Skipulags- og umhverfisnefnd, fundur nr. 19

09.04.2013 16:00

Þriðjudaginn 9. apríl 2013 kl. 16:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

 

Fundarmenn: Hanna Rósa Sveinsdóttir, Anna Dóra Gunnarsdóttir, Birna Jóhannesdóttir, Jón Þór Benediktsson og Róbert Fanndal í skipulags- og umhverfisnefnd og ennfremur Yngvi Þór Loftsson, skipulagsráðgjafi, á fyrri hluta fundarins og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

Þetta gerðist:

 

1. Gáseyri, umsókn um framkvæmdaleyfi efnistöku

Lagt fram bréf, dags. 27. febrúar 2013, frá Skútabergi ehf., GV-Gröfum ehf. og landeigendum á Gáseyri, þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi til efnistöku á Gáseyri. Í umsókninni er gert ráð fyrir að efnistakan verði 2.000-3.000 m3 á ári í 10 ár. Með bréfinu fylgdu afstöðumyndir.

Fram kom á fundinum að skv. aðalskipulagi er ekki efnistökusvæði á Gáseyri.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að fresta afgreiðslu umsóknar um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku á Gáseyri og leggja jafnframt til við sveitarstjórn að á tillögu að aðalskipulagi sveitarfélagsins, sem er í vinnslu, verði gert ráð fyrir efnistökusvæði á Gáseyri.

 

2. Aðalskipulag Hörgársveitar 2012-2024, umsagnir um drög að tillögu

Lagðar fram umsagnir um fyrirliggjandi drög að tillögu að aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024 frá eftirtöldum aðilum: Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og Umhverfisstofnun.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að skipulagsráðgjafa verði falið að gera breytingar á tillögudrögunum í samræmi við umræður á fundinum.

 

3. Aðalskipulag Hörgársveitar 2012-2024, umræða

Gerð var grein fyrir umræðum á íbúafundi um aðalskipulag, sem haldinn var 8. apríl 2013. Þá lagt fram bréf, dags. 25. febrúar 2013, frá Ólafi Valssyni og Sif Konráðsdóttur, þar sem komið er á framfæri eftirtöldum atriðum varðandi drög að tillögu aðalskipulags: um afmörkun svæðisins á náttúruminjaskrá sem er nr. 505, um efnistökumál vegna línuvega og plana Blöndulínu 3, að varhugavert sé að vísa til kerfisáætlunar Landsnets í drögum að tillögu að aðalskipulaginu, auk þess er sérstaklega mótmælt að gert sé ráð fyrir háspennulínu á svæði sem er á náttúruminjaskrá.

 

Fundi var frestað kl. 22:00. Fundinum var framhaldið mánudaginn 15. apríl 2013, kl. 20:00.

 

Framhaldið var umræðu um fyrirliggjandi drög að tillögu að aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024.

Meirihluti skipulags- og umhverfisnefndar samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að aflað verði um upplýsinga um flutningsgetu núverandi byggðalínu og orkuþörf í héraðinu á skipulagstímabilinu.

 

4. Efnistaka að Skútum, beiðni um umsögn um frummatsskýrslu

Lagt fram bréf, dags. 22. mars 2013, frá Skipulagsstofnun, þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins á frummatsskýrslu vegna umhverfismats á efnistöku í landi Skúta og Moldhauga.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að af hálfu sveitarfélagsins verði ekki gerð athugasemd við fyrirliggjandi frummatsskýrslu vegna umhverfismats á efnistöku í landi Skúta og Moldhauga, að öðru leyti leyti að hún bendir á að valkostur II um stærð svæðis, magn og vinnslutíma samræmist ekki gildandi aðalskipulagi.

 

5. Söfnunarferðir fyrir úrgangstimbur, -málma og -hjólbarða

Lögð fram frumdrög að útboðsgögnum fyrir útboð á söfnunarferðum fyrir úrgangstimbur, -málma og -hjólbarða, sbr. „Skipulag sorphirðu“ fyrir sveitarfélagið, sem samþykkt var af sveitarstjórn 16. maí 2012.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að fram fari útboð á söfnunarferðum ársins 2013 fyrir úrgangstimbur, -málma og –hjólbarða í samræmi við framlögð frumdrög að utboðslýsingu, með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.

 

6. Akureyrarbær, kynning á breytingu á aðalskipulagi

Lagt fram til kynningar bréf, dags. 19. mars 2013, frá Akureyrarbæ, þar sem gerð er grein breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018, sem varðar gatnamót Miðhúsabrautar og Súluvegar.

 

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 21:30.