Skipulags- og umhverfisnefnd fundur nr. 96

30.10.2023 08:45

Mánudaginn 30. október 2023 kl. 08:45 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins.

Fundarmenn: Jón Þór Benediktsson formaður, Agnar Þór Magnússon, Ásrún Árnadóttir, Sunna María Jónasdóttir og Bjarki Brynjólfsson í skipulags- og umhverfisnefnd, Sigríður Kristjánsdóttir skipulagsfulltrúi, Vigfús Björnsson byggingarfulltrúi og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri.

1. Hall – umsókn um byggingarreit fyrir íbúðarhús (2310009)
Guðmundur Karl Björnsson sækir um byggingarreit fyrir íbúðarhús á lóðinni Hall (L236333) sem stofnuð var úr jörðinni Syðri-Brennihóli (L152528).
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjón að erindinu verði vísað í grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabilið ef allir hagsmunaaðilar samþykkja skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Erindið teljist samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabili.

2. Moldhaugar, byggingarleyfi (221102)
Byggingarfulltrúa hefur borist umsókn frá Skútabergi ehf. um byggingarleyfi vegna bílgeymslu í landi Moldhauga. Erindinu fylgja uppdrættir frá Haraldi Árnasyni dags. 30. júní 2023.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjón að erindinu verði vísað í grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabilið ef allir hagsmunaaðilar samþykkja skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Erindið teljist samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabili.

3. Lónsbakki, deiliskipulag, (2301006)
Framhald umræðu frá síðasta fundi. Skipulagshöfundur Árni Ólafsson mætti til fundar við nefndina. Eftir umræður var ákveðið að fá frekari tillögur frá skipulagshöfundi.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að óska einnig eftir tillögu skipulagshöfundar um breytingu á núverandi deiliskipulagi er varðar niðurfellingu á götu frá Skógarhlíð að Álfasteini.

4. Hagatún 6 – umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis fyrir gististað (2309008)
Á 152. fundi sveitarstjórnar þann 24. ágúst 2023 var lagt fram erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra þar sem óskað var umsagnar sveitarstjórnar vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki IV á lóðinni Hagatúni 6 í Hörgársveit. Sveitarstjórn samþykkti að vísa málinu í grenndarkynningu samkvæmt 44. gr. skipulagslaga. Grenndarkynningu lauk 20. október síðastliðinn og lagt var fram yfirlit um athugasemdir sem bárust. Umsækjandi hefur nú dregið umsóknina til baka og þarfnast málið því ekki frekari afgreiðslu.

5. Blöndulína 3 – umsagnarbeiðni frá Skipulagsstofnun (2310005)
Skipulagsstofnun óskaði eftir umsögn Hörgársveitar vegna breytingar á línuleið Blöndulínu 3 frá því sem gert var ráð fyrir í umhverfismati árið 2022. Lögð voru fram drög að umsögn.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að senda inn umsögn í samræmi við umræður á fundinum.

6. Dalvíkurlína 2 – umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi (2309010)
Framhald umræðu er varðar umsókn frá Landsneti um framkvæmdaleyfi fyrir undirbúningsframkvæmdir fyrir Dalvíkurlínu 2, en afgreiðslu umsóknarinnar var frestað á síðasta fundi nefndarinnar.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að afgreiðslu verði frestað þar til fyrir liggur samþykki 80% landeigenda fyrir línuleiðinni. 7. Dalvíkurlína 2 – aðalskipulagsbreyting, (2307002)

7. Dalvíkurlína 2 – aðalskipulagsbreyting, (2307002)
Umræður frá síðasta fundi. Lögð fram tillaga aðalskipulagshöfundar að breytingu á aðalskipulagi ásamt greinargerð.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 aftur þar sem lega strengs og stígs hefur breyst.

8. Blómsturvellir – umsókn um framkvæmdaleyfi til efnislosunar (2306007)
Á fundi sveitarstjórnar 24. ágúst síðastliðinn var lagt fram erindi frá Akureyrarbæ þar sem óskað var eftir framkvæmdaleyfi til efnislosunar í landi Blómsturvalla. Sveitarstjórn samþykkti að heimilt verði að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir efnislosun á 10.000 m3 að undangenginni grenndarkynningu samkvæmt 43. og 44. gr. skipulagslaga. Grenndarkynningu lauk 13. október síðastliðinn og bárust ábendingar á grenndarkynningartímabilinu sem nefndin fjallar um.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimilt verði að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir efnislosun fyrir 10.000 m3. Í framkvæmdaleyfinu verði tekið tillit til þeirra athugasemda og ábendinga sem bárust í grenndarkynningu.

9. Glæsibær – áfangi 3 (2301004)
Kynningartímabili skipulagslýsingar fyrir Glæsibær áfangi 3 í landi Glæsibæjar lauk 3. mars sl. og var skipulagshönnuði falið að hafa hliðsjón af innkomnum erindum við gerð skipulagstillögunnar. Nefndin hélt áfram umræðum um erindið.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að aðal- og deiliskipulagsstillagan verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30 greinar og 3.mgr.40.greinar skipulagslaga nr.123 frá 2010. Kynningin fari fram á opnum kynningarfundi.

10. Hörgá svæði E9 – umsókn um framkvæmdaleyfi (2310015)
G.V. gröfur ehf. sækja um framkvæmdaleyfi vegna 56.286 m3 af möl á efnistökusvæði E9 í Hörgá á tímabilinu 15. október 2023 til 31. desember 2023.
Fyrir liggur umsókn frá G.V. gröfum ehf., dags. 9. október 2023. Einnig liggur fyrir greinargerð skipulags- og byggingarfulltrúa vegna umsóknarinnar, sbr. 2. mgr. 14. gr. l. nr. 123/2010, sbr. l. 106/2000, dags. 23. október 2023, sem tekin er saman fyrir sveitarstjórn, auk þeirra gagna sem þar er vísað til. Með úrskurði Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 53/2023, frá 29. september 2023, var fyrra leyfi vegna efnistöku uppá 100.000 m3, sbr. bókun sveitarstjórnar, dags. 22. september 2022, fellt úr gildi. Umsókn G.V. grafna ehf. nú er vegna þess efnismagns sem eftir var að taka vegna þess leyfis. Efnistökutímabil er til 31. desember 2023. Svo sem fram kemur í greinargerð skipulags- og byggingarfulltrúa, dags. 23. október 2023, er framkvæmdin sem sótt er um í samræmi við umhverfismat Environice, frá apríl 2015 og álit Skipulagsstofnunar frá 4. júní 2015 og efnistakan í samræmi við aðalskipulag Hörgársveitar 2012-2024. Einnig liggur fyrir leyfi Fiskistofu, dags. 12. september 2022, skv. 33. gr. laga um lax- og silungsveiði nr. 61/2006 en í því er tekið tillit til annarra gildandi framkvæmdaleyfa vegna efnistöku úr Hörgá. Í greinargerð skipulags- og byggingarfulltrúa er gerð nánar grein fyrir forsendum framkvæmdar og að hún samræmist umhverfismati, áliti Skipulagsstofnunar og aðalskipulagi m.a. m.t.t. magns efnis sem taka á og búið er að taka en framkvæmdin fellur undir efnistöku á svæði E9 og fer fram í hluta Hörgár á því svæði. Skipulags- og umhverfisnefnd telur, svo sem lýst er í greinargerð skipulags- og byggingarfulltrúa, að framkvæmdin leiði ekki til að vatnshlot Hörgár versni og framkvæmdin er í samræmi við þá stefnumörkun og markmið um vatnsvernd sem fram kemur í vatnaáætlun, sbr. lög um stjórn vatnamála nr. 36/2011. Greinargerð skipulags- og byggingarfullrúa, dags.
23. október 2023, vegna framkvæmdarinnar er samþykkt og að leggja skuli til grundvallar þau rök sem þar koma fram.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.

11. Skriða – umsókn um framkvæmdaleyfi til efnistöku á svæði E8 (2310018)
Nesbræður ehf. sækja um framkvæmdaleyfi vegna töku á 12.500 m3 af möl og til landmótunar á efnistökusvæði E8 í landi Skriðu, á tímabilinu október 2023 til 30. apríl 2025. Svo sem fram kemur í umsókn er fyrirhugað að setja mold í staðinn fyrir mölina til að rækta upp tún.
Fyrir liggur umsókn frá Nesbræðrum ehf., dags. 13. október 2023. Einnig liggur fyrir greinargerð skipulags- og byggingarfulltrúa vegna umsóknarinnar, dags. 23. október 2023, sem tekin er saman fyrir sveitarstjórn, sbr. 2. mgr. 14. gr. l. 123/2010, sbr. l. 106/2000, auk þeirra gagna sem þar er vísað til. Með úrskurði Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 53/2023, frá 29. september 2023, var fyrra leyfi, sbr. bókun sveitarstjórnar, dags. 26. október 2022, fellt úr gildi. Svo sem fram kemur í greinargerð skipulags- og byggingarfulltrúa, dags. 23. október 2023, er framkvæmdin sem sótt er um í samræmi við umhverfismat Environice, frá apríl 2015 og álit Skipulagsstofnunar frá 4. júní 2015 og samræmist aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024, m.a. m.t.t. magns efnis sem taka á og búið er að taka en framkvæmdin fellur undir efnistöku á svæði E8. Efnistökusvæðið er í um 350 m fjarlægð frá Hörgá og í rétt yfir 100 m fjarlægð frá Syðri-Tunguá. Þegar af þeirri ástæðu leiðir framkvæmdin ekki til að vatnshlot Hörgár eða Syðri-Tunguár geti versnað eða að framkvæmdin sé ekki í samræmi við þá stefnumörkun um vatnsvernd og markmið sem fram koma í vatnaáætlun, sbr. lög um stjórn vatnamála nr. 36/2011. Af þessum sökum er jafnframt ekki þörf á leyfi Fiskistofu samkvæmt 33. gr. laga um lax- og silungsveiði nr. 61/2006 eða afstöðu til gildandi leyfa Fiskistofu. Greinargerð skipulags- og byggingarfulltrúa, dags. 23. október 2023, vegna framkvæmdarinnar er samþykkt og að leggja skuli til grundvallar þau rök sem þar koma fram.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.

12. Vegagerðin – umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir bakkavörnum í Öxnadalsá og Hörgá (2309015)
Lögð fram umsókn frá Vegagerðinni ásamt fylgigögnum.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfið verði veitt.

13. Lækjarvellir lóðarumsóknir (2310021)
Fyrir liggja fjórar umsóknir um fjórar auglýstar lóðir við Lækjarvelli sem auglýstar voru og rann umsóknarfrestur út þann 10. október 2023.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að gengið verði til samninga við umsækjendur um úthlutun lóðanna.

14. Hvítbók um skipulagsmál (2310020)
Drög að hvítbók um skipulagsmál hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Þar er lögð fram endurskoðuð landsskipulagsstefna til fimmtán ára ásamt aðgerðaáætlun til fimm ára. Lögð fram drög að umsögn.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að senda umsögn í samræmi við umræður á fundinum.

15. Arnarholtsvegur 9, umsókn um lóð (2310019)
Fyrir liggur meðfylgjandi umsókn um lóðina.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að Jóni Valgeiri Ólafssyni kt. 251160-2529 verði úthlutað lóðin nr 9 við Arnarholtsveg landnúmer L-232437.

16. Merkingar á þjóðvegi 1
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að óskað verði eftir því við Vegagerðina að merkingar á þjóðvegi 1 verði lagfærðar til að sporna við slysahættu við afleggjara inná þjóðveginn.

 

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 11:50