Fræðslunefnd Hörgársveitar fundur nr. 56
Fræðslunefnd Hörgársveitar
56. fundur
Fundargerð
Þriðjudaginn 13. maí 2025 kl.16:00 kom fræðslunefnd Hörgársveitar saman til fundar í Þelamerkurskóla.
Fundarmenn voru, Jóhanna María Oddsdóttir formaður, Sigurbjörg L Auðbjörnsdóttir varaformaður og Ásgeir Már Andrésson fulltrúar í nefndinni og auk þeirra, Hugrún Ósk Hermannsdóttir leikskólastjóri Álfasteini, Anna Rósa Friðriksdóttir skólastjóri Þelamerkurskóla, Sigríður Gréta Þorsteinsdóttir fulltrúi starfsmanna Álfasteini, Eva Hilmarsdóttir fulltrúi foreldra Álfasteini, Helga Kolbeinsdóttir fulltrúi kennara Þelamerkurskóla, Inga Bryndís Bjarnadóttir fulltrúi foreldra Þelamerkurskóla og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
Sameiginleg málefni:
1. Málefni farsældar
Undir þessum lið mættu einnig til fundarins Sunna María Jónasdóttir og Erla Björk Helgadóttir fulltrúar í félagsmála- og jafnréttisnefnd Hörgársveitar, ásamt Báru Björk Björnsdóttur farsældarfulltrúa Álfasteins og Sigríði Guðmundsdóttur farsældarfulltrúa Þelamerkurskóla.
Þorleifur Kr. Níelsson verkefnastjóri farsældar hjá SSNE mætti á fundinn og fór yfir starf sitt en alls hafa verið ráðnir átta svæðisbundnir verkefnastjórar farsældar á landinu. Á haustmánuðum verður óskað eftir tilnefningum á fulltrúum frá öllum sveitarfélögum á svæðinu í farsældarráð Norðurlands eystra.
2. Skóladagatal Álfasteins 2025 – 2026
Lögð fram tillaga að skóladagatali.
Fræðslunefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að skóladagatal leikskólans Álfasteins 2025-2026 verði samþykkt eins og það liggur fyrir.
3. Skóladagatal Þelamerkurskóla 2025 – 2026
Lögð fram tillaga að skóladagatali.
Fræðslunefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að skóladagatal Þelamerkurskóla 2025-2026 verði samþykkt eins og það liggur fyrir.
4. Rafrænt skóladagatal
Leikskólastjóri skýrði frá því að unnið væri að rafrænu skóladagatali hjá Akureyrarbæ og var ákveðið að unnið verði að því að koma á rafrænum skóladagatölum í Hörgársveit.
Málefni Álfasteins:
5. Niðurstöður v/ innra mats
Kynnt var samantekt sem Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson ráðgjafi á vegum Ásgarðs gerði varðandi innra mat leikskólans. Niðurstaða samantektarinnar er m.a. að starfið er afar gott í leikskólanum, góður andi og viðmót, gott skipulag en afslappað, börnin ánægð og starfsfólk almennt samhent.
6. Niðurstöður foreldrakönnunar
Farið var yfir helstu niðurstöður foreldarkönnunnar Skólapúlsins sem almennt komu mjög vel út og viðmið í nær öllum tilvikum yfir landsmeðaltali.
7. Niðurstöður starfsmannakönnunar og starfsmannasamtala
Leikskólastjóri fór yfir starfsmannakönnun og starfsmannasamtöl sem komu vel út og starfsánægja almennt góð.
8. Innritunarreglur
Rætt um endurbætur á innritunarreglum eins og t.d. innritun barna eftir áramót – með hvað löngum tíma skal tilkynna foreldrum um pláss fyrir börn sem koma inn í leikskólann á seinni önn. Eins rætt um reglur varðandi heimgreiðslur og umsókn í leikskólann.
Fræðslunefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að eftirfarandi breytingar verði gerðar á innritunarreglum:
- og 4. grein orðist svo:
- grein:
Aðalinnritun í leikskóla fer fram í apríl ár hvert. Mikilvægt er að umsókn hafi borist fyrir 1. mars það ár sem barnið á að innritast. Þeir sem sækja um leikskóladvöl eftir 1. mars geta ekki vænst þess að fá leikskólapláss fyrr en ári seinna. Þetta á jafnt við um forgangshópa sem og aðra. Umsóknir raðast á biðlista eftir kennitölum barna, þau elstu fyrst.
- grein:
Til að barn geti hafið dvöl í leikskólanum Álfasteini, þarf það að hafa náð 12 mánaða aldri, hafa lögheimili í Hörgársveit og laus dvalarrými að vera til staðar. Umsóknum er svarað í apríl til maí. Umsóknum utan þess tíma eru teknar fyrir sérstaklega. Óskað er eftir staðfestingu forráðamanna í tölvupósti. Hafni forráðamenn leikskólaplássi færist umsóknin aftast á biðlista.
Inn komi ný grein sem verði 6. grein og orðist svo:
- grein:
Börn starfsfólks Hörgársveitar sem ekki eiga lögheimili í sveitarfélaginu, fá einungis úthlutað leikskólaplássi til eins árs í senn.
9. Starfsmannahald og fjöldi barna 2025 til 2026
Leikskólastjóri fór yfir fyrirsjánlegar breytingar á starfsmannahaldi. Starfsmenn um áramót verða 32. Fjöldi barna um áramót verða 86.
10. Afmæli leikskólans 23. maí nk. – fyrirkomulag
Kynnt var fyrirkomulag á 30 ára afmæli leikskólans sem haldið verður föstudaginn 23. maí n.k.
Málefni Þelamerkurskóla:
11. Skýrsla skólastjóra
a. Starfsmannamál
Skólastjóri fór yfir fyrirhugaðar breytingar á starfsmannahaldi sem verða talsverðar og koma 8 nýir starfsmenn til starfa í haust.
b.Nemendahópar og teymi næsta vetur
Gert er ráð fyrir 106 nemendum í haust. Nemendahópar verða 8. Farið yfir skipulag nemendahópa og kennsluteyma.
c. Frístund
Þrír starfsmenn verða í frístund og þar stefnir í mikla fjölgun barna.
d. Skólapúlsinn
Farið var yfir niðurstöður. Því miður var þátttaka í foreldrakönnun Skólapúlsins ekki nógu góð og því nauðsynlegt að leggja foreldrakönnun fyrir árlega til að fylgjast með þróun í ört stækkandi sveitarfélagi.
e. Árshátíðin
Árshátíðin tókst mjög vel og gott var að góður tími gafst til undirbúnings m.a. vegna þess að íþróttahúsið fékkst með lengri fyrirvara.
f. Líflegt skólastarf innan sem utan skóla
Farið yfir hversu vel hefur tekist til við ýmsa viðburði utan skóla og hversu nemendur skólans hafa staðið sig vel í ýmsum viðburðum með öðrum skólum.
g. Góð samvinna við Tónlistarskólann
Samvinna við Tónlistarskóla Eyjafjarðar er mjög góð og yfir 50% nemenda eru í tónlistarskólanum.
h. Styrkur úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla
Skólinn fékk styrk frá Endurmenntunarsjóði grunnskóla til þróunar nýsköpunar og tækni í stoðþjónustunni.
i. Viðurkenndur Byrjendalæsisskóli
Skólinn stóðst úttekt og uppfyllir öll skilyrði til að vera viðurkenndur sem Byrjenda-læsisskóli.
Fundi slitið kl. 18:35