Skipulags- og umhverfisnefnd, fundur nr. 14

30.03.2009 20:00

Mánudaginn 30. mars 2009 kl. 20:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgárbyggðar saman til fundar í Þelamerkurskóla.

Á fundinum voru: Aðalheiður Eiríksdóttir, Birna Jóhannesdóttir, Guðmundur Víkingsson og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri.

 

Þetta gerðist:

 

1. Moldhaugar, tillaga að deiliskipulagi vegna skála í fornum stíl

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi vegna skála í fornum stíl í landi Moldhauga. Tillagan er eftir Guðbjörgu Guðmundsdóttur, landslagsarkitekt, og er dagsett 30. mars 2009.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að deiliskipulagi vegna skála í fornum stíl í landi Moldhauga verði auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1998.

 

2. Neðri-Rauðilækur, tillaga að deiliskipulagi vegna íbúðarhúss

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi vegna nýs íbúðarhúss á Neðri-Rauðalæk. Tillagan er eftir Yngva Þór Loftsson, landslagsarkitekt, og er dagsett 26. mars 2009.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að deiliskipulagi vegna íbúðarhúss á Neðri-Rauðalæk verði auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1998.

 

3. Landsráðstefna um Staðardagskrá 21 á Íslandi, stutt frásögn

Greint frá ráðstefnu um Staðardagskrá 21 sem haldin var í Stykkishólmi nýlega. Yfirskrift hennar var “Ný tækifæri á nýjum tímum”. Þar var greint frá þeim tækifærum fyrir sveitarfélög sem liggja í umhverfisvottunum, sagt frá sparnaðartækifærum sem eru á samdráttartímum og rætt um samþættingu áætlana. Þá flutti danskur atvinnumálafulltrúi erindi um hvernig atvinnulíf í sveitarfélagi þar var endurreist fyrir nokkru.

 

3. Umhverfisviðurkenning

Rætt um fyrirkomulag á veitingu umhverfisverðlauna í Hörgárbyggð árið 2009.  Ákveðið var að leggja til við sveitarstjórn að Hrauni í Öxnadal ehf. verði veitt verðlaun fyrir snyrtilegt umhverfi og metnaðarfulla uppbyggingu á jörðinni á undanförnum árum.

 

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 21:20