Skipulags- og umhverfisnefnd fundur nr. 97
Þriðjudaginn 21. nóvember 2023 kl. 08:45 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins.
Fundarmenn: Jón Þór Benediktsson formaður, Agnar Þór Magnússon, Ásrún Árnadóttir, Sunna María Jónasdóttir og Bjarki Brynjólfsson í skipulags- og umhverfisnefnd, Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri.
1. Lónsbakki, deiliskipulag, (2301006)
Framhald umræðu frá síðasta fundi. Skipulagshöfundur Árni Ólafsson mætti til fundar við nefndina.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að unnin verði deiliskipulagstillaga í samræmi við umræður á fundinum.
Jafnframt verði skipulagshöfundi aðalskipulags falið að vinna aðalskipulagstillögu sem samræmist fyrirhugaðri landnotkun.
2. Hallfríðarstaðir - umsókn um byggingarreit fyrir geymsluhúsnæði (2311001)
Byggingarfulltrúa hefur borist umsókn frá eiganda Hallfríðarstaða (L152401) um byggingarleyfi fyrir geymsluhúsnæði á jörðinni. Meðfylgjandi er uppdráttur sem sýnir fyrirhugaðan byggingarreit.
Skipulags- og umhverfisnefnd áréttar að fjarlægð milli bygginga skuli vera í samræmi við kröfur byggingarreglugerðar og kallar eftir því að staðsetning hússins verði samræmd við það. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að svo breytt erindi verði samþykkt.
Nefndin telur einsýnt að erindið varði ekki hagsmuna annarra en sveitarfélagsins og málshefjanda sjálfs og leggur því til við sveitarstjórn að fallið verði frá grenndarkynningu sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulgslaga nr. 123/2010.
3. Hraukbæjarkot – umsókn um stofnun lóðar (2311003)
Valdís Jónsdóttir sækir um skráningu lóðarinnar Hraukbæjarkots 3 úr upprunalandinu Hraukbæjarkoti L152502.
Skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu erindisins.
4. Arnarnes – umsókn um stofnun lóðar (2311004)
Norðurorka sækir um skráningu lóðarinnar Arnarness 2 úr upprunalandinu Arnarnesi L152294. Umsókninni fylgir uppdráttur.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.
5. Glæsibær – áfangi 3 (2301004)
Fyrir fundinum liggja aðalskipulagstillaga dags. 17. nóvember 2023 og deiliskipulagstillaga dags. 20. febrúar 2023 vegna 3. áfanga Hagabyggðar úr landi Glæsibæjar.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir athugasemd við þéttleika byggðar á deiliskipulagstillögu og óskar eftir uppfærðri tillögu sem gerir ráð fyrir meira samræmi við þá byggð sem fyrir er á svæðinu.
6. Hvammsvegur 5 Hjalteyri, umsókn um frístundahúslóð (2311006)
Bryndís Lind Bryngeirsdóttir óskar eftir að fá lóðinni Hvammsvegi 5 á Hjalteyri úthlutað.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að Bryndísi Lind Bryngeirsdóttur kt. 141278-4799 verði úthlutuð frístundahúsalóðin Hvammsvegur 5 á Hjalteyri.
7. Vegagerðin – hringtorg, umsókn v. prufuhola (2311007)
Vegagerðin óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna graftrar prufuhola við fyrirhugað hringtorg við Lónsbakkahverfi. Erindinu fylgir uppdráttur frá VBV dags. 15. maí 2023.
Skipulags- og umhverfisnefnd bendir á að afla þurfi samþykkis landeiganda vegna þeirra holna sem liggja utan lands Hörgársveitar. Nefndin áréttar einnig að hafa þurfi samráð við eigendur lagna sem um svæðið liggja.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt með fyrrnefndum fyrirvörum.
8. Fjárhagsáætlun 2024, málaflokkur 09
Lagðar fram og kynntar þær tillögur er varða þá málaflokka sem heyra undir nefndina.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti fjárhagsáætlunina fyrir sitt leyti.
Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 11:10