Skipulags- og umhverfisnefnd, fundur nr. 18
Þriðjudaginn 11. maí 2010 kl. 20:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgárbyggðar saman til fundar í Þelamerkurskóla. Á fundinum voru: Aðalheiður Eiríksdóttir, Birna Jóhannesdóttir, Guðmundur Víkingsson og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri.
Þetta gerðist:
1. Staðartunga, tillaga að deiliskipulagi vegna íbúðarhúss Lögð fram tillaga að deiliskipulagi vegna nýs íbúðarhúss í Staðartungu. Tillagan er eftir Guðbjörgu Guðmundsdóttur, og er dagsett 11. maí 2010. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að deiliskipulagi vegna íbúðarhúss í Staðartungu verði auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1998.
2. Lónsbakki, deiliskipulag Á fundinn kom Árni Ólafsson, arkitekt, og lagði fram fyrstu hugmynd að vegtengingum Hringvegarins við íbúðabyggðina og fyrirtækin á Lónsbakka. Útfærsla þeirra er 1. áfangi í gerð deiliskipulagstillögu fyrir svæðið. Ákveðið var að haft verði til náið samráð við íbúa og fyrirtæki á svæðinu við gerð deiliskipulagstillögunnar.
Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 21:35. |