Fræðslunefnd fundur nr. 45
Mánudaginn 17. apríl 2023 kl.16:30 kom fræðslunefnd Hörgársveitar saman til fundar í Þelamerkurskóla.
Fundarmenn voru, Jóhanna María Oddsdóttir formaður, Ásgeir Már Andrésson og Sigurbjörg L Auðbjörnsdóttir fulltrúar í nefndinni og auk þeirra, Hugrún Ósk Hermannsdóttir leikskólastjóri, Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir skólastjóri, Sigríður Gréta Þorsteinsdóttir fulltrúi starfsmanna Álfasteini, Eva Hilmarsdóttir fulltrúi foreldra Álfasteini, Inga Huld Sigurðardóttir fulltrúi kennara Þelamerkurskóla og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
Málefni Álfasteins:
- Skýrsla leikskólastjóra – hvað er framundan
Í máli leikskólastjóra kom m.a. fram að búið er að opna nýja ungbarnadeild sem heitir Ljósálfadeild. Nú eru endurbætur á Álfadeild í gangi. Frá 10. maí fara allar fjórar deildirnar í notkun og aðlögun fyrir ný börn hefst. Í dag eru 70 börn í leikskólanum og er áætlað að þau verði 75 frá miðjum maí og 65 frá hausti þegar elsti árgangurinn fer í skóla og ný börn koma inn. Leikskólastjóri fór yfir kaup á búnaði og er ljóst að þar hafa orðið verðhækkanir frá því sem áætlað var í upphafi. Frá hausti verða 25 starfsmenn í leikskólanum í 23,3 stöðugildum.
- Tónlistarskólinn – samstarf við leikskólann
Rætt um samstarf leikskóla og tónlistarskóla.
- Kennaranemar - laun í lotum
Fyrirkomulag náms meðfram starfi rætt. Leikskólastjóri upplýsti að sum sveitarfélög séu að skoða það að leikskólakennaranemar fái laun í námslotum.
- Hlutfall sérkennslustjóra við leikskólann
Rætt um þörf fyrir að hlutfall sérkennslustjóra verði aukið frá hausti.
Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að starfshlutfall sérkennslustjóra verði aukið.
- Grænfáni Landverndar
Umræður um grænfánaverkefnið.
Sameiginleg málefni:
- Skóladagatal Álfasteins 2023 -2024
Lögð fram tillaga að skóladagatali.
Fræðslunefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að skóladagatal leikskólans Álfasteins 2023-2024 verði samþykkt eins og það liggur fyrir.
- Skóladagatal Þelamerkurskóla 2023-2024
Lögð fram tillaga að skóladagatali.
Fræðslunefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að skóladagatal Þelamerkurskóla 2023-2024 verði samþykkt eins og það liggur fyrir.
- Lög um farsæld barna
Rætt var um breytingar sem verða í leik- og grunnskóla með lögum um farsæld barna.
Málefni Þelamerkurskóla:
- Skýrsla skólastjóra
Í máli skólastjóra kom m.a. fram að árshátíðin gekk vel. Nemendur frá skólanum munu taka þátt í Fiðringi, hæfileikakeppni grunnskóla á Norðurlandi. Upplestrarhátíð skólanna í Eyjafirði utan Akureyrar mun fara fram á vegum Þelamerkurskóla í Hlíðarbæ 27.4. n.k. Á næsta skólaári stefnir í næstum óbreyttan starfsmannahóp. Nemendur eru nú 80 og áætlað er að fjöldi nemenda í upphafi næsta skólaárs verði 93. Gert er ráð fyrir að námshópar verði 6 á næsta skólaári þar sem yngstu árgangarnir eru það fjölmennir.
- Frístund - niðurstöður þarfagreiningar
Lagðar fram upplýsingar um niðurstöður þarfagreiningar og þar kemur fram að allt að 12 börn myndu nýta sér frístund að einhverju leiti.
Fræðslunefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að boðið verði uppá frístund frá næsta hausti og formanni færðslunefndar og skólastjóra falið að útfæra starfsemina. Áfram verði einnig að einhverju leyti litið til samstarfs við Ungmennafélagið Smárann.
- Foreldrakönnun Skólapúls
Skólastjóri skýrði frá helstu niðurstöðum foreldrakönnunar en þær eru almennt jákvæðar í þeim þáttum sem spurt er um og nær alltaf betri en landsmeðaltal.
Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 19:40