Skipulags- og umhverfisnefnd, fundur nr. 21

12.06.2013 16:15

Miðvikudaginn 12. júní 2013 kl. 16:15 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

Fundarmenn: Hanna Rósa Sveinsdóttir, Anna Dóra Gunnarsdóttir, Birna Jóhannesdóttir, Jón Þór Benediktsson og Róbert Fanndal auk Hjalta Jóhannessonar, starfandi sveitarstjóra, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

 

1. Aðalskipulag Hörgársveitar 2012-2024

Rætt var um áframhald aðalskipulagsvinnu Hörgársveitar.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að hún auglýsi fyrirliggjandi tillögu að aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024 með þeirri breytingu að mögulegt verði að byggja Blöndulínu 3 í stað núverandi Rangárvallalínu. Gerðar verði breytingar á tillögu að skipulagsuppdrætti og kafla 3.4.8. í tillögu að greinargerð aðalskipulagsins.

 

2. Skútar, deiliskipulag, umsögn umhverfisskýrsla og deiliskipulag

Lagt fram bréf, dags. 17. maí 2013, frá Skipulagsstofnun þar sem fram koma athugasemdir við tillögu að deiliskipulagi Skúta.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að skipulagshöfundum og framkvæmdaaðila verði sendar athugasemdir Skipulagsstofnunar með ósk um að komið verði til móts við þær athugasemdir sem varða frágang deiliskipulagsins og einnig fela sveitarstjóra og formanni nefndarinnar að ræða við deiliskipulagshöfunda miðað við framkomnar athugasemdir. Afgreiðslu athugasemda að öðru leyti frestað til næsta fundar nefndarinnar.

 

3. Fagravík, grenndarkynning, bæta við 32 fm. frístundahúsi

Lagt fram tölvubréf, dags. 29. maí 2013, frá Guðmundi Gunnarssyni þar sem hann f.h. eigenda Fögruvíkur spyrst fyrir um grenndarkynningu vegna minniháttar breytingu á deiliskipulagi þar sem bætt er við einu sumarhúsi (nr. 8b) í sumarhúsahverfið.

Skipulags- og umhverfisnefnd metur það svo að um sé að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi og leggur til við sveitarstjórn að erindinu sé vísað til grenndarkynningar meðal eigenda Pétursborgar.

 

4. Upplýsingar vegna reglna um val á skipulagsfulltrúa sveitarfélaga

Lagt fram bréf, dags. 8. maí 2013, frá Skipulagsstofnun þar sem tilkynnt er um breytt verklag stofnunarinnar við skráningu skipulagsfulltrúa og þeirra sem vinna við skipulagsgerð. Skal sveitarstjórn ganga úr skugga um að réttur aðili sé skráður sem skipulagsfulltrúi sveitarsfélagsins.

Lagt fram til kynningar, réttur aðili er skráður skipulagsfulltrúi Hörgársveitar þ.e. Ævar Ármannsson.

 

5. Dagur íslenskrar náttúru 2013

Lagt fram bréf, dags. 21. maí 2013, frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu um Dag íslenskrar náttúru sem er 16. september og eru sveitarfélög hvött til þess að efna til viðburða t.d. þar sem sjónum er beint að náttúruperlum sem sveitarfélög geta státað af.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að Hörgársveit haldi hátíðlegan Dag íslenskrar náttúru.

 

6. Skógarhlíð 17, breikkun á bílastæði

Lagður fram tölvupóstur frá Gunnlaugi Konráðssyni, Skógarhlíð 17 þar sem hann óskar eftir að sveitarfélagið kosti breikkun á bílastæði til austurs við hús hans þar sem húsið að Skógarhlíð 19 var fært fram svo að íbúar þar leggja bílum sínum á götuna fyrir framan hús bréfritara.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að hún vísi málinu til deiliskipulagsgerðar Lónsbakka.

 

7. Gamli barnaskólinn Hjalteyri, bílgeymsla

Lagður fram tölvupóstur frá Kollgátu dags. 11. júní 2013 þar sem óskað er eftir byggingaleyfi fyrir bílgeymslu á lóð gamla barnaskólans á Hjalteyri f.h. eiganda.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að umsækjandi láti vinna deiliskipulag á lóðinni í samræmi við Skipulagslög nr. 123/2010.

 

8. Eyðing skógarkerfils

Lögð fram drög að áætlun um eyðingu skógarkerfils sem hófst á árinu 2012.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að unnið verði að eyðingu skógarkerfils með svipuðum hætti og 2012 og að fyrirkomulagið verði auglýst í fréttabréfi.

 

9. Hlaðir, umsókn um framkvæmdaleyfi vegna hitaveitulagnar

Bréf frá Norðurorku dags. 12. júní 2013 þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi vegna hitaveitulagnar að Hlöðum ásamt uppdrætti sem sýnir legu hitaveitulagnar ásamt samþykki landeigenda að Gásum um að lögn fari um þeirra land dags. 5. júní 2013.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.

  

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 18:30