Skipulags- og umhverfisnefnd, fundur nr. 37
Skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar
37. fundur
Fundargerð
Miðvikudaginn 10. Júní 2015 kl. 16:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.
Fundarmenn: Jón Þór Benediktsson, Jóhanna María Oddsdóttir og Stefán Magnússon í skipulags- og umhverfisnefnd.
Fundargerð ritaði Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri.
Þetta gerðist:
1. Aðalskipulag Hörgársveitar 2012-2024
Formaður fór yfir þær breytingar sem gerðar hafa verið á aðalskipulagstillögunni að ábendingu Skipulagsstofnunar.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að beina því til sveitarstjórnar að aðalskipulagstillagan og umhverfisskýrslan verði samþykkt með áorðnum breytingum. Jafnframt samþykkti nefndin að beina því til sveitarstjórnar að tillagan með áorðnum breytingum verði send Skipulagsstofnun að nýju til formlegrar afgreiðslu fyrir auglýsingu í samræmi við skipulagslög 123/2010.
2. Lækjarvellir 2, fyrirspurn um lóð.
Fyrir fundinum lá erindi dags, 26. maí 2015 þar sem Íslenska gámafélagið ehf. sendir inn fyrirspurn um lóð að Lækjarvöllum 2. Meðfylgjandi er lýsing á fyrirhugaðri starfsemi félagsins á lóðinni.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að fá forsvarsmenn fyrirtækisins á fund til að ræða erindið.
3. Lækjarvellir ósk um viðræður varðandi breytingu á deiliskipulagi og lóðarúthlutun Lækjarvöllum.
Fyrir fundinum lá erindi frá Ómari Má Þóroddssyni þar sem óskað er eftir viðræðum um breytingu á deiliskipulagi að Lækjarvöllum í þá veru að þar gæti rúmast blandað svæði íbúðabyggðar og athafnasvæðis.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að fá bréfritara á fund til að ræða erindið.
4. Skútar/Moldhaugar, framkvæmdaleyfi fyrir geymslusvæði.
Á 34.fundi nefndarinnar 12. janúar sl. var tekið fyrir erindi frá Skútabergi ehf. þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir geymslusvæði á Skútum/ Moldhaugum sbr. gildandi deiliskipulag. Umsóknin var ekki afgreidd en óskað eftir uppdrætti og framkvæmdalýsingu Fyrir fundinum nú lá uppdráttur og umbeðin framkvæmdalýsing frá Skútabergi ehf. dags. 5. júní 2015.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfið verði veitt enda verði það tryggt að sjónmanir verði það háar að þær uppfylli ákvæði deiliskipulags um sjónræn áhrif á svæðinu.
5. Arnarnes umsókn um framkvæmdaleyfi frá Norðurorku ehf.
Fyrir fundinum lá erindi dags, 26. maí 2015 þar sem Norðurorka ehf. sækir um framkvæmdaleyfi vegna framkvæmda við hitaveitulögn að sumarhúsahverfinu Arnarnestjörn í landi Arnarness. Erindinu fylgir uppdráttur af fyrirhugaðri framkvæmd.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfið verði veitt.
6. Reglur um stöðuleyfi fyrir gáma og annað bráðabirgðahúsnæði, reglur um staðsetningu og útlit auglýsingaskilta.
Nefndin tók til umræðu með hvaða hætti reglum um auglýsingaskilti væri best fyrirkomið.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að kanna frekar rétt sveitarfélagsins til að setja kvaðir á leyfisveitingu fyrir skilti í sveitarfélaginu.
Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 18:00