Skipulags- og umhverfisnefnd, fundur nr. 91
Þriðjudaginn 21. mars 2023 kl. 08:45 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins.
Fundarmenn: Jón Þór Benediktsson formaður, Agnar Þór Magnússon, Ásrún Árnadóttir, Bjarki Brynjólfsson og Ásgeir Már Andrésson (vm) í skipulags- og umhverfisnefnd, Sigríður Kristjánsdóttir skipulagsfulltrúi, Vigfús Björnsson byggingarfulltrúi og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri.
1. Moldhaugar/Skútar, deiliskipulag
Nefndin hélt áfram umfjöllun um athugasemdir sem bárust vegna auglýsingar aðal- og deiliskipulagstillögu fyrir Moldhaugnaháls. Á fundi nefndarinnar þann 21. febrúar 2023 voru allar innkomnar athugasemdir afgreiddar að frátöldum einum lið í erindi frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra. Fulltrúar sveitarfélagsins hafa nú fundað með HNE vegna athugasemdar sem snýr að skilmálum um umgengni á geymslusvæðið á deiliskipulaginu og fyrir liggur tillaga að úrbótum varðandi umgengnisreglur sem fram koma í kafla 3.11 í greinargerð auglýstrar skipulagstillögu.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að skilmálum verði bætt við umgengnisreglur í kafla 3.11 í greinargerð deiliskipulags í samræmi við sjónarmið sem fram komu í athugasemd HNE, sjá athugasemd 2b í 1. lið fundargerðar skipulags- og umhverfisnefndar frá 21. febrúar 2023. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillaga sem breytt hefur verið á ofangreindan hátt, og samkvæmt afgreiðslu nefndarinnar á fyrrnefndum fundi á öðrum athugasemdum sem bárust vegna auglýsingar deiliskipulagstillögu, verði samþykkt skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að skipulagsfulltrúa verði falið að fullnusta gildistöku skipulagsins.
2. Glæsibær áfangi 3, skipulagslýsing
Kynningartímabili skipulagslýsingar fyrir Glæsibær áfangi 3 í landi Glæsibæjar, sem að skilgreint er sem landbúnaðarsvæði lauk 3. mars sl. og bárust 21 erindi vegna málsins. Skipulags- og umhverfisnefnd fjallaði um innkomin erindi.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að skipulagshönnuði verði falið að hafa hliðsjón af innkomnum erindum við gerð skipulagstillögunnar.
Jafnframt verði skipulagsfulltrúa falið að óska eftir sérfræðiúttekt á landbúnaðarlandi, skógrækt og áhrif aukinnar umferðar sem haft verði til hliðsjónar við vinnslu skipulagstillögunnar.
3. Lækjarvellir land 2, breyting á deiliskipulagi
Kynning á fyrirhuguðum breytingum á deiliskipulagi stendur yfir.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, að lokinni kynningu.
4. Akureyrarbær, svæði fyrir litabolta í landi Blómsturvalla
Framhald umræðu frá síðasta fundi. Lagðar fram upplýsingar sem óskað var eftir.
Tillaga að bókun:
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja við sveitarstjórn að vísa erindinu í grenndarkynningu samkvæmt 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabil ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabili verði ekki gerð athugasemd við að litboltasvæðið verði sett upp í samræmi við ábendingar frá Vinnueftirlitinu og Heilbrigðiseftiliti Norðurlands eystra. Jafnframt þarf viðkomandi að sækja um starfsleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra.
5. Jötunheimar, afmörkun byggingarreits
Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir afmörkun byggingarreits fyrir gripahús.
Erindinu fylgir uppdráttur.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að afmörkun byggingarreits verði samþykkt í samræmi við framlagðan uppdrátt.
6. Brekkuhús 7 og 8 Hjalteyri ósk um breytingu á deiliskipulagi
Tillaga að breytingu lögð fram. Um er að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að vísa erindinu í grenndarkynningu samkvæmt 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabil ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabili telst erindið samþykkt.
7. Þjóðvegur 1, Þelamörk – Akureyri, erindi frá Vegagerðinni
Lögð fram og kynnt frumdrög frá Vegagerðinni að veglínu.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa að ræða við Vegagerðina um útfærslu.
8. Erindi frá foreldrafélagi Þelamerkurskóla v. umferðarhraða
Erindið lagt fram þar sem foreldrafélag Þelamerkurskóla lýsir yfir áhyggjum af miklum umferðarhraða í nágrenni skólans.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur undir áhyggjur foreldrafélagsins og leggur til við sveitarstjórn að fulltrúar sveitarfélagsins ræði erindið við Vegagerðina og farið verði fram á úrbætur.
9. Dagverðartunga/Tungusel, afmörkun lóðar
Umsóknin lögð fram þar sem sótt er um afmörkun lóðar fyrir íbúðarhús. Umsókninni fylgir uppdráttur.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að afmörkun lóðarinnar í samræmi við uppdrátt, verði samþykkt enda verði þinglýst kvöð á umlykjandi land um vegtengingu og lagnir að lóðinni. Lóðin fái heitið Tungusel. Jafnframt verði samþykkt að heiti landnúmersins L-224562 verði breytt úr Tunguseli í Dagverðartunga 3
10. Hjalteyri, umferðarhraði
Rætt um framkvæmd aðgerða til að draga úr umferðarhraða bæði í íbúagötum og á vegi niður á eyri, með merkingum og hindrunum.
Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 11:10