Skipulags- og umhverfisnefnd fundur nr. 95
Þriðjudaginn 26. september 2023 kl. 08:45 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins.
Fundarmenn: Jón Þór Benediktsson formaður, Agnar Þór Magnússon, Ásrún Árnadóttir, Sunna María Jónasdóttir og Bjarki Brynjólfsson í skipulags- og umhverfisnefnd, Sigríður Kristjánsdóttir skipulagsfulltrúi, Vigfús Björnsson byggingarfulltrúi og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri.
1. Moldhaugar/Skútar, deiliskipulag ( 2009001)
Fyrir fundinum liggur afgreiðslubréf Skipulagsstofnunar vegna deiliskipulags fyrir athafnasvæði Skútabergs á Moldhaugnahálsi dags. 11. ágúst 2023. Í bréfinu eru tilgreind atriði úr fyrra afgreiðslubréfi dags. 30. maí 2023 sem stofnunin telur ekki að brugðist hafi verið við á fullnægjandi hátt við afgreiðslu þess á fundi skipulags- og umhverfisnefndar 8. júní 2023. Um er að ræða athugasemdir varðandi umsögn Minjastofnunar vegna deiliskipulagsins annarsvegar og um ákvæði varðandi vinnubúðir hinsvegar. Fyrir fundinum liggur einnig samþykki Minjastofnunar við gildistöku skipulagsins með fyrirvara um fornleifarannsóknir á tilteknum stöðum innan skipulagssvæðisins dags. 10. júlí 2023.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur að með ofangreindri umsögn Minjastofnunar sé komið til móts við athugasemd Skipulagsstofnunar þar að lútandi.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að áréttað verði í greinargerð deiliskipulags að vinnubúðir á skipulagssvæðinu teljist vera starfsmannabúðir í skilningi reglugerðar um hollustuhætti nr. 941/2002. Nefndin telur að með þessum ráðstöfunum hafi verið brugðist á fullnægjandi hátt við athugasemdum sem fram koma í afgreiðslubréfi Skipulagsstofnunar. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að svo breytt deiliskipulag verði samþykkt skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa gildistöku þess í B-deild Stjórnartíðinda.
2. Lónsbakki, deiliskipulag, hringtorg (2301006)
Lögð fram til kynningar frumdrög frá Vegagerðinni varðandi hringtorg við Lónsveg/Þjóðveg1.
Umræður um breytingar á deiliskipulagi Lónsbakkahverfis.
Lagt fram og kynnt.
3. Hvammsvegur 1, umsókn um lóð (2309011)
Lögð fram umsókn um frístundalóðina Hvammsveg 1, Hjalteyri.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að Sigurði Karlssyni kt. 270354-2979 verði úthlutuð frístundahúsalóðin nr. 1 við Hvammsveg á Hjalteyri.
4. Glæsibær, erindi (2309012)
Umræður um frekari uppbyggingu í Glæsibæ.
Lagt fram og kynnt. Erindinu vísað til frekari umræðu á næsta fundi.
5. Aðalskipulag, vinna við endurskoðun (2305001)
Lögð fram drög að skipulags- og matslýsingu í vinnslu.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja við sveitarstjórn að skipulags- og matslýsingin verði sett í kynningu.
6. Dalvíkurlína 2 – umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi (2309010)
Til fundarins mættu Friðrika Marteinsdóttir og Snæbjörn Sigurðarson frá Landsneti til viðræðu við nefndina um framgang verkefnisins.
Lögð fram umsókn frá Landsneti um framkvæmdaleyfi fyrir undirbúningsframkvæmdir fyrir Dalvíkurlínu 2.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að fresta afgreiðslu á umsókn um framkvæmdar-leyfi.
7. Dalvíkurlína 2 – aðalskipulagsbreyting, (2307002)
Lagt fram erindi frá Landsneti með ósk um breytingu á aðalskipulagi vegna lagningu Dalvíkurlínu 2 og göngu- og hjólastígs.
Skipulags- og umhverfisnefnd óskar eftir frekari gögnum frá skipulagshöfundi aðalskipulags.
8. Landsnet – erindi v. Blöndulína 3 (2308005)
Áframhaldandi umræður um legu Blöndulínu 3.
Lagt fram og kynnt.
9. Þríhyrningur II – umsókn um stofnun lóðar (2308004)
Nefndin heldur áfram umfjöll sinni um erindi frá eigendum Þríhyrnings II L.211947 þar sem óskað er eftir að stofna lóð undir íbúðarhús og að lóðin fái heitið Þríhyrningur III.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt enda verði kvöð þinglýst á Þríhyrning II L-211947 um lagnaleiðir, aðgengi að Þríhyrningi III og sameiginlega rotþró eignanna, jafnframt verði þinglýst kvöð um aðgengi uppá tún á lóðina um leið og hún er stofnuð.
Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 11:55