Skipulags- og umhverfisnefnd, fundur nr. 26
Fimmtudaginn 9. janúar 2014 kl. 20:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.
Fundarmenn: Hanna Rósa Sveinsdóttir, Anna Dóra Gunnarsdóttir, Birna Jóhannesdóttir, Jón Þór Benediktsson og Róbert Fanndal í skipulags- og umhverfisnefnd og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Hólahólar og Hóladalur, friðlýsing
Lögð fram drög að auglýsingu um friðlýsingu Hólahóla og Hóladals, ásamt minnisblaði um málið, gert af Umhverfisstofnun. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 3. september 2013. Á fundi sínum 20. nóvember 2013 vísaði sveitarstjórn fyrirliggjandi auglýsingardrögum til nefndarinnar til umsagnar.
Róbert Fanndal lagði til að friðlýsingu Hólahóla og Hóladals verði hafnað. Tillagan fékk tvö atkvæði, tveir voru á móti. Hún var því felld á jöfnu.
Hanna Rósa Sveinsdóttir lagði til að fyrirliggjandi drög að auglýsingu um friðlýsingu Hólahóla og Hóladals verði samþykkt með eftirfarandi breytingum: 1) vesturmörk hins friðlýsta svæðis verði um 100 m austan við Hringveg og 2) að í 2. mgr. 8. gr. falli burt að umferð snjósleða sé háð leyfi landeiganda. Tillagan fékk þrjú atkvæði.
2. Fagravík, deiliskipulag
Lögð fram drög að tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir frístundabyggðina í Fögruvík. Tillagan er gerð skv. samþykkt sveitarstjórnar 20. nóvember 2013. Þá var lagt fram bréf, dags. 28. nóvember 2013, frá Lögmannsstofu Akureyrar, þar sem mótmælt er stöðu gáms á því svæði sem gildandi deiliskipulag nær yfir.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir frístundabyggðina í Fögruvík verði auglýst eins og hún liggur fyrir, með þeirri breytingu að byggingareitur tilgreinds þjónustuhúss verði færður þannig að hann verði að lágmarki 25 m frá lóðarmörkum Pétursborgar. Nefndin telur að líta beri á fyrirliggjandi bréf, þar sem mótmælt er stöðu gáms á því svæði sem gildandi deiliskipulag nær yfir, sem formlega athugasemd við fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi svæðisins.
3. Staða aðalskipulagsgerðar
Rætt um stöðu gerð aðalskipulagsins fyrir sveitarfélagsins.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur áherslu á að gerð aðalskipulags fyrir sveitarfélagið verði lokið sem allra fyrst.
4. Akureyrarbær, umsögn um tillögu að breytingu á deiliskipulagi aksturs- og skotsvæðis á Glerárdal
Lagt fram bréf, dags. 6. nóvember 2013, frá Akureyrarbæ þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu að deiliskipulagsbreytingu vegna aksturs- og skotsvæðis á Glerárdal.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að af hálfu Hörgársveitar verði ekki gerð athugasemd við deiliskipulagsbreytingu vegna aksturs- og skotsvæðis á Glerárdal.
5. Akureyrarbær, umsögn um tillögu að deiliskipulagi fyrir Hlíðarfjall, skíðasvæði
Lagt fram bréf, dags. 5. desember 2013, frá Akureyrarbæ þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu að deiliskipulagi fyrir Hlíðarfjall, skíðasvæði.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að af hálfu Hörgársveitar verði ekki gerð athugasemd við tillögu að deiliskipulagi fyrir Hlíðarfjall, skíðasvæði.
6. Skútar, framkvæmdaleyfi fyrir afleggjara
Lagt fram bréf, dags. 6. desember 2013, frá Skútabergi ehf., þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir afleggjara að gamla bænum að Skútum.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að gefið verði út framkvæmdaleyfi fyrir afleggjara að gamla bænum að Skútum í samræmi við samþykkt deiliskipulag.
7. Verbúð á Hjalteyri, fyrirspurn um lóð
Lagt fram tölvubréf, dags. 28. október 2013, frá Trésmiðju Ásgríms Magnússonar ehf. þar sem spurst er fyrir um lóð fyrir verbúð á Hjalteyri. Fram kom á fundinum að ekki er fyrir hendi byggingarhæf lóð fyrir verbúð á Hjalteyri.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að bréfritara verði skýrt frá því að ekki sé fyrir hendi byggingahæf lóð fyrir verbúð á Hjalteyri og ennfremur að leggja til við sveitarstjórn að gerð breyting á gildandi deiliskipulagi fyrir Hjalteyri sem geri ráð fyrir lóðum nýjar verbúðir.
Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 22:20