Fræðslunefnd Hörgársveitar fundur nr. 55

03.03.2025 16:30

Mánudaginn 3. mars 2025 kl.16:30 kom fræðslunefnd Hörgársveitar saman til fundar í Álfasteini.

Fundarmenn voru, Jóhanna María Oddsdóttir formaður, Sigurbjörg L Auðbjörnsdóttir varaformaður og Ásgeir Már Andrésson fulltrúar í nefndinni og auk þeirra, Hugrún Ósk Hermannsdóttir leikskólastjóri Álfasteini, Anna Rósa Friðriksdóttir skólastjóri Þelamerkurskóla, Sigríður Gréta Þorsteinsdóttir fulltrúi starfsmanna Álfasteini, Eva Hilmarsdóttir fulltrúi foreldra Álfasteini, Helga Kolbeinsdóttir fulltrúi kennara Þelamerkurskóla og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

Málefni Þelamerkurskóla:

1. Skýrsla skólastjóra

Skólastjóri fór m.a. yfir:

  1. Starfsmannamál. Farið yfir breytingar framundan.
  2. Nemendafjöldi við skólann verður 99 í mars, með gestanemendum. Á næsta ári, í fyrsta sinn í aldarfjórðung eða svo, mun nemendafjöldi fara yfir hundrað haustið 2025. Samkvæmt nemendaspá verða nemendur 106 að hausti 2025, 120 haustið 2026 og 130 haustið 2027.
  3. Farið yfir framkvæmd og niðurstöður kannanna.
  4. Verkefnin sem hinir hæfileikaríku nemendur okkar taka þátt í, eru mjög fjölbreytt.
  5. Árshátíð skólans verður 10. apríl n.k.
  6. Fræðslukvöld framundan 19. mars n.k. sem heilsueflingarnefnd Þelamerkurskóla sér um í samstarfi við foreldrafélögin við skólann og leikskólann og ungmennafélagið Smárann.
  7. Gott samstarf við foreldrafélag Þelamerkurskóla sem m.a. stóð fyrir samveru barna og foreldra í fimleikahúsinu við Giljaskóla.

2. Tillaga skólastjóra um fyrirkomulag stjórnunar Þelamerkurskóla skólaárið 2025-2026
Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að stjórnendateymi við Þelamerkurskóla skólaárið 2025-2026 verði með eftirfarandi hætti að tillögu skólastjóra:
Auk skólastjóra verði:

  1. Deildarstjóri ráðinn í 50% starfshlutfall við stjórnun á móti hefðbundinni kennslu og verði hann staðgengill skólastjóra.
  2. Verkefnastjóri tæknimála ráðinn í 20% starfshlutfall á móti hefðbundinni kennslu.
  3. Tengiliður farsældar verði í 20% starfshlutfalli ásamt því að vera í 20% starfshlutfalli verkefnastjóra stoðteymis.
  4. Staða skólaritara haldist óbreytt í 70% starfshlutfalli.

Málefni Álfasteins:

3. Fjöldi barna og starfsmanna vor og haust 2025 – starfið í vetur
Börnin eru nú 81 og starfsmenn eru 29 og lítur út fyrir að svo verði líka í haust. Áætlað er að börn verði 83 um áramót. Starfið gengur vel og margt um að vera, eins og t.d. 30 ára afmælishátíð Álfasteins sem verður í maí.

4. Jákvæður starfsandi – könnun
Gerð var könnun meðal starfsmanna þar sem hver þeirra skrifaði niður fimm orð sem þeim fannst lýsa starfsandanum í Álfasteini. Könnunin kom mjög jákvætt út.

6. “Betri vinnutími´” frá ágúst 2025
Leikskólastjóri fór yfir útreikninga er varðar breytingar vegna 36 stunda vinnuviku/betri vinnutíma.
Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að frá og með ágúst 2025 verði leikskólanum Álfasteini lokað kl. 14:15 á föstudögum vegna útfærslu á betri vinnutíma. Leikskólastjóra er falið að kynna þetta fyrirkomulag fyrir starfsmönnum og foreldrum.

6. Sumarfrí – sumarafleysingar – aðlaganir nýrra barna
Leikskólastjóri fór yfir fyrirkomulag sumarfría, sumarafleysingar og aðlaganir nýrra barna.
Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að sumarið 2025 verði teknir upp valkvæðir skráningardagar í tvær vikur fyrir lokun og í eina viku eftir lokun leikskólans. Skráningar fari fram fyrir miðjan apríl og verði bindandi. Ekki verða innheimt dvalargjöld fyrir þá daga sem börn mæta ekki. Leikskólastjóra er falið að kynna þetta fyrirkomulag fyrir starfsmönnum og foreldrum. Til framtíðar hætti börn í leikskólanum við sumarlokun en sveitarfélagið komi á úrræði fyrir yngstu grunnskólabörnin fyrir skólabyrjun í ágúst.

Sameiginleg málefni:

7. Drög að skóladagatali Álfasteins 2025 –2026
Lögð fram drög að skóladagatali.

8. Drög að skóladagatali Þelamerkurskóla 2025 –2026
Lögð fram drög að skóladagatali.

9. Skólastefna – endurskoðun
Fræðslunefnd samþykkti að vinna við endurskoðun skólastefnu verði hafin í haust.

 

Fundi slitið kl. 19:00