Skipulags- og umhverfisnefnd fundur nr. 93
Fimmtudaginn 8. júní 2023 kl. 08:45 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins.
Fundarmenn: Jón Þór Benediktsson formaður, Agnar Þór Magnússon, Ásrún Árnadóttir, Sunna María Jónasdóttir og Bjarki Brynjólfsson í skipulags- og umhverfisnefnd, Sigríður Kristjánsdóttir skipulagsfulltrúi og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri.
1. Moldhaugnaháls - aðal- og deiliskipulag
Skipulagsstofnun hefur lokið yfirferð sinni á samþykktu aðal- og deiliskipulagi fyrir athafnasvæði Skútabergs á Moldhaugnahálsi skv. 2. mgr. 32. gr. og 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og liggur afgreiðslubréf stofnunarinnar dags. 30 maí 2023 fyrir fundinum. Fyrir fundinum liggur einnig minnisblað unnið af SBE dags. 6. júní 2023 þar sem fram kemur tillaga að viðbrögðum við athugasemdum Skipulagsstofnunar.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að brugðist verði við athugasemdum Skipulagsstofnunar líkt og lagt er til í minnisblaði SBE dags. 6. júní 2023 og að svo breytt aðal- og deiliskipulag verði samþykkt skv. 1. mgr. 32. gr. og 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin samþykkir einnig að leggja til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að fullnusta gildistöku skipulaganna.
2. Dagverðareyri, beiðni um friðlýsingu æðarvarps
Lagt fram erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra þar sem óskað er eftir
staðfestingu á að aðstöðu sé rétt lýst í umsókn um friðlýsingu æðarvarps í landi
Dagverðareyrar.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að byggingarfulltrúa verði falið að svara erindinu.
3. Aðalskipulag, endurskoðun
Umræður og yfirferð yfir verkefni. Lagt fram og kynnt.
4. Vegagerðin, þjóðvegur 1
Framhald umræðu eftir fund með Vegagerðinni.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að lögð verði áhersla á það við Vegagerðina að við gatnamót Þjóðvegar 1 og Ólafsfjarðarvegar verði mislæg gatnamót. Einnig verði bættar vegtengingar við Dagverðareyrarveg.
5. Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs
Svæðisáætlunin lögð fram og kynnt.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að svæðisáætlunin verði samþykkt af hálfu Hörgársveitar, en kallað verði eftir frekari útfærslum er varðar með hvaða hætti henni verði framfylgt.
6. Stjórnsýslukæra v. efnistöku úr Hörgá
Lagt fram og kynnt.
7. Brekkuhús 24, Hjalteyri umsókn um breytingu á lóðarmörkum
Lagt fram erindi frá eiganda Brekkuhúsa 24, Hjalteyri (Arnargarðs) þar sem óskað er eftir breytingu á lóðamörkum og óverulegri breytingu á deiliskipulagi.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að erindinu verði vísað í grenndarkynningu samkvæmt 43. og 44. gr. skipulagslaga. Heimilt er að stytta grenndarkynningartímabil ef skriflegt samþykki berst frá öllum hagsmunaaðilum. Erindið telst samþykkt ef ekki berast andmæli.
8. Hagaskógur 10, erindi um DSK breytingu
Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir breytingu á skilmálum lóðarinnar og byggingarreit.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að erindinu verði vísað í grenndarkynningu samkvæmt 43. og 44. gr. skipulagslaga. Heimilt er að stytta grenndarkynningartímabil ef skriflegt samþykki berst frá öllum hagsmunaaðilum. Erindið telst samþykkt ef ekki berast andmæli.
9. Umhverfisverðlaun 2023
Umræður og afgreiðsla.
10. Umferðarhraði á þjóðvegi 1 við Þelamerkurskóla
Lagt fram yfirlit yfir mældan umferðarhraða í maí 2023.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að ítrekað verði við Vegagerðina að umferðarhraði við Þelamerkuskóla verði lækkaður hið fyrsta og gerðar verði ráðstafanir við veginn til að auka öryggi barna við skólann.
Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 11:50