Skipulags- og umhverfisnefnd fundur nr. 113

20.05.2025 09:00

Skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar

113. fundur

Fundargerð

Þriðjudaginn 20. maí 2025 kl. 09:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins.

Fundarmenn: Jón Þór Benediktsson formaður, Agnar Þór Magnússon, Ásrún Árnadóttir, Sunna María Jónasdóttir og Bjarki Brynjólfsson í skipulags- og umhverfisnefnd, Arnar Ólafsson skipulags- og byggingarfulltrúi og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

 

Fundargerð ritaði Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri.

1. Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 - Kynning tillögu á vinnslustigi (Breyting á aðalskipulagi) (2504029).
Akureyrarbær óskar umsagnar Hörgársveitar um tillögu á vinnslustigi vegna endurskoðunar á aðalskipulagi. Skipulagstillaga unnin af Landslagi, 23.04.2025 fylgir erindinu.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að ekki verði gerðar athugasemdir við tillöguna.

2. Hjalteyrarvegur 15 - Umsókn um stækkun á byggingarreit (2505022).
Fyrir fundinum liggur erindi frá lóðarhafa að Hjalteyrarvegi 15, Hörgársveit þar sem óskað er eftir að stækka byggingarreit miðað við gildandi deiliskipulag á svæðinu. Teikningar unnar af Þóri Guðmundssyni dags. 24.04.2025 fylgja erindinu.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja breytingu á deiliskipulaginu. Breytingin telst óveruleg með tilliti til gr. 5.8.2. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 og 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. og leggur nefndin til að fallið verði frá grenndarkynningu skipulagsbreytingarinnar með vísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3. Gamla Síldarverksmiðjan L152373 - Umsókn um uppsetningu fjarskiptaloftnets (2505023).
Umsókn liggur fyrir fundinum varðandi uppsetningu á fjarskiptaloftnetum á gömlu síldarverksmiðjunni á Hjalteyri. Meðfylgjandi eru teikningar unnar af Sigurði Lúðvík Stefánssyni, dags. 07.05.2025.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að erindinu verði vísað í grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabilið ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Erindið telst samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabilinu.

4. Hagaflöt 1, 3, 5, 2, 4 og 6 - beiðni um stækkun á byggingarreit (2505031).
Umsókn liggur fyrir fundinum varðandi stækkun á byggingarreit lóðanna. Meðfylgjandi eru teikningar í vinnslu, unnar af Steinmar H. Rögnvaldssyni dags. 13.04.2025.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja breytingu á deiliskipulaginu. Breytingin telst óveruleg með tilliti til gr. 5.8.2. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 og 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og leggur nefndin til að fallið verði frá grenndarkynningu skipulagsbreytingarinnar með vísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5. Ytri-Bægisá 2 L152509 - stofnun tveggja lóða og stækkun á landspildu. (2503052).
Erindi liggur fyrir fundinum sem var frestað á fundi sveitarstjórnar þann 28. apríl en er nú til umfjöllunar nefndarinnar að nýju. Um er að ræða stækkun á landspildunni Ytri-Bægisá 1 skógrækt sem fái nafnið Hylskógur.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við þá merkjalýsingu sem fyrir liggur varðandi landspilduna L229542 sem fái nafnið Hylskógur.

6. Fossá – umsókn um leyfi til lagfæringar á árfarvegi 2024 (2410007).
Fyrir fundinum liggur fyrir erindi frá G.Hjálmars f.h. landeiganda þar sem óskað er eftir að uppmokstur sem gerður var í landi Áss verði fjarlægður.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja erindið og fela skipulagsfulltrúa að hafa eftirlit með framkvæmdinni.

7. Úttekt á efnistökusvæðum í Hörgársveit (2505015).
Niðurstöður á vali á svæðum til úttektar og skráningarþáttum liggja nú fyrir ásamt uppfærðri áætlun. Lagt fyrir nefndina til kynningar.

 

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 10:30