Skipulags- og umhverfisnefnd fundur nr. 92
Þriðjudaginn 25. apríl 2023 kl. 08:45 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins.
Fundarmenn: Jón Þór Benediktsson formaður, Agnar Þór Magnússon, Ásrún Árnadóttir, Sunna María Jónasdóttir og Bjarki Brynjólfsson í skipulags- og umhverfisnefnd, Vigfús Björnsson framkvæmdastjóri SBE og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri.
1. Moldhaugar/Skútar, deiliskipulag
Nefndin hélt áfram umfjöllun um breytingar á skilmálum í greinargerð deiliskipulags eftir fund með fulltrúum Skútabergs. Fyrir fundinum liggja uppfærð skipulagsgögn þar sem fram koma tillögur Skútabergs að breytingum á áður samþykktum skipulagsgögnum.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að áður samþykktri skipulagsgreinargerð skuli breytt á eftirfarandi hátt:
- umorða ákvæði varðandi rafgeyma í 2. mgr. kafla 3.11,
- bæta við ákvæði um óvilhallan matsmann í 5. mgr. kafla 3.11,
- umorða málsgrein um framfylgd skipulagsskilmála gjaldheimtu, starfsleyfi og jafnræði í 6. mgr. kafla 3.11
- umorða lýsingu á uppbyggingu geymsluplans í 9. og 10. mgr. kafla 3.11
og að svo breytt deiliskipulagstillaga verði samþykkt skv. 3. gr. 41. gr. skipulagslaga 123/2010 og að skipulagsfulltrúa verði falið að fullnusta gildistöku deiliskipulagsins.
2. Akureyrarbær, svæði fyrir litabolta í landi Blómsturvalla
Lagðar fram niðurstöður grenndarkynningar.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að að ekki verði gerð athugasemd við staðsetningu litaboltasvæðis í landi Blómstursvalla, enda verði tryggt að bílastæði verði að þeirri stærð að ekki þurfi að leggja bílum í vegkanti Blómsturvallavegar og að góð umgengni og frágangur svæðisins verði á ábyrgð rekstaraðila.
3. Minnisvarði um flugslys á Öxnadalsheiði
Lagt fram erindi frá Laufeyju Eglisdóttur varðandi hugmyndum um vinnisvarða um flugslys á Öxnadalsheiði.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið og kallar eftir tillögu að staðsetningu og útfærslu minnismerkis frá málshefjanda.
4. Hörgá E-2, umsókn um framlengingu á leyfi til efnistöku
Lagt fram álit Fiskistofu varðandi umsókn um framlengingu á leyfi til efnistöku á svæði E-2, í Hörgá.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að fundað verði með fulltrúum landeigenda / efnistökuaðila um ráðstafanir sem grípa þarf til til að færa framkvæmdina til samræmis við fyrra framkvæmdaleyfi og að leyfið verði framlengt þegar fyrir liggur samkomulag um viðbrögð.
5. Syðra-Brekkukot, umsókn um byggingarreiti
Lögð fram umsókn um byggingarreiti fyrir 3 ferðaþjónustuhús í samræmi við uppdrátt sem er meðfylgjandi.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að erindinu verði vísað í grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabilið ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabilinu telst erindið samþykkt.
6. Grjótgarður, umsókn um byggingareiti
Lögð fram umsókn um byggingarreiti fyrir 3 gestahús í samræmi við uppdrátt sem er meðfylgjandi.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að erindinu verði vísað í grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabilið ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabilinu telst erindið samþykkt.
7. Landsnet, Blöndulína 3 vegna lands í eigu sveitarfélagsins
Lagt fram erindi frá Landsneti þar sem leitað er eftir sjónarmiði sveitarfélagsins á staðsetningu mastra og slóða að möstrum á línuleið Blöndulínu 3, á landareignum í eigu Hörgársveitar í Öxnadal.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að Hörgársveit sem landeigandi geri ekki athugasemd við þær staðsetningar sem sýndar eru á meðfylgjandi uppdráttum. En bent er á að í aðalskipulagi sveitarfélagsins er lögð áhersla á að flutningslínur raforku séu í jörðu.
8. Hagatún 2, umsókn um breytt staðfang
Lagt fram erindi frá GBL17 ehf þar sem óskað er eftir breytingu á staðfangi í Hagabyggð þannig að lóðin sem til þessa hefur verið Hagatún 2, heiti framvegis Hagaskógur 1.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.
9. Aðalskipulag, endurskoðun
Umræður um vinnu við endurskoðun aðalskipulags eftir fund með skipulagshöfundi.
10. Dalvíkurlína 2, hjóla- og göngustígur
Lögð fram tillaga með uppdrætti um endurskoðaða legu strengs og stígs.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að aðalskipulagstillaga vegna Dalvíkurlínu 2 verði uppfærð m.t.t. breyttrar strengleiðar og að svo breyttri skipulagstillögu verði vísað í auglýsingu skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
11. Vegagerðin, þjóðvegur 1
Lögð fram frumdrög frá Vegagerðinni um legu Hringvegar á milli Akureyrar og Þelamerkur.
Yfirlitsmynd sýnir veglínuna, hliðarvegi og drög að útfærslu vegamóta. Eftir umræður óskar nefndin eftir frekari gögnum varði nákvæmari legu vegarins.
12. Umhverfisverðlaun 2023
Umræður um val á verðlaunahöfum.
Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 11:30