Skipulags- og umhverfisnefnd, fundur nr. 47

13.06.2017 10:00

Skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar

47. fundur

 

Fundargerð

Þriðjudaginn 13. júní 2017 kl. 10:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

Fundarmenn: Jón Þór Benediktsson formaður, Jóhanna María Oddsdóttir og Sigríður Guðmundsdóttir (vm) í skipulags- og umhverfisnefnd, Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri.

1.            Deiliskipulag Lónsbakka

Skipulagshöfundur Árni Ólafsson mætti til fundar við nefndina og lagði fram tillögu að deiliskipulagi. Gerðar voru minniháttar breytingar á tillögunni.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að beina því til sveitarstjórnar að auglýsa deiliskipulagstillöguna svo breytta fyrir Lónsbakka, Hörgársveit skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

Jafnframt samþykkti skipulags- og umhverfisnefnd að leggja til við sveitarstjórn að nýjar götur fái heitin Reynihlíð og Víðihlíð.

2.            Deiliskipulag Hjalteyri

Skipulagshöfundur Árni Ólafsson mætti til fundar við nefndina og fór yfir drög að tillögu. Afgreiðslu var frestað til næsta fundar.

Borist hafa erindi frá eigendum Búðagötu 29-35, með óskum um að breyta skilmálum verbúða við Búðagötu þannig að þær verði skilgreindar sem frístundahús. 

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að skilmálum verði ekki breytt en leggst ekki gegn því að verbúðirnar verði nýttar til skammtímaútleigu til ferðamanna enda liggi fyrir öll tilskilin leyfi fyrir slíkri starfsemi.

3.            Erindi varðandi stækkun á landi Hagaskógar (Glæsibæ).

Lagt fram erindi með ósk stækkun á landi Hagaskógar (Glæsibæ).

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að beina því til sveitarstjórnar að samþykkja að landspilda alls 100.686 m2 að stærð samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti verði tekin úr landi Glæsibæjar l.nr. 152-488 og verði sameinuð Hagaskógi l.nr. 187-134 sem verði þá alls 169.078 m2 að stærð samkvæmt uppdrætti.

4.            Erindi frá Umhverfisstofnun – gerð stjórnunar og verndaráætlana fyrir fólkvanginn í Glerárdal.

Erindið lagt fram til kynningar

5.            Erindi varðandi heimild til að byggja íbúðarhús og vélageymslu að Bragholti

Erindið er lagt fram ásamt uppdrætti.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að beina því til sveitarstjórnar að heimila fyrir sitt leyti byggingu íbúðarhúss og vélageymslu að Bragholti samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti.

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 12:00