Fræðslunefnd fundur nr 40

21.03.2022 16:00

Fræðslunefnd Hörgársveitar

40. fundur

Fundargerð

Mánudaginn 21. mars 2022 kl.16:00 kom fræðslunefnd Hörgársveitar saman til fundar í leikskólanum Álfasteini.

Fundarmenn voru, María Albína Tryggvadóttir formaður, Eva María Ólafsdóttir og Vignir Sigurðsson fulltrúar í nefndinni og auk þeirra Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir skólastjóri, Hugrún Ósk Hermannsdóttir leikskólastjóri, Sigríður Gréta Þorsteinsdóttir fulltrúi starfsmanna Álfasteini, Sigurbjörg Auðbjörnsdóttir fulltrúi foreldra Álfasteini, Margrét Magnúsdóttir fulltrúi starfsmanna Þelamerkurskóla, Jón Þór Benediktsson fulltrúi foreldra Þelamerkurskóla og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

Málefni Álfasteins:

1. Skýrsla leikskólastjóra

Fram kom hjá leikskólastjóra m.a. að börnin eru nú 69 talsins, starfsmenn eru 23 í 20,88 stöðugildum. Börnum hefur fjölgað um 100% frá því 2018 þegar þau voru 34.  Covid hefur haft mikil áhrif á starfsemina og hafa 22 af 23 starfsmönnum fengið covid á mjög stuttum tíma undanfarið. Þá kom leikskólastjóri m.a. inná heilsubókina, jákvæðan aga, Grænfánann, læsisstefnu og fleira er varðar reksturinn, starfsmannamál og stjórnun og lagði til að stjórnunarhlutfall verði aukið vegna anna við framhald stækkunar.  Leikskólastjóri lagði til að vegna anna myndi  leikskólinn draga sig út úr ytra mati sem ráðgert var að fara í.

Fræðslunefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að skoðað verið með aukið stjórnunarhlutfall og að hætt verði við vinnu við ytra mat að sinni.

2. Drög að skóladagatali 2022-2023, kynning

Leikskólastjóri kynnti drög að skóladagatali 2022-2023.

3. Niðurstöður úr foreldrakönnun kynntar

Leikskólastjóri kynnti niðurstöður foreldrakönnunar. Þar kom fram að yfirgnæfandi almenn ánægja er með þá þætti sem spurt var um og kemur könnunin vel út miðað landið allt.

4. Endurskoðun gjaldskrár og endurmat á inntökureglum

Rætt var um endurskoðun á gjaldskrá leikskóla og endurmati á inntökureglum.

Fræðslunefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að 5. gr. í inntökureglum verði breytt er varðar forgang systkina og að afsláttarliðir gjaldskrár verði endurskoðaðir við næstu gjaldskrárbreytingar.  

5. Kynning á næsta áfanga húsnæðis

Lagðar fram til kynningar teikningar af fyrirhugðum framkvæmdum við næsta áfanga viðbyggingar við leikskólann.

6. Kynning á lóðarframkvæmdum

Lagðar fram til kynningar teikningar af fyrirhugðum framkvæmdum við lóð leikskólans.

Sameiginleg málefni:

7. Ungmennaráð, tillögur að reglum

Formaður lagði fram drög að reglum fyrir fyrirhugað ungmennaráð.

Fræðslunefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að reglurnar verði samþykktar.

8. Mat á skólastefnu Hörgársveitar

Rætt um mat á skólastefnu sveitarfélagsins.

9. GETA erindi, ytra mat á skólastarfi

Lagt fram til kynningar.

Málefni Þelamerkurskóla:

10. Skýrsla skólastjóra

Fram kom hjá skólastjóra m.a. að í ár verður lögð fyrir Pisa könnun fyrir nemendur í 10. bekk. Þá verður lögð fyrir ákveðna bekki könnun um heilsu og lífskjör. Fram kom að árshátíð skólans verður 7. apríl n.k. og verður hún haldin í íþróttahúsinu. Covid hefur haft mikil áhrif á skólastarfið að undanförnu og mikið hefur verið um forföll.  Farið var yfir niðurstöður úr nemendakönnun sem aðgengileg er á heimasíðu skólans. Mílan er gengin daglega og hefur haft góð áhrif og er t.d. einn þáttur til að bæta líðan og heilsu ásamt hugarfrelsi, styrkleikaþjálfun ofl.

11. Drög að skóladagatali 2022-2023, kynning

Skólastjóri kynnti drög að skóladagatali 2022-2023.

12. Breytingar á skólastarfi næstu ára

Skólastjóri fór yfir hvernig hún sér fyrir sér breytingar á skólastarfi í Þelamerkurskóla á næstu árum í takti við fjölgun nemenda og íbúa í sveitarfélaginu.

13. Kynning á hönnun vegna endurbóta á húsnæði

Lagðar fram til kynningar teikningar af fyrirhugðum framkvæmdum við viðbætur og endurbætur á Þelamerkurskóla.

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 20:20