Skipulags- og umhverfisnefnd, fundur nr. 15

28.11.2012 16:00

Miðvikudaginn 28. nóvember 2012 kl. 16:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

 

Fundarmenn: Hanna Rósa Sveinsdóttir, Anna Dóra Gunnarsdóttir, Birna Jóhannesdóttir, Jón Þór Benediktsson og Róbert Fanndal í skipulags- og umhverfisnefnd og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð. Þá var Yngvi Þór Loftsson, skipulagsráðgjafi, á fundinum.

 

Þetta gerðist:

 

1. Aðalskipulag Hörgársveitar 2012-2024, umræða

Farið yfir drög að sveitarfélagsuppdætti, þéttbýlisuppdráttum, greinargerð, forsendum og umhverfisskýrslu aðalskipulags Hörgársveitar 2012-2024, dagsett 28. nóvember 2012. Gerðar voru tillögur að breytingum á uppdráttum og greinargerðum aðalskipulagsdraganna. Fram kom að frekari athugunar er þörf á málsmeðferð hvað varðar efnistöku og flutningsleiðir raforku, þar sem ný sjónarmið hafa komið fram á síðustu vikum.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd fól skipulagsráðgjafa að vinna úr þeim tillögum sem fram komu á fundinum.

 

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 18:55.