Skipulags- og umhverfisnefnd, fundur nr. 27

14.01.2014 20:00

Þriðjudaginn 14. janúar 2014 kl. 20:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

 

Fundarmenn: Anna Dóra Gunnarsdóttir, Birna Jóhannesdóttir, Jón Þór Benediktsson, Róbert Fanndal og Stefán Magnússon í skipulags- og umhverfisnefnd og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

Þetta gerðist:

 

1. Aðalskipulag Hörgársveitar 2012-2024

Rætt um næstu skref við gerð aðalskipulags fyrir sveitarfélagið.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að óska eftir samþykki ráðherra til að fresta í allt að fjögur ár að ákvarða þá þætti aðalskipulags sveitarfélagsins sem varða Blöndulínu 3.

 

2. Hólahólar og Hóladalur, friðlýsing

Rætt að nýju um fyrirliggjandi drög að auglýsingu um friðlýsingu Hólahóla og Hóladals með vísan til samþykktar nefndarinnar um að óskað verði eftir frestun á þeim þáttum í aðalskipulagi sveitarfélagsins sem varða Blöndulínu 3.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að fresta því að taka afstöðu fyrirliggjandi draga að auglýsingu um friðlýsingu Hólahóla og Hóladals.

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 21:10.