Skipulags- og umhverfisnefnd fundur nr. 99

06.02.2024 08:45

Þriðjudaginn 6. febrúar 2024 kl. 08:45 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins.

Fundarmenn: Jón Þór Benediktsson formaður, Agnar Þór Magnússon, Ásrún Árnadóttir og Sunna María Jónasdóttir í skipulags- og umhverfisnefnd, Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri. Bjarki Brynjólfsson var fjarverandi.-

Fundargerð ritaði Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri.

  1. Glæsibær, Hagabyggð – deiliskipulag áfangi III (2301004)

Lögð fram deiliskipulagstillaga á vinnslustigi, dags. 1.2.2024, vegna 3. áfanga Hagabyggðar úr landi Glæsibæjar.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að aðal- og

deiliskipulagstillögu verði vísað í kynningarferli skv. 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  1. Lónsbakkahverfi – stígahönnun (2401007)

Lögð fram tillaga á vinnslustigi að hönnun göngu- og hjólastígs við Þjóðveg 1 í Lónsbakkahverfi.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að legu göngu- og hjólastígs við undirgöng undir þjóðveg 1 við Lónsbakka verði breytt í samræmi við hugmyndir sem fram komu á fundinum.

  1. Neðri-Rauðilækur land – byggingarreitir fyrir tvö frístundahús (2311013)

Framhald umræðum um fyrirhugaða byggingu tveggja frístundahúsa í landi Neðri-Rauðalækjar sem frestað var á seinasta fundi.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að erindinu verði vísað í grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabilið ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við framkvæmdina. Ef ekki berast andmæli á grennarkynningartímabilinu teljist áformin samþykkt.

  1. Skriða – umsókn um framkvæmdaleyfi til efnistöku og landmótunar (2401005)

Lögð fram umsókn frá Skriðuhestum ehf. um framkvæmdaleyfi til efnistöku og landmótunar í landi Skriðu (L152409).

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að erindinu verði hafnað enda samræmist það ekki aðalskipulagi sveitarfélagsins.

  1. Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 - Naust – umsagnarbeiðni (2401006)

Lagt fram erindi frá Akureyrarbæ þar sem kynnt er lýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna breytinga á svæði við Naust. Óskað er umsagnar Hörgársveitar um lýsinguna og er umsagnarfrestur til 13. febrúar 2024.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við skipulagstillöguna, enda kemur hún væntanlega til umræðu í Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar.

  1. Lónsbakkahverfi – aðal- og deiliskipulagsbreyting 2023 (2312004)

Umræður um framhald skipulagsmála í Lónsbakkahverfi. Nefndin kynnir sér skuggavarpshermun sem skipulagshönnuður hefur útbúið samkvæmt ákvörðun síðasta fundar.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að skipulagshönnuði verði falið að vinna breytingarblað deiliskipulags vegna ofangreindra framkvæmda og að á blaðinu skuli einni gerð grein fyrir legu göngu- og hjólastígs sbr. 2. dagskrárlið.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að svo breyttri aðal- og deiliskipulagstilögu verði vísað í kynningarferli skv. 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  1. Verkferlar við útgáfu framkvæmdaleyfa (2401008)

Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir málið og verkferla vegna útgáfu framkvæmdaleyfa.

Lagt fram til kynningar.

  1. Deiliskipulag Lónsbakka – heildarendurskoðun (2401009)

Umræður nefndarinnar um heildarskipulag Lónsbakkahverfis til framtíðar.

 

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 11:10