Skipulags- og umhverfisnefnd fundur nr. 102

07.05.2024 14:00

Þriðjudaginn 7. maí 2024 kl. 08:45 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins.
Fundarmenn: Jón Þór Benediktsson formaður, Agnar Þór Magnússon, Ásrún Árnadóttir, Sunna María Jónasdóttir og Bjarki Brynjólfsson í skipulags- og umhverfisnefnd, Vigfús Björnsson og Arnar Ólafsson frá SBE og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri.

1. Glæsibær, Hagabyggð – deiliskipulag áfangi III (2301004)

Fyrir fundinum liggja uppfærðar aðal- og deiliskipulagstillögur fyrir 3. áfanga íbúðarbyggðar í landi Glæsibæjar, Hagabyggð en aðalskipulagsgögnin eru unnin af Landmótun dags. 23.04.2024 og eru deiliskipulagsgögnin unnin af Kollgátu ehf. dags. 17.04.2024. Skipulagstillögurnar hafa verið uppfærðar samanber athugasemdir á fundi 26. mars síðastliðinn.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að aðal- og deiliskipulagstillögu verði vísað í auglýsingu skv. 1. mgr. 31. og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2. Undraland – byggingarleyfisumsókn (2403018)

Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkti á fundi sinum 21. mars sl. að grenndarkynna byggingarleyfisumsókn einbýlishúss á lóðinni Undralandi. Grenndarkynningunni er nú lokið og barst erindi vegna málsins á grenndarkynnigartímabilinu.
Erindið er frá Hugrúnu Pálu Birnisdóttur og Bjarka Frey Brynjólfssyni íbúum í Hvergilandi og er þar sett fram athugasemd við áhrif framkvæmdarinnar á útsýni til norðurs frá Hvergilandi.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við húsbyggjanda að hliðra staðsetningu hússins og eftir atvikum lóðarmörkum til austurs svo sjónlína milli íbúðarhúss í Hvergilandi og Kaldbaks haldist óteppt. Afgreiðslu frestað.
Bjarki Brynjólfsson vék af fundi undir þessum lið.

3. Hringtorg við Lónsveg og Norðurlandsveg – deiliskipulagsbreyting (2403020)

Auglýsingatímabili deiliskipulagsbreytingar Lónsbakkahverfis vegna hringtorgs á gatnamótum Norðurlandsvegar og Lónsvegar lauk 7. maí síðastliðinn og bárust 4 umsagnir á auglýsingatimabilinu. Skipulags- og umhverfisnefnd fjallar um innkomin erindi.

1. og 2. erindi, sendandi Míla og Rarik.

Sendandi bendir á að lagnir í sinni eigu séu á skipulagssvæðinu og fer fram á að sveitarfélagið hafi samráð áður en til framkvæmda kemur.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Skipulags- og umhverfisnefnd telur ekki að athugasemdin gefi tilefni til breytingar á auglýstri skipulagastillögu en leggur til við sveitarstjórn að ofangreindir sendendur fái framkvæmdaleyfisumsókn vegna hringtorgs til umsagnar áður en hún er afgreidd í nefndinni.
Ekki eru gerðar athugasemdir við auglýsta skipulagstillögu í erindi Minjastofnunar Íslands eða Umhverfisstofnunar.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að auglýst deiliskipulagstillaga verði samþykkt skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að skipulagsfulltrúa verði falið að fullnusta gildistöku hennar.

4. Skriða – umsókn um breytingu á aðalskipulagi vegna efnistöku (2403023)

Landeigandi Skriðu, Skriðuhestar ehf., óska eftir breytingu á Aðalskipulagi Hörgársveitará þann hátt að skilgreint verði efnistökusvæði i landi Skriðu á landi sem skilgreint er sem landbúnaðarsvæði í núgildandi aðalskipulagi, samanber meðfylgjandi afstöðumynd og framkvæmdalýsingu, dags. 22.03.2024
Afgreiðslu frestað.

5. Hagabyggð – umsókn um framkvæmdaleyfi vegna kaldavatnslagnar (2404004)

Norðurorka hf. sækir um framkvæmdaleyfi vegna lagningar kaldavatns-lagnar með það að markmiði að auka flutningsgetu á köldu vatni frá stofnlögn við dælustöð í Skjaldarvík til Hagabyggðar. Meðfylgjandi er framkvæmdaleyfisumsókn ásamt afstöðumynd lagnaleiðar en samningar við landeigendur liggja fyrir.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt, enda liggi leyfi Vegagerðarinnar til vegþverunar fyrir áður en leyfisbréf er gefið út.

6. Breyting á Aðalskipulagi Akureyrarbæjar vegna Blöndulínu 3 – umsagnarbeiðni (2404003)

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti á fundi sínum 20. febrúar sl. að hefja vinnu við breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna Blöndulínu 3 og að hún yrði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin er til komin vegna áforma Landsnets um framkvæmd við Blöndulínu 3, 220 kV háspennulínu frá Blöndustöð að Rangárvöllum á Akureyri. Óskað er umsagnar Hörgársveitar um skipulagslýsinguna og var umsagnarfrestur til 25. apríl sl.

Skipulags- og umhverfisnefnd bendir á að í Aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024 er kveðið á um að nýjar rafmagnslínur í sveitarfélaginu skuli lagðar í jörð og að ákvæði í skipulagslýsingu um að Blöndulína 3 verði annað hvort loftlína eða jarðstrengur samræmist því ekki fyllilega aðalskipulagi aðlægs sveitarfélags. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að koma umsögn í samræmi við ofangreint á framfæri.

7. Breyting á Aðalskipulagi Akureyrarbæjar - Austursíða AT17 – umsagnarbeiðni (2404005)

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti á fundi sínum 5. mars sl. skipulagslýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem nær til lóðanna við Austursíðu 2, 4 og 6 í Síðuhverfi. Á svæðinu er verslunarkjarninn Norðurtorg auk tveggja óbyggðra lóða sem liggja að Síðubraut. Breytingin felst í því að svæðið verður skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði með heimild fyrir íbúðum í stað þess að vera skilgreint sem athafnasvæði. Akureyrarbær hefur óskað umsagnar Hörgársveitar um skipulagslýsinguna og var umsagnarfrestur til 1. maí sl.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd vegna málsins.

8. Líforkuver á Dysnesi – tilkynning um ákvörðun til matsskyldu – umsagnarbeiðni (2404009)

Skipulagsstofnun óskar umsagnar Hörgársveitar um matsskyldufyrirspurn vegna áforma Líforkuvers ehf. um uppbyggingu líforkuvers a Dysnesi. Matsskyldufyrirspurnin er unnin af VSÓ raðgjöf í apríl 2024 og er umsagnarfrestur til 14. maí n.k.

Skipulags- og umhverfisnefnd telur að framkvæmdin samræmist gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins og deiliskipulagi svæðisins. Skipulags- og umhverfisnefnd telur að mögulega hafi framkvæmdin umtalsverð umhverfisáhrif og því sé æskilegt að hún undirgangist umhverfismat.

9. Aðveituæð hitaveitu frá Syðri-Haga til Hjalteyrar – aðalskipulagsbreyting (2311009)

Norðurorka hf. óskar eftir breytingu á Aðalskipulagi Hörgarsveitar vegna lagningar aðveituæðar hitaveitu fra Hjalteyri að sveitarfélagsmörkum Dalvíkurbyggðar með það að markmiði að auka flutningsgetu á heitu vatni og auka rekstraröryggi. Fyrir liggja samningar við landeigendur á lagnaleiðinni. Erindinu fylgir breytingarblað aðalskipulagsbreytingar unnið af Landmótun dags. 24.04.2024

Skipulags- og umhverfisnefnd telur að framkvæmdin hafi hverfandi umhverfisáhrif og hafi ekki í för með sér breytingu á núverandi landnotkun svæðisins sem í hlut á (landbúnaðarsvæði / túnrækt). Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt sem óveruleg breyting á Aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024 skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að skipulagsfulltrúa verði falið að fullnusta gildistöku skipulagsins.

10. Ársskýrsla Skógræktarfélags Eyfirðinga 2023 – umsagnarbeiðni (2404011)

Skógræktarfélag Eyfirðinga óskar umsagnar nefndarinnar um ársskýrslu félagsins fyrir árið 2023
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að ekki sé gerð athugasemd við skýrsluna.

11. Beiðni um breytingu á Aðalskipulagi Hörgársveitar vegna Blöndulínu 3 (2308005)

Fyrir fundinum liggur skipulagslýsing unnin af Landmótun í apríl 2024 vegna undirbúnings Landsnets við lagningu Blöndulínu 3.
Skipulags- og umhverfisnefnd fjallaði um lýsinguna og frestaði afgreiðslu málsins.

12. Breyting á aðalskipulag Akureyrarbæjar – Naust – umsagnarbeiðni (2401006)

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti þann 12. mars sl. að kynna drög að tillögu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna breytinga á svæði við Naust. Óskað er umsagnar Hörgársveitar um tillöguna og var umsagnarfrestur til 25. apríl sl.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við erindið.

13. Blómsturvellir – beiðni um viðbótar efnislosun (2402005)

Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkti á fundi sínum 7. mars sl. að grenndarkynna umsókn Akureyrarbæjar um viðbótar-efnislosun 10.000 m³ af efni í landi Blómsturvalla. Grenndarkynningunni lauk 12. apríl sl. og bárust tvær umsagnir. Nefndin fjallar um innkomnar athugasemdir:

1. erindi, sendandi Kristján Stefánsson.
Athugasemd: Sendandi mótmælir áframhaldandi efnislosun á svæðinu vegna neikvæðra áhrifa á nærumhverfið.

2. erindi, sendandi Vegagerðin.
Athugasemd: Verði skemmdir á vegi eða vegbúnaði vegna framkvæmdanna þarf leyfishafi að lagfæra það í samráði við Vegagerðina. Verði skemmdir á vegi eða vegbúnaði þannig að hætta skapist af eða viðgerð sé ekki fullnægjandi getur Vegagerðin gert lagfæringar á kostnað leyfishafa. Sama á við um óhreinindi á vegi vegna framkvæmdanna.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að fram komnar athugasemdir verði kynntar fyrir málshefjanda og honum gefið færi á að leggja til viðbrögð eða úrræði til úrbóta. Nefndin frestar afgreiðslu málsins.

14. Háls – stofnun íbúðarhúsalóðar (2404008)

Eigendur jarðarinnar Háls (L152438) óska eftir heimild sveitarstjórnar til að stofna 9934 m² lóð undir byggingarnar á jörðinni. Lóðin myndi fá staðfangið Háls II. Erindinu fylgir umsókn um stofnun nýrrar landeignar ásamt merkjalýsingu, unnin af Búnaðarsambandi Eyjafjarðar dags. 02.05.2024.
Skipulags- og umhverfisnefnd kallar eftir merkjalýsingu vegna lóðarinnar skv. reglugerð um merki fasteigna nr. 160/2024 sem gildi tók 7. febrúar sl. Nefndin frestar afgreiðslu erindisins.

15. Efnisnáma í Spónsgerði

Umræður um frágang efnisnámu í Spónsgerði.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að framkvæmdaaðila og landeiganda verði gert að ganga frá efnisnámunni nú þegar enda hafa ítrekaðar áskoranir þar um verið virktar að vettugi.

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 11:20