Skipulags- og umhverfisnefnd, fundur nr. 44
Skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar
44. fundur
Fundargerð
Mánudaginn 14. nóvember 2016 kl. 10:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.
Fundarmenn: Jón Þór Benediktsson formaður, Jóhanna María Oddsdóttir og Agnar Þór Magnússon í skipulags- og umhverfisnefnd og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri.
Þetta gerðist:
1. Deiliskipulag Lónsbakka
Skipulagshöfundar Árni Ólafsson og Lilja Filippusdóttir mættu til fundar við nefndina og fóru yfir þá vinnu sem fram hefur farið varðandi deiliskipulagið.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að hefja undirbúning samráðs við íbúa og hagsmunaaðila.
2. Deiliskipulag Hjalteyri
Skipulagshöfundar Árni Ólafsson og Lilja Filippusdóttir fóru yfir þá vinnu sem fram hefur farið varðandi deiliskipulagið.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að hefja undirbúning samráðs við íbúa og hagsmunaaðila.
3. Deiliskipulag Fögruvík
Lögð fram umsókn frá Auði Örnu Eiríksdóttur dags. 8.11.2016 með ósk um að breytingar á deiliskipulagi verði teknar til skipulagslegrar meðferðar. Erindinu fylgir uppdráttur.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að rætt verði við umsækjanda um breytingarnar.
4. Fjárhagsáætlun 2017
Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun 2017 sem varðar skipulags- og umhverfismál, ásamt stöðu rekstrar í þessum málaflokkum 30.9.2016.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leiti þá þætti fjárhagsáætlunar 2017 sem varðar skipulags- og umhverfismál.
5. Önnur mál
Sveitarstjóri upplýsti um stöðu mála varðandi starfsemi Skipulags- og byggingafulltrúaembættis Eyjafjarðar bs.
Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl 12:40