Skipulags- og umhverfisnefnd, fundur nr. 36

19.05.2015 15:30

Skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar

 36. fundur

  

Fundargerð

 

Þriðjudaginn 19. maí 2015 kl. 15:30 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

 

Fundarmenn: Jón Þór Benediktsson, Jóhanna María Oddsdóttir og Agnar Þór Magnússon nefndarmenn í skipulags- og umhverfisnefnd.

Fundargerð ritaði Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri.

 

Þetta gerðist:

 

1.        Aðalskipulag Hörgársveitar 2012-2024

Farið var yfir stöðu mála.  Skipulagsstilagan er nú í athugasemdaferli hjá Skipulagsstofnun fyrir auglýsingu og er ráðgerður fundur með fulltrúum stofnunarinnar á morgun, miðvikudaginn 20. maí.

2.        Deiliskipulag Lóni

Lagðar fram athugasemdir sem borist hafa við skipulagið.  Jafnframt voru lagðir fram uppdrætttir sem sýna minni háttar breytingu á deiliskipulaginu. Þá var lagður fram uppdráttur sem sýnir færslu á Lóninu og breytingu á sveitarfélagamörkum Hörgársveitar og Akureyrar. 

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagið með óverulegri breytingu á legu vegarins hjá Lóni, sem kynnt hefur verið hlutaðeigandi aðilum.

Þá samþykkti skipulags- og umhverfisnefnd að leggja til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á fyrirliggjandi aðalskipulagi og sveitarfélagamörkum í samræmi við fyrirliggjandi gögn með fyrirvara um frekari útfærslu um breytingu á  farvegi Lónsár.

3.        Deiliskipulag Hjalteyri - húsakönnun

Farið var yfir vinnu sem í gangi er varðandi deiliskipulag Hjalteyrar og húsakönnun sem í vinnuslu er í samhengi við það.

4.        Deiliskipulag Laugalandi

Farið var yfir stöðu mála varðandi deiliskipulag Laugalands í ljósi breytts eignarhalds á jörðinni.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að koma aftur af stað vinnu við deiliskipulag Laugalandi.

5.        Umsókn um stofnun lóðar fyrir frístundahús Ytri-Bakka.

Lögð var fram umsókn frá Jóni Þór Benediktssyni þar sem óskað er eftir heimild til að stofna lóð fyrir frístundahús úr jörðinni Ytri-Bakka. Uppdráttur sem sýnir fyrirhugaða lóð var lagður fram.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að að leggja til við sveitarstjórn að veitt verði heimild til að stofna lóð fyrir frístundahús úr jörðinni Ytri-Bakka skv. framlögðum gögnum.

Jón Þór Benediktsson vék af fundi undir þessum lið.

 6.        Umsókn um leyfi til að reisa auglýsingaskilti í landi Steinkots

Lögð fram umsókn frá Olgeiri Þór Marinóssyni f.h. Ís og Kaffi ehf um leyfi til að reisa auglýsingaskilti í landi Steinkots

Skipulags- og umhverfisnefnd vísar til þess að í gangi er vinna við gerð reglna um stöðuleyfi fyrir gáma og annað bráðbirgðahúsnæða og er ráðgert að reglur um auglýsingaskilti falli þar undir. 

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að ekki verði veitt leyfi til að reisa auglýsingskilti fyrr en slíkar reglur hafa verið staðfestar.

7.        Aðalskipulag Akureyrar frístundarhús við Búðargil - kynning

Lögð fram kynningargögn frá Akureyrarbæ.

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við breytinguna.

8.        Jónasarlundur – samstarf og umhirða

Kynntur var fundur sem haldinn var með fulltrúum úr stjórn Jónasarlundar.  Jafnframt var skýrt frá erindi sem sent hefur verið Vegagerðinni með ósk um lagfæringar á timburvegriðum og tröppum við lundinn.

9.        Reglur um stöðuleyfi fyrir gáma og annað bráðabirgðahúsnæði.

Með samþykktum í skipulags- og umhverfisnefnd þann 12.11.2014 og í sveitarstjórn 20.11.2014 voru settar reglur um útfærslu ákvæða byggingareglugerðar um stöðuleyfi fyrir gáma og annað bráðabirgðahúsnæði.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að ákvæði um stöðuleyfi fyrir auglýsingaskilti verði sett inn í reglurnar.  Málið verði tekið fyrir aftur á næsta fundi.

10.        Breytt fyrirkomulag á gámasvæði á Akureyri.

Orðið hefur breyting varðandi móttöku á úrgangi á gámasvæði á Akureyri.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að leita samkomulags við Gámaþjónustu Norðurlands og Akureyrarbæ um aðgengi íbúa Hörgársveitar að gámasvæðinu.

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl.17.45