkun þeirra
  • legu reiðleiða
  • fyrirliggjandi verndarsvæði og tillögur um ný svæði
  • kynning fyrir nágrannasveitarfélög, hagsmunaaðila og lögformlega umsagnaraðila
  • sameiginlegur fundur skipulagsnefndar og sveitarstjórnar
  • íbúafundur um lokatillögu aðalskipulagsins

 

4. Eftirfylgni Staðardagskrár 21 fyrir Hörgárbyggð

Dreift var tillögum frá Ragnhildi H. Jónsdóttur frá Landsskrifstofu Staðardagskrár 21 á Íslandi um eftirfylgni Staðardagskrár 21 fyrir Hörgárbyggð, sbr. ákvörðun skipulags- og umhverfisnefndar á fundi hennar 8. janúar 2007.

 

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 22:45.