Skipulags- og umhverfisnefnd, fundur nr. 46
Skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar
46. fundur
Fundargerð
Fimmtudaginn 6. apríl 2017 kl. 10:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.
Fundarmenn: Jón Þór Benediktsson formaður, Jóhanna María Oddsdóttir og Agnar Þór Magnússon í skipulags- og umhverfisnefnd, Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri.
1. Deiliskipulag Lónsbakka
Skipulagshöfundar Árni Ólafsson og Lilja Filippusdóttir mættu til fundar við nefndina og fóru yfir þá vinnu sem fram hefur farið varðandi deiliskipulagið og lögðu fram tillögu til kynningar.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að halda kynningu á tillögunni á opnum fundi í Hlíðarbæ þann 26. apríl kl. 17.00.
2. Deiliskipulag Hjalteyri
Skipulagshöfundar Árni Ólafsson og Lilja Filippusdóttir mættu til fundar við nefndina og fóru yfir þá vinnu sem fram hefur farið varðandi deiliskipulagið og lögðu fram tillögu til kynningar.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að halda kynningu á tillögunni á opnum fundi á Hjalteyri laugardaginn 15. apríl 2017 kl. 10.00.
3. Lækjarvellir 3-5, ósk um stækkun á lóð
Lagt fram erindi frá lóðarhafa að Lækjarvöllum 3-5, Kraftbílum ehf þar óskað er eftir stækkun á lóðinni Lækjarvellir 3-5. Umsókninni fylgir uppdráttur.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leita eftir afstöðu Vegagerðinnar varðandi hugsanlega stækkun lóðanna við Lækjarvelli nær þjóðvegi 1.
4. Neðansjávarlistigarður við Hjalteyri
Á fundi sínum 23. maí 2016 tók nefndin fyrir umsókn köfunarfyritækisins Sævarar ehf um leyfi til að setja upp neðansjávarlistigarð við Hjalteyri. Nefndin óskaði eftir frekari upplýsingum frá umsóknaraðila sem nú hefur sent nefndinni frekari upplýsingar varðandi umsóknina.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu verði hafnað, enda fellur uppsetning neðansjávarlistigarðs á þessum stað ekki að skipulagsáformum svæðisins.
5. Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjörður – kynning á verk- og matslýsingu
Lagt fram erindi frá Sveitarfélaginu Skagafirði ásamt fylgigögnum þar sem kynnt er verk og matslýsing vegna tillögu að breytingum á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við framlagða verk- og matslýsingu.
6. Aðalskipulag Akureyrar – til kynningar og umsagnar
Lagt fram erindi frá Akureyrarbæ ásamt fylgigögnum þar sem kynnt er tillaga að aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að skipulagsstjóra verði falið að taka saman umsögn um aðalskipulagsdrögin í samræmi við umræður á fundinum og leggur til að umsögnin verði lögð fram á næsta fundi sveitarstjórnar.
7. Gróðursetning skjólbelta
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að gróðursett verði skjólbelti við jaðar iðnaðarsvæðis við Lækjarvelli og í útjaðri skipulagssvæðis Hjalteyrar.
Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 13.50